Lars Lagerbäck: Urðum of bjartsýnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2012 07:00 Alfreð Finnbogason og Gylfi Þór Sigurðsson fagna marki Alfreðs sem innsiglaði sigurinn á Noregi. Mynd/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið vann frábæran sigur í Albaníu á föstudagskvöldið og strákarnir eru mættir til landsins þar sem þeir taka á móti Sviss í toppslag riðilsins á morgun. Svissneska liðið tapaði sínum fyrstu stigum í 1-1 jafntefli við Norðmenn á föstudaginn en situr í toppsæti riðilsins stigi á undan Íslandi. „Við stefnum á sigur eins og alltaf. Sviss er með gott lið en eins og við höfum spilað þá eigum við góða möguleika á að sigra leikinn. Ef undirbúningurinn gengur upp og við förum með rétt hugarfar inn á völlinn þá eigum við góða möguleika," sagði Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins á blaðamannafundi í gær. Það hefur gengið illa að fylgja eftir sigurleikjum síðustu ár og gott dæmi um það er tap íslenska liðsins á Kýpur á dögunum nokkrum dögum eftir frábæran heimasigur á Norðmönnum. Það eru liðin níu ár síðan að íslenska liðið náði í stig í næsta leik á eftir sigurleik en það var þegar liðið náði markalausu jafntefli á móti Þjóðverjum á Laugardalsvellinum 6. september 2003, 17 dögum eftir að liðið vann Færeyjar í Þórshöfn. Lars Lagerbäck náði ekki að breyta þessu í fyrstu tilraun. „Ég veit ekki hvort við höfum fyllst of miklu sjálfstrausti eftir leikinn gegn Noregi. Ég held að við urðum of bjartsýnir frekar. Sóknarmennirnir vörðust of framarlega og það var of mikið bil á milli manna í varnarleiknum. Ef leikaðferðin var röng er það mín sök. Við verðum að læra betur á alþjóðlegan fótbolta og að leika tvo leiki á fáum dögum. Ísland hefur oft átt í vandræðum með að leika á útivelli og við náum vonandi að læra að leika eins á útivelli og við gerum á heimavelli," sagði Lagerbäck í gær. „Ég hef ekki trú á að við þurfum að gera breytingar á liðinu vegna þess að það er stutt á milli leikja. Allir leikmenn ættu að vera klárir og sérstaklega þar sem við gáfum þeim sem byrjuðu leikinn í Albaníu aukadag í að hlaða batteríin. Leikmennirnir eru flestir vanir að leika tvo leiki á viku," sagði Lars Lagerbäck en besta byrjun íslenska landsliðsins frá upphafi ýtir undir bjartsýni á gott gengi í riðlinum. „Ef við sleppum vel við leikbönn þá eigum við góða möguleika í þessum riðli. Við söknum leikmanns eins og Kolbeins Sigþórssonar sem er einn efnilegasti framherji Evrópu og ef við náum góðum úrslitum gegn Sviss þá eigum við góða möguleika í framhaldinu ef allir verða heilir og leikfærir. Ég er bjartsýnn og vona að við getum keppt um sæti á HM. Ég veit ekki hversu raunhæft það er en mitt markmið breytist ekkert. Við förum í alla leiki til að vinna," sagði Lars að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið vann frábæran sigur í Albaníu á föstudagskvöldið og strákarnir eru mættir til landsins þar sem þeir taka á móti Sviss í toppslag riðilsins á morgun. Svissneska liðið tapaði sínum fyrstu stigum í 1-1 jafntefli við Norðmenn á föstudaginn en situr í toppsæti riðilsins stigi á undan Íslandi. „Við stefnum á sigur eins og alltaf. Sviss er með gott lið en eins og við höfum spilað þá eigum við góða möguleika á að sigra leikinn. Ef undirbúningurinn gengur upp og við förum með rétt hugarfar inn á völlinn þá eigum við góða möguleika," sagði Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins á blaðamannafundi í gær. Það hefur gengið illa að fylgja eftir sigurleikjum síðustu ár og gott dæmi um það er tap íslenska liðsins á Kýpur á dögunum nokkrum dögum eftir frábæran heimasigur á Norðmönnum. Það eru liðin níu ár síðan að íslenska liðið náði í stig í næsta leik á eftir sigurleik en það var þegar liðið náði markalausu jafntefli á móti Þjóðverjum á Laugardalsvellinum 6. september 2003, 17 dögum eftir að liðið vann Færeyjar í Þórshöfn. Lars Lagerbäck náði ekki að breyta þessu í fyrstu tilraun. „Ég veit ekki hvort við höfum fyllst of miklu sjálfstrausti eftir leikinn gegn Noregi. Ég held að við urðum of bjartsýnir frekar. Sóknarmennirnir vörðust of framarlega og það var of mikið bil á milli manna í varnarleiknum. Ef leikaðferðin var röng er það mín sök. Við verðum að læra betur á alþjóðlegan fótbolta og að leika tvo leiki á fáum dögum. Ísland hefur oft átt í vandræðum með að leika á útivelli og við náum vonandi að læra að leika eins á útivelli og við gerum á heimavelli," sagði Lagerbäck í gær. „Ég hef ekki trú á að við þurfum að gera breytingar á liðinu vegna þess að það er stutt á milli leikja. Allir leikmenn ættu að vera klárir og sérstaklega þar sem við gáfum þeim sem byrjuðu leikinn í Albaníu aukadag í að hlaða batteríin. Leikmennirnir eru flestir vanir að leika tvo leiki á viku," sagði Lars Lagerbäck en besta byrjun íslenska landsliðsins frá upphafi ýtir undir bjartsýni á gott gengi í riðlinum. „Ef við sleppum vel við leikbönn þá eigum við góða möguleika í þessum riðli. Við söknum leikmanns eins og Kolbeins Sigþórssonar sem er einn efnilegasti framherji Evrópu og ef við náum góðum úrslitum gegn Sviss þá eigum við góða möguleika í framhaldinu ef allir verða heilir og leikfærir. Ég er bjartsýnn og vona að við getum keppt um sæti á HM. Ég veit ekki hversu raunhæft það er en mitt markmið breytist ekkert. Við förum í alla leiki til að vinna," sagði Lars að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira