Fótbolti

Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Laudrup var frábær fótboltamaður sem er sá eini sem hefur bæði unnið Barcelona 5-0 með liði Real Madrid og unnið einnig Real Madrid 5-0 með Barelona.
Michael Laudrup var frábær fótboltamaður sem er sá eini sem hefur bæði unnið Barcelona 5-0 með liði Real Madrid og unnið einnig Real Madrid 5-0 með Barelona. EPA/AFP/FRANK PERRY

Spánverjinn Andrés Iniesta er í hópi bestu og sigursælustu miðjumanna sögunnar. Hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Barcelona og að tryggja Spánverjum heimsmeistaratitilinn árið 2010. Hann hefur líka mjög sérstakar skoðanir á hver sé besti fótboltamaður sögunnar.

Iniesta var fenginn til að setja saman topp fimm lista yfir bestu fótboltamenn sögunnar. Á listanum var hins vegar enginn Pelé, enginn Maradona, enginn Messi og enginn Cristiano Ronaldo.

Sá besti frá upphafi var aftur á móti Daninn Michael Laudrup. Iniesta setti Laudrup fyrir ofan landa sína Pep Guardiola, Xavi Hernández og David Silva. Santi Cazorla, fyrrum leikmaður Arsenal, er síðan í fimmta sætinu.

Iniesta hefur oft talað mjög vel um Laudrup. „Ég reyndi að vera eins og hann þegar ég var lítill strákur. Ég var svo hrifinn hvernig hann spilaði sem sókndjarfur miðjumaður með sína frábæru tækni og sinn fallega fótboltastíl,“ sagði Iniesta.

Laudrup átti líka magnaðan feril með liðum eins og Juventus, Real Madrid og Barcelona. Eitt það eftirminnilegasta á hans ferli var afrek hans 1994 og 1995.

Hann hjálpaði þá Barcelona að vinna 5-0 sigur á Real Madrid í janúar 1994 en færði sig svo yfir til Real sumarið. Í fyrsta leiknum með Real á móti Barcelona þá fagnaði hann 5-0 sigri í janúar 1995.

Laudrup var alls með 51 mark og 33 stoðsendingar í 228 leikjum í spænsku deildinni og var með 37 mörk í 103 landsleikjum fyrir Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×