Skiptar skoðanir um stjórnarskrá Salvör Nordal og Ari Teitsson skrifar 16. október 2012 06:00 Í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október hefur sem betur fer orðið veruleg umræða um frumvarp stjórnlagaráðs. Margir sem voru fulltrúar í stjórnlagaráði hafa látið til sín taka eins og eðlilegt er og gerir það hver og einn á eigin forsendum enda lauk stjórnlagaráð störfum á miðju sumri 2011. Skoðanir ráðsmanna á atkvæðagreiðslunni, einstökum spurningum og því hvað taki við eru augljóslega verulega skiptar. Pawel Bartoszek segist ekki munu greiða frumvarpinu atkvæði sitt nú vegna þess að það er ekki fullbúið en Þorvaldur Gylfason telur að í framhaldi af atkvæðagreiðslunni hafi Alþingi ekki heimild til að gera annað en minniháttar orðalagsbreytingar á frumvarpinu. Við lokaafgreiðslu í stjórnlagaráði sumarið 2011 greiddu sannarlega allir fulltrúar ráðsins atkvæði með frumvarpinu en engu að síður voru skoðanir skiptar um margt eins og hæglega má sjá í fundargerðum ráðsins t.d. um atkvæðagreiðslur um einstakar greinar. Í atkvæðaskýringum sumra fulltrúa kom m.a. fram að þeir litu ekki á frumvarpið sem endanlegt plagg heldur væntu þeir þess að Alþingi tæki það til ýtarlegrar umræðu og lögfræðilegrar greiningar. Nú stendur sú greining yfir en mun, því miður, ekki ljúka eða vera gerð opinber fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Þótt tímasetning atkvæðagreiðslunnar og orðalag spurninga í kosningunum 20. október sé alls ekki hafin yfir gagnrýni, hafa fyrirhugaðar kosningar kallað fram mikla umræðu um stjórnarskrána. Innan stjórnlagaráðs voru skiptar skoðanir á því við starfslok hvernig best væri að Alþingi tæki á frumvarpinu og hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla væri tímabær. Það var ekki stjórnlagaráðs að ákveða heldur Alþingis sem samkvæmt gildandi stjórnarskrá ber allar skyldur til að virða réttar leikreglur. Alþingi Íslendinga ákvað atkvæðagreiðsluna og þær spurningar sem lagðar verða fyrir kjósendur um næstu helgi. Eftir kosningar kemur það í hlut Alþingis að túlka niðurstöður þeirra og ákveða næstu skref í málinu. Það er því fyrst og fremst skylda alþingismanna að skýra fyrir kjósendum nú í aðdraganda kosninga hvað þeir höfðu í huga með einstökum spurningum og hvernig þeir muni túlka svör við einstökum spurningum og samspil þeirra. Stjórnlagaráð ræður þar engu því þegar öllu er til skila haldið ber Alþingi ábyrgð á breytingum á stjórnarskránni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október hefur sem betur fer orðið veruleg umræða um frumvarp stjórnlagaráðs. Margir sem voru fulltrúar í stjórnlagaráði hafa látið til sín taka eins og eðlilegt er og gerir það hver og einn á eigin forsendum enda lauk stjórnlagaráð störfum á miðju sumri 2011. Skoðanir ráðsmanna á atkvæðagreiðslunni, einstökum spurningum og því hvað taki við eru augljóslega verulega skiptar. Pawel Bartoszek segist ekki munu greiða frumvarpinu atkvæði sitt nú vegna þess að það er ekki fullbúið en Þorvaldur Gylfason telur að í framhaldi af atkvæðagreiðslunni hafi Alþingi ekki heimild til að gera annað en minniháttar orðalagsbreytingar á frumvarpinu. Við lokaafgreiðslu í stjórnlagaráði sumarið 2011 greiddu sannarlega allir fulltrúar ráðsins atkvæði með frumvarpinu en engu að síður voru skoðanir skiptar um margt eins og hæglega má sjá í fundargerðum ráðsins t.d. um atkvæðagreiðslur um einstakar greinar. Í atkvæðaskýringum sumra fulltrúa kom m.a. fram að þeir litu ekki á frumvarpið sem endanlegt plagg heldur væntu þeir þess að Alþingi tæki það til ýtarlegrar umræðu og lögfræðilegrar greiningar. Nú stendur sú greining yfir en mun, því miður, ekki ljúka eða vera gerð opinber fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Þótt tímasetning atkvæðagreiðslunnar og orðalag spurninga í kosningunum 20. október sé alls ekki hafin yfir gagnrýni, hafa fyrirhugaðar kosningar kallað fram mikla umræðu um stjórnarskrána. Innan stjórnlagaráðs voru skiptar skoðanir á því við starfslok hvernig best væri að Alþingi tæki á frumvarpinu og hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla væri tímabær. Það var ekki stjórnlagaráðs að ákveða heldur Alþingis sem samkvæmt gildandi stjórnarskrá ber allar skyldur til að virða réttar leikreglur. Alþingi Íslendinga ákvað atkvæðagreiðsluna og þær spurningar sem lagðar verða fyrir kjósendur um næstu helgi. Eftir kosningar kemur það í hlut Alþingis að túlka niðurstöður þeirra og ákveða næstu skref í málinu. Það er því fyrst og fremst skylda alþingismanna að skýra fyrir kjósendum nú í aðdraganda kosninga hvað þeir höfðu í huga með einstökum spurningum og hvernig þeir muni túlka svör við einstökum spurningum og samspil þeirra. Stjórnlagaráð ræður þar engu því þegar öllu er til skila haldið ber Alþingi ábyrgð á breytingum á stjórnarskránni.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun