Trúlofuðust á sviði umkringd blóði og útlimum 21. október 2012 19:00 Dansararnir Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir stilla sér upp alblóðugar með hinu nýtrúlofaða pari sitjandi í hinni svokölluðu Paradís. „Þetta var svo ekta við. Að trúlofast á sviði í Berlín umkringd blóði og gervilimum,“ segir leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir sem fékk afar óvenjulegt bónorð frá unnusta sínum, leikskáldinu Sigtryggi Magnasyni, þann 5. október. Hann fór niður á skeljarnar að lokinni íslensku danssýningunni We Saw Monsters í leikhúsinu Berliner Festspiele. „Við fórum þessa helgi til Berlínar til að ná sýningunni,“ segir hún en vinir þeirra stóðu að henni. Parið náði þó einungis endanum og uppklappi vegna misskilnings en þau töldu leikhúsið vera í Vestur-Berlín þegar það var í raun í austurhluta borgarinnar. Þau fengu engu að síður að upplifa eigin sýningu en dansararnir Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir, sem voru þaktar blóði, drógu þau upp á sviðið og þar upphófst mikill spuni. „Sigga bað okkur um að bíða inni í sal þar til áhorfendur væru farnir. Við byrjuðum svo að flippa, spinna og taka myndir í sviðsmyndinni,“ segir Svandís. Hún vissi þó ekki hvað biði sín, ólíkt dönsurunum sem höfðu æft hreyfingar í tilefni bónorðsins og réttu Sigtryggi blóðugt box með tveimur hringum. Henni var að vonum brugðið en taldi sér trú um að boxið og hringarnir hefðu verið hluti af sýningunni. „Ég var bara í mínum eigin heimi að pósa, fíflast og leika mér við útlimina,“ segir hún en Sigtryggur þurfti að biðja hennar fjórum eða fimm sinnum áður en hún áttaði sig á að ekki væri um spuna að ræða. „Ég uppgötvaði þetta ekki fyrr en við sátum ein í Paradís,“ segir hún og á við altari sem myndaði sviðsmyndina. „Þá var hann kominn niður á hnén og sagði skjálfandi: „Í alvörunni Svandís. Ég er ekki að grínast.“ Og þá fór ég að grenja,“ segir hún og hlær. Allir aðstandendur sýningarinnar vissu af bónorðinu og biðu baksviðs til að fagna hinu nýtrúlofaða pari. „Og ég vissi ekki neitt,“ segir hún og hlær aftur. Hún bætir við að það sé gaman að eiga blóðugt hringabox til minningar. Ekki hafa allir áhorfendur verið farnir þegar bónorðið var borið upp því það rataði í þýska fjölmiðla samhliða umfjöllun um sýninguna. [email protected] Menning Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Þetta var svo ekta við. Að trúlofast á sviði í Berlín umkringd blóði og gervilimum,“ segir leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir sem fékk afar óvenjulegt bónorð frá unnusta sínum, leikskáldinu Sigtryggi Magnasyni, þann 5. október. Hann fór niður á skeljarnar að lokinni íslensku danssýningunni We Saw Monsters í leikhúsinu Berliner Festspiele. „Við fórum þessa helgi til Berlínar til að ná sýningunni,“ segir hún en vinir þeirra stóðu að henni. Parið náði þó einungis endanum og uppklappi vegna misskilnings en þau töldu leikhúsið vera í Vestur-Berlín þegar það var í raun í austurhluta borgarinnar. Þau fengu engu að síður að upplifa eigin sýningu en dansararnir Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir, sem voru þaktar blóði, drógu þau upp á sviðið og þar upphófst mikill spuni. „Sigga bað okkur um að bíða inni í sal þar til áhorfendur væru farnir. Við byrjuðum svo að flippa, spinna og taka myndir í sviðsmyndinni,“ segir Svandís. Hún vissi þó ekki hvað biði sín, ólíkt dönsurunum sem höfðu æft hreyfingar í tilefni bónorðsins og réttu Sigtryggi blóðugt box með tveimur hringum. Henni var að vonum brugðið en taldi sér trú um að boxið og hringarnir hefðu verið hluti af sýningunni. „Ég var bara í mínum eigin heimi að pósa, fíflast og leika mér við útlimina,“ segir hún en Sigtryggur þurfti að biðja hennar fjórum eða fimm sinnum áður en hún áttaði sig á að ekki væri um spuna að ræða. „Ég uppgötvaði þetta ekki fyrr en við sátum ein í Paradís,“ segir hún og á við altari sem myndaði sviðsmyndina. „Þá var hann kominn niður á hnén og sagði skjálfandi: „Í alvörunni Svandís. Ég er ekki að grínast.“ Og þá fór ég að grenja,“ segir hún og hlær. Allir aðstandendur sýningarinnar vissu af bónorðinu og biðu baksviðs til að fagna hinu nýtrúlofaða pari. „Og ég vissi ekki neitt,“ segir hún og hlær aftur. Hún bætir við að það sé gaman að eiga blóðugt hringabox til minningar. Ekki hafa allir áhorfendur verið farnir þegar bónorðið var borið upp því það rataði í þýska fjölmiðla samhliða umfjöllun um sýninguna. [email protected]
Menning Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira