Samtök sjávarútvegssveitarfélaga Svanfríður Jónasdóttir skrifar 25. október 2012 06:00 Stofnuð hafa verið Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, sem eru samtök þeirra sveitarfélaga sem hafa beinna hagsmuna að gæta varðandi nýtingu sjávarauðlindarinnar og er tilgangur samtakanna að vinna að sameiginlegum hagsmunum þessara sveitarfélaga og íbúa þeirra. Sjávarútvegur hefur verið, og er enn, ein mikilvægasta efnahagsstoð þjóðarbúsins og meðfram strandlengjunni allri eru byggðalög sem reiða sig nánast eingöngu á veiðar og vinnslu. Með stofnun Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga er horft til þess að skapa öflugan sameiginlegan vettvang til sóknar og varnar fyrir sjávarútvegssamfélögin. Fyrstu verkefni samtakanna beinast einkum að tvennu; að sjávarútvegssveitarfélögin fái eðlilega hlutdeild í sérstaka veiðigjaldinu og að þeim störfum á vegum ríkisins sem tengjast nýtingu sjávarauðlindarinnar verði í ríkari mæli komið fyrir á sjávarútvegsstöðunum. Því fólki sem hefur beina atvinnu af veiðum og vinnslu sjávarafla hefur fækkað alla síðustu öld. Tækniframfarir og lagabreytingar sem leitt hafa af sér kröfu um aukna hagræðingu í greininni hafa haft afgerandi áhrif á fjölda starfa í veiðum og vinnslu, og þá jafnframt á íbúafjölda og stöðu sjávarútvegssamfélaganna. Þessar breytingar hafa verið einn stærsti áhrifavaldur í byggðaþróun undanfarinna áratuga. Ný störf s.s. þekkingarstörf, rannsóknir og eftirlit, sem orðið hafa til við þessar breytingar, hafa ekki að sama skapi orðið til á sjávarútvegsstöðunum og hafa slík störf á vegum ríkisins haft tilhneigingu til að hnappast saman á höfuðborgarsvæðinu. Með lögum um sérstakt veiðigjald er nú enn hert á kröfunni um hagræðingu í greininni. Til þess að sjávarútvegssveitarfélögin geti brugðist við þeim breytingum sem aukinni hagræðingarkröfu fylgja, svo sem enn frekari fækkun starfa, er eðlilegt að þau fái hlutdeild í sérstaka veiðigjaldinu. Einnig hefur verið bent á að geta sjávarútvegsfyrirtækjanna til vaxtar og/eða þátttöku í verkefnum í heimabyggð skerðist við upptöku sérstaka veiðigjaldsins. Krafa um aukna hagræðingu kalli fremur á sameiningu fyrirtækja og fækkun starfa. Það er því mikilvægt að nú sé einnig hugað alvarlega að því að þau störf á vegum ríkisins sem eru sjávarútvegstengd séu sett niður víðar um landið. Með nýtingu samskiptatækni ætti slíkt að vera einfaldara en áður. Það er hagur þjóðarinnar að íslenskur sjávarútvegur sé rekinn með hagkvæmum hætti, en það eru sjávarbyggðirnar sem greiða fyrir hagræðinguna með fækkun starfa, fækkun íbúa, lækkun fasteignaverðs o.s.frv. Það er því mikilvægt að sjávarútvegssveitarfélögin og ríkisvaldið taki höndum saman um að lágmarka þau áhrif sem enn aukin krafa um hagræðingu í greininni mun hafa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Sjá meira
Stofnuð hafa verið Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, sem eru samtök þeirra sveitarfélaga sem hafa beinna hagsmuna að gæta varðandi nýtingu sjávarauðlindarinnar og er tilgangur samtakanna að vinna að sameiginlegum hagsmunum þessara sveitarfélaga og íbúa þeirra. Sjávarútvegur hefur verið, og er enn, ein mikilvægasta efnahagsstoð þjóðarbúsins og meðfram strandlengjunni allri eru byggðalög sem reiða sig nánast eingöngu á veiðar og vinnslu. Með stofnun Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga er horft til þess að skapa öflugan sameiginlegan vettvang til sóknar og varnar fyrir sjávarútvegssamfélögin. Fyrstu verkefni samtakanna beinast einkum að tvennu; að sjávarútvegssveitarfélögin fái eðlilega hlutdeild í sérstaka veiðigjaldinu og að þeim störfum á vegum ríkisins sem tengjast nýtingu sjávarauðlindarinnar verði í ríkari mæli komið fyrir á sjávarútvegsstöðunum. Því fólki sem hefur beina atvinnu af veiðum og vinnslu sjávarafla hefur fækkað alla síðustu öld. Tækniframfarir og lagabreytingar sem leitt hafa af sér kröfu um aukna hagræðingu í greininni hafa haft afgerandi áhrif á fjölda starfa í veiðum og vinnslu, og þá jafnframt á íbúafjölda og stöðu sjávarútvegssamfélaganna. Þessar breytingar hafa verið einn stærsti áhrifavaldur í byggðaþróun undanfarinna áratuga. Ný störf s.s. þekkingarstörf, rannsóknir og eftirlit, sem orðið hafa til við þessar breytingar, hafa ekki að sama skapi orðið til á sjávarútvegsstöðunum og hafa slík störf á vegum ríkisins haft tilhneigingu til að hnappast saman á höfuðborgarsvæðinu. Með lögum um sérstakt veiðigjald er nú enn hert á kröfunni um hagræðingu í greininni. Til þess að sjávarútvegssveitarfélögin geti brugðist við þeim breytingum sem aukinni hagræðingarkröfu fylgja, svo sem enn frekari fækkun starfa, er eðlilegt að þau fái hlutdeild í sérstaka veiðigjaldinu. Einnig hefur verið bent á að geta sjávarútvegsfyrirtækjanna til vaxtar og/eða þátttöku í verkefnum í heimabyggð skerðist við upptöku sérstaka veiðigjaldsins. Krafa um aukna hagræðingu kalli fremur á sameiningu fyrirtækja og fækkun starfa. Það er því mikilvægt að nú sé einnig hugað alvarlega að því að þau störf á vegum ríkisins sem eru sjávarútvegstengd séu sett niður víðar um landið. Með nýtingu samskiptatækni ætti slíkt að vera einfaldara en áður. Það er hagur þjóðarinnar að íslenskur sjávarútvegur sé rekinn með hagkvæmum hætti, en það eru sjávarbyggðirnar sem greiða fyrir hagræðinguna með fækkun starfa, fækkun íbúa, lækkun fasteignaverðs o.s.frv. Það er því mikilvægt að sjávarútvegssveitarfélögin og ríkisvaldið taki höndum saman um að lágmarka þau áhrif sem enn aukin krafa um hagræðingu í greininni mun hafa.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun