Windows sett í nýjan búning 26. október 2012 09:00 Windows 8 Steve Ballmer, forstjóri Microsoft, kynnir hér útlit nýja viðmótsins sem er að finna í Windows 8. Fréttablaðið/AP Microsoft setur í dag á markað nýja útgáfu af Windows, útbreiddasta tölvustýrikerfi heims. Nýja útgáfan nefnist Windows 8 og felur hún í sér mestu breytingar sem gerðar hafa verið á Windows-stýrikerfinu í 17 ár. Viðmót nýja stýrikerfisins er gjörólíkt fyrri kynslóðum þess en það er hannað fyrir allt í senn hefðbundnar tölvur, spjaldtölvur og snjallsíma. Þannig tekur á móti notendum litrík uppstilling ferhyrndra reita sem veita nýjustu upplýsingar úr lykilforritum og öðrum forritum sem notandinn velur. Þá er auðvelt að kveikja á forritum í gegnum nýja viðmótið sem í raun tekur við af Start-takkanum kunnuglega. Frá og með deginum í dag munu flestar nýjar borð- og fartölvur auk ýmissa snjallsíma og spjaldtölva keyra á Windows 8. Nýja viðmótið er sérstaklega hannað fyrir snertiskjái en í raun má segja að Windows 8 sé tvíhöfða skepna. Til hliðar við nýja viðmótið er nefnilega að finna hið gamalgróna Windows-skjáborð sem hefur verið grunnur stýrikerfisins síðan í 1995 útgáfu þess. Hugmyndin er sú að notendur geti gengið að sama stýrikerfinu hvort sem er í gegnum borðtölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma. Segja má að með þessu sé Microsoft að bregðast við þeim breytingum sem orðið hafa á tölvumarkaðnum á síðustu árum þar sem vinsældir snjallsíma og spjaldtölva hafa grafið mjög undan sölu hefðbundnari tölva. Telja sumir tæknispekingar að tveggja-viðmóta nálgunin í Windows 8 sé of flókin og að það miklar breytingar hafi verið gerðar á stýrikerfinu að þær geti fælt íhaldssamari notendur frá. Microsoft-menn sjálfir segja stýrikerfið hins vegar mjög einfalt og hafa gert lítið úr áhyggjunum. Þá hefur Steve Ballmer, forstjóri Microsoft, kallað nýjar tölvur sem hafa verið sérhannaðar fyrir Windows 8, og eru allt í senn með snertiskjá, mús og lyklaborð, bestu tölvur sem gerðar hafa verið. Í öllu falli er ljóst að Microsoft tekur áhættu með þeim miklu breytingum sem gerðar hafa verið á Windows og verður spennandi að sjá hvort fyrirtækið, sem hefur orð á sér fyrir varfærni, uppskeri í samræmi við áhættuna. [email protected] Fréttir Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Microsoft setur í dag á markað nýja útgáfu af Windows, útbreiddasta tölvustýrikerfi heims. Nýja útgáfan nefnist Windows 8 og felur hún í sér mestu breytingar sem gerðar hafa verið á Windows-stýrikerfinu í 17 ár. Viðmót nýja stýrikerfisins er gjörólíkt fyrri kynslóðum þess en það er hannað fyrir allt í senn hefðbundnar tölvur, spjaldtölvur og snjallsíma. Þannig tekur á móti notendum litrík uppstilling ferhyrndra reita sem veita nýjustu upplýsingar úr lykilforritum og öðrum forritum sem notandinn velur. Þá er auðvelt að kveikja á forritum í gegnum nýja viðmótið sem í raun tekur við af Start-takkanum kunnuglega. Frá og með deginum í dag munu flestar nýjar borð- og fartölvur auk ýmissa snjallsíma og spjaldtölva keyra á Windows 8. Nýja viðmótið er sérstaklega hannað fyrir snertiskjái en í raun má segja að Windows 8 sé tvíhöfða skepna. Til hliðar við nýja viðmótið er nefnilega að finna hið gamalgróna Windows-skjáborð sem hefur verið grunnur stýrikerfisins síðan í 1995 útgáfu þess. Hugmyndin er sú að notendur geti gengið að sama stýrikerfinu hvort sem er í gegnum borðtölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma. Segja má að með þessu sé Microsoft að bregðast við þeim breytingum sem orðið hafa á tölvumarkaðnum á síðustu árum þar sem vinsældir snjallsíma og spjaldtölva hafa grafið mjög undan sölu hefðbundnari tölva. Telja sumir tæknispekingar að tveggja-viðmóta nálgunin í Windows 8 sé of flókin og að það miklar breytingar hafi verið gerðar á stýrikerfinu að þær geti fælt íhaldssamari notendur frá. Microsoft-menn sjálfir segja stýrikerfið hins vegar mjög einfalt og hafa gert lítið úr áhyggjunum. Þá hefur Steve Ballmer, forstjóri Microsoft, kallað nýjar tölvur sem hafa verið sérhannaðar fyrir Windows 8, og eru allt í senn með snertiskjá, mús og lyklaborð, bestu tölvur sem gerðar hafa verið. Í öllu falli er ljóst að Microsoft tekur áhættu með þeim miklu breytingum sem gerðar hafa verið á Windows og verður spennandi að sjá hvort fyrirtækið, sem hefur orð á sér fyrir varfærni, uppskeri í samræmi við áhættuna. [email protected]
Fréttir Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira