Við erum ekki ein Huginn Freyr Þorsteinsson skrifar 31. október 2012 08:00 Í leiðara Fréttablaðsins sl. föstudag svarar Þórður Snær Júlíusson grein minni Fjármálakerfi á eigin fótum. Þar lýsir Þórður þeim áhyggjum að sú leið, sem ég legg þar til, að festa forgang innstæðueiganda í lög sé leið til einangrunar Íslands frá hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Í leiðaranum segir m.a.: „Hvort sem fólki líkar það betur eða verr þá er Ísland hluti af hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Ef Ísland ákveður, eitt landa, að forgangstryggja innstæður mun það einfaldlega leiða til þess að lánakjör íslenskra fjármálastofnana á erlendu lánsfjármagni verður dýrara." Þórður spáir því að verði fjármálakerfið á Íslandi eitt látið standa á eigin fótum með þeim hætti, sem ég legg til, sé hætta á að við dæmum okkur sjálf til skógargöngu með tilheyrandi fórnarkostnaði fyrir íslenskt efnahagslíf. Einhver kann að yppa öxlum yfir þessum áhyggjum og segja að það sé fremur ágætt að vera utan þessa kerfis hvort sem er – betra sé að forðast leiðina til glötunar þó það kosti að vera einn. Það var þó ekki ásetningur minn enda snerist hugleiðing mín um að benda á þá staðreynd að alls staðar í Evrópu er umræða um framtíðarskipan fjármálakerfisins. Að hluta til hefur sú umræða snúist um fullkomna uppskrift að því hvernig hægt er að aðskilja viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingabankastarfsemi m.a. í viðamiklum skýrslum sem kenndar eru við Vickers og svo Liikanen. Var þetta m.a. umfjöllunarefni í leiðara ritstjóra Fréttablaðsins á dögunum. Með grein minni vildi ég benda á að það kunni að vera til önnur lausn en aðskilnaður. Hún sé að tryggja forgang innstæðueiganda sem tryggi svipuð markmið án karps um hvers konar aðskilnaður á að eiga sér stað. Til viðbótar hefur hún þann kost umfram aðskilnaðarleiðina að takmarka betur áhættusækni og taka af allan vafa um að engin ríkisábyrgð sé á innstæðum. Þar sem stjórnmálamenn Evrópu hafa ekki fundið lendingu í framtíðarskipan fjármálakerfisins á þessi hugmynd alveg eins við þar og hér á landi. Raunar hefur Steingrímur J. Sigfússon þegar komið henni á framfæri á þeim vettvangi með grein í Financial Times eins og Þórður bendir á. Það er nauðsynlegt að sem flestar hugmyndir komi fram um framtíðarskipan fjármálakerfisins. Í Evrópu bendir margt til þess að bankarnir ætli að sitja ástandið af sér í þægilegu skjóli ríkisábyrgðar og að eina breytingin sem verði á kerfinu sé að hækka þær upphæðir sem innstæðueigendur geta fengið úr tryggingarsjóðum við fall banka. Sú niðurstaða er hins vegar óásættanleg enda viðheldur hún kerfi sem hefur blásið út á ábyrgð skattgreiðanda en ekki bankanna sjálfra. Verði það endanleg niðurstaða þyrftu, að mínu mati, öll ríki Evrópu að bókfæra innstæður í ríkisbókhald sitt sem mögulega skuldbindingu enda standa tryggingarsjóðir ekki undir falli banka. Slíkt myndu ríki Evrópu ekki þola og því myndi blekkingarleikur tryggingarkerfanna halda áfram. Alls kyns herðingar á eftirliti breyta engu þar um því kerfið þarf að stokka upp frá grunni. Að lokum má spyrja: Ef Evrópa fer þá leið að viðhalda óbreyttu ástandi og að fjármálakerfið hafi áfram „dulda" ríkisábyrgð ætti Ísland að taka þátt í því til þess að vera samkeppnishæft á sviði fjármálastarfsemi? Mitt svar er nei enda eru, eins og Þórður segir með svo skýrum hætti í grein sinni, „líkast til allir sammála um að það verði að finna leiðir til að afnema ríkisábyrgð á bankakerfinu" þannig að fjármálakerfi standi á eigin fótum. Hef ég áhyggjur af því að slík afstaða dæmi Ísland til einangrunar í hinu alþjóðlega samfélagi? Nei, vegna þess að við erum ekki ein um að glíma við þennan vanda heldur ógnar stefnuleysi í þessum efnum lífskjörum heillar heimsálfu. Og það sem veldur óróleika er hversu skammt á veg stjórnmálamenn álfunnar og aðrir eru í að þróa vitræna leið fyrir fjármálakerfi framtíðarinnar til að standa á eigin fótum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins sl. föstudag svarar Þórður Snær Júlíusson grein minni Fjármálakerfi á eigin fótum. Þar lýsir Þórður þeim áhyggjum að sú leið, sem ég legg þar til, að festa forgang innstæðueiganda í lög sé leið til einangrunar Íslands frá hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Í leiðaranum segir m.a.: „Hvort sem fólki líkar það betur eða verr þá er Ísland hluti af hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Ef Ísland ákveður, eitt landa, að forgangstryggja innstæður mun það einfaldlega leiða til þess að lánakjör íslenskra fjármálastofnana á erlendu lánsfjármagni verður dýrara." Þórður spáir því að verði fjármálakerfið á Íslandi eitt látið standa á eigin fótum með þeim hætti, sem ég legg til, sé hætta á að við dæmum okkur sjálf til skógargöngu með tilheyrandi fórnarkostnaði fyrir íslenskt efnahagslíf. Einhver kann að yppa öxlum yfir þessum áhyggjum og segja að það sé fremur ágætt að vera utan þessa kerfis hvort sem er – betra sé að forðast leiðina til glötunar þó það kosti að vera einn. Það var þó ekki ásetningur minn enda snerist hugleiðing mín um að benda á þá staðreynd að alls staðar í Evrópu er umræða um framtíðarskipan fjármálakerfisins. Að hluta til hefur sú umræða snúist um fullkomna uppskrift að því hvernig hægt er að aðskilja viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingabankastarfsemi m.a. í viðamiklum skýrslum sem kenndar eru við Vickers og svo Liikanen. Var þetta m.a. umfjöllunarefni í leiðara ritstjóra Fréttablaðsins á dögunum. Með grein minni vildi ég benda á að það kunni að vera til önnur lausn en aðskilnaður. Hún sé að tryggja forgang innstæðueiganda sem tryggi svipuð markmið án karps um hvers konar aðskilnaður á að eiga sér stað. Til viðbótar hefur hún þann kost umfram aðskilnaðarleiðina að takmarka betur áhættusækni og taka af allan vafa um að engin ríkisábyrgð sé á innstæðum. Þar sem stjórnmálamenn Evrópu hafa ekki fundið lendingu í framtíðarskipan fjármálakerfisins á þessi hugmynd alveg eins við þar og hér á landi. Raunar hefur Steingrímur J. Sigfússon þegar komið henni á framfæri á þeim vettvangi með grein í Financial Times eins og Þórður bendir á. Það er nauðsynlegt að sem flestar hugmyndir komi fram um framtíðarskipan fjármálakerfisins. Í Evrópu bendir margt til þess að bankarnir ætli að sitja ástandið af sér í þægilegu skjóli ríkisábyrgðar og að eina breytingin sem verði á kerfinu sé að hækka þær upphæðir sem innstæðueigendur geta fengið úr tryggingarsjóðum við fall banka. Sú niðurstaða er hins vegar óásættanleg enda viðheldur hún kerfi sem hefur blásið út á ábyrgð skattgreiðanda en ekki bankanna sjálfra. Verði það endanleg niðurstaða þyrftu, að mínu mati, öll ríki Evrópu að bókfæra innstæður í ríkisbókhald sitt sem mögulega skuldbindingu enda standa tryggingarsjóðir ekki undir falli banka. Slíkt myndu ríki Evrópu ekki þola og því myndi blekkingarleikur tryggingarkerfanna halda áfram. Alls kyns herðingar á eftirliti breyta engu þar um því kerfið þarf að stokka upp frá grunni. Að lokum má spyrja: Ef Evrópa fer þá leið að viðhalda óbreyttu ástandi og að fjármálakerfið hafi áfram „dulda" ríkisábyrgð ætti Ísland að taka þátt í því til þess að vera samkeppnishæft á sviði fjármálastarfsemi? Mitt svar er nei enda eru, eins og Þórður segir með svo skýrum hætti í grein sinni, „líkast til allir sammála um að það verði að finna leiðir til að afnema ríkisábyrgð á bankakerfinu" þannig að fjármálakerfi standi á eigin fótum. Hef ég áhyggjur af því að slík afstaða dæmi Ísland til einangrunar í hinu alþjóðlega samfélagi? Nei, vegna þess að við erum ekki ein um að glíma við þennan vanda heldur ógnar stefnuleysi í þessum efnum lífskjörum heillar heimsálfu. Og það sem veldur óróleika er hversu skammt á veg stjórnmálamenn álfunnar og aðrir eru í að þróa vitræna leið fyrir fjármálakerfi framtíðarinnar til að standa á eigin fótum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun