Fær barnið þitt hollan og góðan skólamat? Bryndís Jónsdóttir og Rósa Steingrímsdóttir skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Á fundi skóla- og frístundaráðs miðvikudaginn 24. október síðastliðinn var kynnt skýrsla starfshóps sem skoðaði meðal annars rekstur mötuneyta í grunnskólum og leikskólum Reykjavíkurborgar. Margt er gott í þessari skýrslu. Til dæmis má nefna nokkuð nákvæma greiningu á matarkostnaði og samanburð á ýmsum valkostum í rekstri mötuneyta. Auk þess var útbúinn þjónustustaðall þar sem meðal annars kemur fram hvernig ber að fara eftir ráðleggingum Landlæknisembættis um máltíðir í skólum og leikskólum. Fjármagnið dugar ekki fyrir rétt samsettum skólamáltíðumNokkrar áhugaverðar upplýsingar koma fram í skýrslunni sem ástæða er til að skoða nánar. Í skýrslu starfshópsins er tekinn saman matseðill sem uppfyllir manneldismarkmið og hráefniskostnaður reiknaður út frá honum. Kostnaður við máltíð á hvert barn á dag er þar áætlaður á verðbilinu 315–388 krónur. Hins vegar gerði fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2012, ráð fyrir mun lægri upphæð eða kr. 221 á dag fyrir grunnskólabarn og kr. 274 á dag fyrir leikskólabarn. Í leikskólum þarf upphæðin að duga fyrir þremur máltíðum á dag auk ávaxtastundar en einni máltíð í grunnskólum. Það er verulegt áhyggjuefni hve miklu munar á úthlutuðu fjármagni til matarkaupa og útreiknuðum hráefniskostnaði samkvæmt viðmiðunarmatseðli sem uppfyllir ráðleggingar Landlæknisembættis. Sé tekið tillit til að ekki hefur verið veitt sérstaklega fjármagn til hráefniskaupa fyrir leikskólastarfsfólk, sem matast með börnunum og að mögulega á eftir að verðbæta áætlaðan kostnað frá þeim tölum sem fram koma í skýrslunni, þá vantar jafnvel enn meira upp á að fjárhagsúthlutun dugi fyrir rétt samsettum matseðli á báðum skólastigum. Lögin tryggja réttindi barnaÍ grunnskólalögum er kveðið á um að matur í skólum skuli vera í samræmi við manneldismarkmið. Landlæknisembættið, fyrrum Lýðheilsustöð, hefur tekið saman ráðleggingar um mataræði með það að markmiði að koma í veg fyrir skort á næringarefnum, stuðla að jafnvægi á milli næringarefna, heilbrigðri líkamsþyngd og heilsusamlegu líferni. Úrræði skólanna eru takmörkuð Þessi munur á kostnaði vegna rétt samsettra máltíða og raunverulegu framlagi til hráefniskaupa býður upp á vangaveltur um það hvort börn séu annaðhvort ekki að fá nóg að borða eða verið sé að bjóða þeim í of miklum mæli upp á máltíðir sem innihalda til dæmis ódýr kolvetni (pasta, spaghettí og hrísgrjón), fisk- og kjötbollur sem innihalda að mestu mjöl, innmat og svo framvegis á kostnað dýrari valkosta á borð við kjöt, fisk, grænmeti og ávexti. Sé það ekki raunin, er þá það sem upp á vantar tekið af öðrum rekstrarliðum? Er þá verið að rýra þjónustu við börn á öðrum sviðum? Eða fara skólar fram úr fjárhagsáætlun til að fjármagna matarinnkaup? Ljóst er að þetta reikningsdæmi gengur að minnsta kosti ekki upp. Tryggja þarf fé fyrir rétt samsettum skólamáltíðumÍ ljósi þess að flest leikskólabörn og yngstu grunnskólabörnin eru a.m.k. 8 tíma á dag í skólanum, þá þurfa þau að fá 70% af orku- og næringarefnaþörf líkamans í gegnum máltíðir sem skólinn veitir samkvæmt ráðleggingum Landlæknisembættisins. Sömu ráðleggingar kveða á um að skólamáltíð í grunnskóla ásamt morgunbita á nestistíma ætti að veita um þriðjung orku- og næringarefnaþarfar barna og unglinga. Það er sérstaklega mikilvægt að skólum og leikskólum sé tryggt nægt fjármagn til þess að geta boðið upp á heilsusamlegar og rétt samsettar máltíðir sem uppfylla næringarþarfir barna og unglinga. Við hvetjum Reykjavíkurborg til að tryggja næga fjármuni til hráefniskaupa og foreldra til að fylgjast með hvort þeirra leik- eða grunnskóli hafi nægt fjármagn til að bjóða upp á rétt samsettar máltíðir. Umrædda skýrslu má finna á heimasíðum samtaka leik- og grunnskólaforeldra, www.bornin okkar.is og www.samfok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Sjá meira
Á fundi skóla- og frístundaráðs miðvikudaginn 24. október síðastliðinn var kynnt skýrsla starfshóps sem skoðaði meðal annars rekstur mötuneyta í grunnskólum og leikskólum Reykjavíkurborgar. Margt er gott í þessari skýrslu. Til dæmis má nefna nokkuð nákvæma greiningu á matarkostnaði og samanburð á ýmsum valkostum í rekstri mötuneyta. Auk þess var útbúinn þjónustustaðall þar sem meðal annars kemur fram hvernig ber að fara eftir ráðleggingum Landlæknisembættis um máltíðir í skólum og leikskólum. Fjármagnið dugar ekki fyrir rétt samsettum skólamáltíðumNokkrar áhugaverðar upplýsingar koma fram í skýrslunni sem ástæða er til að skoða nánar. Í skýrslu starfshópsins er tekinn saman matseðill sem uppfyllir manneldismarkmið og hráefniskostnaður reiknaður út frá honum. Kostnaður við máltíð á hvert barn á dag er þar áætlaður á verðbilinu 315–388 krónur. Hins vegar gerði fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2012, ráð fyrir mun lægri upphæð eða kr. 221 á dag fyrir grunnskólabarn og kr. 274 á dag fyrir leikskólabarn. Í leikskólum þarf upphæðin að duga fyrir þremur máltíðum á dag auk ávaxtastundar en einni máltíð í grunnskólum. Það er verulegt áhyggjuefni hve miklu munar á úthlutuðu fjármagni til matarkaupa og útreiknuðum hráefniskostnaði samkvæmt viðmiðunarmatseðli sem uppfyllir ráðleggingar Landlæknisembættis. Sé tekið tillit til að ekki hefur verið veitt sérstaklega fjármagn til hráefniskaupa fyrir leikskólastarfsfólk, sem matast með börnunum og að mögulega á eftir að verðbæta áætlaðan kostnað frá þeim tölum sem fram koma í skýrslunni, þá vantar jafnvel enn meira upp á að fjárhagsúthlutun dugi fyrir rétt samsettum matseðli á báðum skólastigum. Lögin tryggja réttindi barnaÍ grunnskólalögum er kveðið á um að matur í skólum skuli vera í samræmi við manneldismarkmið. Landlæknisembættið, fyrrum Lýðheilsustöð, hefur tekið saman ráðleggingar um mataræði með það að markmiði að koma í veg fyrir skort á næringarefnum, stuðla að jafnvægi á milli næringarefna, heilbrigðri líkamsþyngd og heilsusamlegu líferni. Úrræði skólanna eru takmörkuð Þessi munur á kostnaði vegna rétt samsettra máltíða og raunverulegu framlagi til hráefniskaupa býður upp á vangaveltur um það hvort börn séu annaðhvort ekki að fá nóg að borða eða verið sé að bjóða þeim í of miklum mæli upp á máltíðir sem innihalda til dæmis ódýr kolvetni (pasta, spaghettí og hrísgrjón), fisk- og kjötbollur sem innihalda að mestu mjöl, innmat og svo framvegis á kostnað dýrari valkosta á borð við kjöt, fisk, grænmeti og ávexti. Sé það ekki raunin, er þá það sem upp á vantar tekið af öðrum rekstrarliðum? Er þá verið að rýra þjónustu við börn á öðrum sviðum? Eða fara skólar fram úr fjárhagsáætlun til að fjármagna matarinnkaup? Ljóst er að þetta reikningsdæmi gengur að minnsta kosti ekki upp. Tryggja þarf fé fyrir rétt samsettum skólamáltíðumÍ ljósi þess að flest leikskólabörn og yngstu grunnskólabörnin eru a.m.k. 8 tíma á dag í skólanum, þá þurfa þau að fá 70% af orku- og næringarefnaþörf líkamans í gegnum máltíðir sem skólinn veitir samkvæmt ráðleggingum Landlæknisembættisins. Sömu ráðleggingar kveða á um að skólamáltíð í grunnskóla ásamt morgunbita á nestistíma ætti að veita um þriðjung orku- og næringarefnaþarfar barna og unglinga. Það er sérstaklega mikilvægt að skólum og leikskólum sé tryggt nægt fjármagn til þess að geta boðið upp á heilsusamlegar og rétt samsettar máltíðir sem uppfylla næringarþarfir barna og unglinga. Við hvetjum Reykjavíkurborg til að tryggja næga fjármuni til hráefniskaupa og foreldra til að fylgjast með hvort þeirra leik- eða grunnskóli hafi nægt fjármagn til að bjóða upp á rétt samsettar máltíðir. Umrædda skýrslu má finna á heimasíðum samtaka leik- og grunnskólaforeldra, www.bornin okkar.is og www.samfok.is.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun