Hungurlúsin Guðjón Ragnar Jónasson skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Á dögunum gerði Félag framhaldsskólakennara samning við ríkisvaldið sem byggir á kjarasamningi frá árinu 2011. Í honum var ákvæði um endurskoðun á starfskjörum framhaldsskólakennara haustið 2012 til að bregðast við óheppilegri launaþróun. Í febrúar 2006, þegar hið svokallaða tíu punkta samkomulag um sókn í skólamálum var undirritað, voru meðaldagvinnulaun félaga í BHM þau sömu og framhaldsskólakennara. Um mitt ár 2006 voru meðallaun þeirra um 280.000 kr. en félagsmenn BHM höfðu skriðið yfir 300.000 króna múrinn. Í dag eru meðaldagvinnulaun framhaldsskólakennara 379.197 kr. en meðallaun félaga BHM um 438.856 kr. á mánuði. Munurinn jókst þegar hjúkrunarfræðingar yfirgáfu BHM árið 2009; sú stétt á það sammerkt með kennurum að bera lítið úr býtum. Hjúkrunarfræðingar hafa þó verið óþreytandi við að klifa á bágum kjörum sínum á meðan þögnin er aðalsmerki málsvara íslenskra kennara. Markmið nýja samningsins er að sporna við óæskilegri launaþróun og hafa til hliðsjónar aðrar stéttir háskólamanna. Í staðinn tækju kennarar þátt í innleiðingu nýrra framhaldsskólalaga. Skoða á vinnutímann en framhaldsskólakennarar hafa búið við traust og unnið fjarri stimpilklukku og án ægivalds skólastjórnenda, ólíkt grunnskólakennurum sem lúta síauknu forræði skólastjóra og víða glymur þeim klukkan. Fyrir þetta hækki útborgunin um rúmar 4.000 kr. og svo aftur fyrir jólin 2013 um 2.000 krónur. Kennarar sem vinna við námskrárgerð geta eygt von um nokkrar krónur en menntamálaráðuneytið úthlutar sérstöku fé til skólameistara. Mér er til efs að peningar skili sér til kennara. Fyrirætlanir kjarasamningsins frá 2011 um viðbrögð við óæskilegri launaþróun hafa ekki gengið eftir. Sett voru ný og rándýr framhaldsskólalög sem verða ekki að veruleika án atbeina kennara. Það er óábyrgt af kennurum að samþykkja að hefja formlega innleiðingu laganna án nægjanlegs fjármagns. Kennarar verða að vera staðfastir, hafna samningstilboðinu og láta ekki glepjast af hræðsluáróðri. Ríkið verður að bæta kjör kennara svo að þau verði áþekk því sem þau voru eftir verkfallið 2001 en þá stóðu kennarar saman og uppskáru kjarabætur. Stjórnvöld munu ræða við kennara enda okkar ágæti menntamálaráðherra þekktur fyrir samræðustjórnmál. Breytingaferli framhaldsskólans hefur rýrt kjör kennara. Nýi samningurinn færir kennurum einungis dúsu í munn, ekki bita sem tönn á festir. Við þurfum að eiga til stolt og hugrekki og neita að glefsa í agn sem er ekkert nema hungurlús. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum gerði Félag framhaldsskólakennara samning við ríkisvaldið sem byggir á kjarasamningi frá árinu 2011. Í honum var ákvæði um endurskoðun á starfskjörum framhaldsskólakennara haustið 2012 til að bregðast við óheppilegri launaþróun. Í febrúar 2006, þegar hið svokallaða tíu punkta samkomulag um sókn í skólamálum var undirritað, voru meðaldagvinnulaun félaga í BHM þau sömu og framhaldsskólakennara. Um mitt ár 2006 voru meðallaun þeirra um 280.000 kr. en félagsmenn BHM höfðu skriðið yfir 300.000 króna múrinn. Í dag eru meðaldagvinnulaun framhaldsskólakennara 379.197 kr. en meðallaun félaga BHM um 438.856 kr. á mánuði. Munurinn jókst þegar hjúkrunarfræðingar yfirgáfu BHM árið 2009; sú stétt á það sammerkt með kennurum að bera lítið úr býtum. Hjúkrunarfræðingar hafa þó verið óþreytandi við að klifa á bágum kjörum sínum á meðan þögnin er aðalsmerki málsvara íslenskra kennara. Markmið nýja samningsins er að sporna við óæskilegri launaþróun og hafa til hliðsjónar aðrar stéttir háskólamanna. Í staðinn tækju kennarar þátt í innleiðingu nýrra framhaldsskólalaga. Skoða á vinnutímann en framhaldsskólakennarar hafa búið við traust og unnið fjarri stimpilklukku og án ægivalds skólastjórnenda, ólíkt grunnskólakennurum sem lúta síauknu forræði skólastjóra og víða glymur þeim klukkan. Fyrir þetta hækki útborgunin um rúmar 4.000 kr. og svo aftur fyrir jólin 2013 um 2.000 krónur. Kennarar sem vinna við námskrárgerð geta eygt von um nokkrar krónur en menntamálaráðuneytið úthlutar sérstöku fé til skólameistara. Mér er til efs að peningar skili sér til kennara. Fyrirætlanir kjarasamningsins frá 2011 um viðbrögð við óæskilegri launaþróun hafa ekki gengið eftir. Sett voru ný og rándýr framhaldsskólalög sem verða ekki að veruleika án atbeina kennara. Það er óábyrgt af kennurum að samþykkja að hefja formlega innleiðingu laganna án nægjanlegs fjármagns. Kennarar verða að vera staðfastir, hafna samningstilboðinu og láta ekki glepjast af hræðsluáróðri. Ríkið verður að bæta kjör kennara svo að þau verði áþekk því sem þau voru eftir verkfallið 2001 en þá stóðu kennarar saman og uppskáru kjarabætur. Stjórnvöld munu ræða við kennara enda okkar ágæti menntamálaráðherra þekktur fyrir samræðustjórnmál. Breytingaferli framhaldsskólans hefur rýrt kjör kennara. Nýi samningurinn færir kennurum einungis dúsu í munn, ekki bita sem tönn á festir. Við þurfum að eiga til stolt og hugrekki og neita að glefsa í agn sem er ekkert nema hungurlús.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun