Hungurlúsin Guðjón Ragnar Jónasson skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Á dögunum gerði Félag framhaldsskólakennara samning við ríkisvaldið sem byggir á kjarasamningi frá árinu 2011. Í honum var ákvæði um endurskoðun á starfskjörum framhaldsskólakennara haustið 2012 til að bregðast við óheppilegri launaþróun. Í febrúar 2006, þegar hið svokallaða tíu punkta samkomulag um sókn í skólamálum var undirritað, voru meðaldagvinnulaun félaga í BHM þau sömu og framhaldsskólakennara. Um mitt ár 2006 voru meðallaun þeirra um 280.000 kr. en félagsmenn BHM höfðu skriðið yfir 300.000 króna múrinn. Í dag eru meðaldagvinnulaun framhaldsskólakennara 379.197 kr. en meðallaun félaga BHM um 438.856 kr. á mánuði. Munurinn jókst þegar hjúkrunarfræðingar yfirgáfu BHM árið 2009; sú stétt á það sammerkt með kennurum að bera lítið úr býtum. Hjúkrunarfræðingar hafa þó verið óþreytandi við að klifa á bágum kjörum sínum á meðan þögnin er aðalsmerki málsvara íslenskra kennara. Markmið nýja samningsins er að sporna við óæskilegri launaþróun og hafa til hliðsjónar aðrar stéttir háskólamanna. Í staðinn tækju kennarar þátt í innleiðingu nýrra framhaldsskólalaga. Skoða á vinnutímann en framhaldsskólakennarar hafa búið við traust og unnið fjarri stimpilklukku og án ægivalds skólastjórnenda, ólíkt grunnskólakennurum sem lúta síauknu forræði skólastjóra og víða glymur þeim klukkan. Fyrir þetta hækki útborgunin um rúmar 4.000 kr. og svo aftur fyrir jólin 2013 um 2.000 krónur. Kennarar sem vinna við námskrárgerð geta eygt von um nokkrar krónur en menntamálaráðuneytið úthlutar sérstöku fé til skólameistara. Mér er til efs að peningar skili sér til kennara. Fyrirætlanir kjarasamningsins frá 2011 um viðbrögð við óæskilegri launaþróun hafa ekki gengið eftir. Sett voru ný og rándýr framhaldsskólalög sem verða ekki að veruleika án atbeina kennara. Það er óábyrgt af kennurum að samþykkja að hefja formlega innleiðingu laganna án nægjanlegs fjármagns. Kennarar verða að vera staðfastir, hafna samningstilboðinu og láta ekki glepjast af hræðsluáróðri. Ríkið verður að bæta kjör kennara svo að þau verði áþekk því sem þau voru eftir verkfallið 2001 en þá stóðu kennarar saman og uppskáru kjarabætur. Stjórnvöld munu ræða við kennara enda okkar ágæti menntamálaráðherra þekktur fyrir samræðustjórnmál. Breytingaferli framhaldsskólans hefur rýrt kjör kennara. Nýi samningurinn færir kennurum einungis dúsu í munn, ekki bita sem tönn á festir. Við þurfum að eiga til stolt og hugrekki og neita að glefsa í agn sem er ekkert nema hungurlús. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum gerði Félag framhaldsskólakennara samning við ríkisvaldið sem byggir á kjarasamningi frá árinu 2011. Í honum var ákvæði um endurskoðun á starfskjörum framhaldsskólakennara haustið 2012 til að bregðast við óheppilegri launaþróun. Í febrúar 2006, þegar hið svokallaða tíu punkta samkomulag um sókn í skólamálum var undirritað, voru meðaldagvinnulaun félaga í BHM þau sömu og framhaldsskólakennara. Um mitt ár 2006 voru meðallaun þeirra um 280.000 kr. en félagsmenn BHM höfðu skriðið yfir 300.000 króna múrinn. Í dag eru meðaldagvinnulaun framhaldsskólakennara 379.197 kr. en meðallaun félaga BHM um 438.856 kr. á mánuði. Munurinn jókst þegar hjúkrunarfræðingar yfirgáfu BHM árið 2009; sú stétt á það sammerkt með kennurum að bera lítið úr býtum. Hjúkrunarfræðingar hafa þó verið óþreytandi við að klifa á bágum kjörum sínum á meðan þögnin er aðalsmerki málsvara íslenskra kennara. Markmið nýja samningsins er að sporna við óæskilegri launaþróun og hafa til hliðsjónar aðrar stéttir háskólamanna. Í staðinn tækju kennarar þátt í innleiðingu nýrra framhaldsskólalaga. Skoða á vinnutímann en framhaldsskólakennarar hafa búið við traust og unnið fjarri stimpilklukku og án ægivalds skólastjórnenda, ólíkt grunnskólakennurum sem lúta síauknu forræði skólastjóra og víða glymur þeim klukkan. Fyrir þetta hækki útborgunin um rúmar 4.000 kr. og svo aftur fyrir jólin 2013 um 2.000 krónur. Kennarar sem vinna við námskrárgerð geta eygt von um nokkrar krónur en menntamálaráðuneytið úthlutar sérstöku fé til skólameistara. Mér er til efs að peningar skili sér til kennara. Fyrirætlanir kjarasamningsins frá 2011 um viðbrögð við óæskilegri launaþróun hafa ekki gengið eftir. Sett voru ný og rándýr framhaldsskólalög sem verða ekki að veruleika án atbeina kennara. Það er óábyrgt af kennurum að samþykkja að hefja formlega innleiðingu laganna án nægjanlegs fjármagns. Kennarar verða að vera staðfastir, hafna samningstilboðinu og láta ekki glepjast af hræðsluáróðri. Ríkið verður að bæta kjör kennara svo að þau verði áþekk því sem þau voru eftir verkfallið 2001 en þá stóðu kennarar saman og uppskáru kjarabætur. Stjórnvöld munu ræða við kennara enda okkar ágæti menntamálaráðherra þekktur fyrir samræðustjórnmál. Breytingaferli framhaldsskólans hefur rýrt kjör kennara. Nýi samningurinn færir kennurum einungis dúsu í munn, ekki bita sem tönn á festir. Við þurfum að eiga til stolt og hugrekki og neita að glefsa í agn sem er ekkert nema hungurlús.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun