Öryggi farþega í Strætó Ragnar Jörundsson skrifar 2. nóvember 2012 08:00 Strætó bs. hefur á undanförnum árum unnið af miklum metnaði að bættu öryggi í umferðinni. Einn liður í þessari vinnu er sérstakt forvarnarsamstarf milli Strætó og VÍS sem staðið hefur yfir frá árinu 2008. Þetta samstarf hefur skilað verulega marktækum árangri, því umferðaróhöppum og -slysum hefur fækkað um 73% á þessum tíma. Núna standa einmitt yfir formlegir öryggisdagar Strætó og VÍS í þriðja skipti undir heitinu Öryggisdagar Strætó bs. og VÍS, þar sem meðal annars er lögð áhersla á aukið öryggi farþega í strætisvögnunum. En hvernig geta farþegar tryggt eigið öryggi þegar þeir ferðast með strætó? Helstu atriði sem gott er að farþegar hugi að: n að standa ekki alveg á ystu brún gangstéttar þegar þeir bíða eftir strætisvagni á biðstöð, sérstaklega eftir að fer að kólna og hætta er á að hálkublettir myndist. n að hafa fargjaldið tilbúið áður en komið er inn í vagninn. n að gefa sér tíma til að framvísa kortum og skiptimiðum þannig að vagnstjóri fái tækifæri til að lesa gildistímann. n að vera viðbúnir þegar vagninn tekur af stað. n að forðast troðning og færa sig aftarlega í vagninn á anna- og álagstímum. n að sýna tillitssemi og standa upp fyrir þeim sem augljóslega þurfa frekar sæti. n að gæta vel að yngri börnum, bæði á leið inn og út úr vagninum. n að vera ávallt viðbúnir þegar vagninn nemur staðar. Öll þessi atriði auka öryggi farþega og gera ferðirnar ánægjulegri og skilvirkari. Óhappa- og slysatíðni hjá Strætó bs. er hlutfallslega mjög lág miðað við almenn óhöpp og slys í umferðinni. Að ferðast með strætó er því öruggari og þægilegri leið til að fara til og frá vinnu eða skóla, eða bara skreppa í heimsóknir. Að auki er það miklu ódýrara og minna mengandi ferðamáti. Strætó bs. hefur stöðugt unnið að bættu aðgengi á biðstöðum. Undanfarið hefur verið gert verulegt átak í þeim efnum en þetta er þó nokkuð stórt verkefni og eftir er að lagfæra og endurbæta víða. Við vagnstjórar hjá Strætó bs. reynum að leggja okkar af mörkum til þess að auka öryggi farþega okkar. Það er hlutverk okkar að hafa farþega Strætó í fyrirrúmi og að þeir komist heilir og sáttir á áfangastað. Góða og örugga ferð með Strætó! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Sjá meira
Strætó bs. hefur á undanförnum árum unnið af miklum metnaði að bættu öryggi í umferðinni. Einn liður í þessari vinnu er sérstakt forvarnarsamstarf milli Strætó og VÍS sem staðið hefur yfir frá árinu 2008. Þetta samstarf hefur skilað verulega marktækum árangri, því umferðaróhöppum og -slysum hefur fækkað um 73% á þessum tíma. Núna standa einmitt yfir formlegir öryggisdagar Strætó og VÍS í þriðja skipti undir heitinu Öryggisdagar Strætó bs. og VÍS, þar sem meðal annars er lögð áhersla á aukið öryggi farþega í strætisvögnunum. En hvernig geta farþegar tryggt eigið öryggi þegar þeir ferðast með strætó? Helstu atriði sem gott er að farþegar hugi að: n að standa ekki alveg á ystu brún gangstéttar þegar þeir bíða eftir strætisvagni á biðstöð, sérstaklega eftir að fer að kólna og hætta er á að hálkublettir myndist. n að hafa fargjaldið tilbúið áður en komið er inn í vagninn. n að gefa sér tíma til að framvísa kortum og skiptimiðum þannig að vagnstjóri fái tækifæri til að lesa gildistímann. n að vera viðbúnir þegar vagninn tekur af stað. n að forðast troðning og færa sig aftarlega í vagninn á anna- og álagstímum. n að sýna tillitssemi og standa upp fyrir þeim sem augljóslega þurfa frekar sæti. n að gæta vel að yngri börnum, bæði á leið inn og út úr vagninum. n að vera ávallt viðbúnir þegar vagninn nemur staðar. Öll þessi atriði auka öryggi farþega og gera ferðirnar ánægjulegri og skilvirkari. Óhappa- og slysatíðni hjá Strætó bs. er hlutfallslega mjög lág miðað við almenn óhöpp og slys í umferðinni. Að ferðast með strætó er því öruggari og þægilegri leið til að fara til og frá vinnu eða skóla, eða bara skreppa í heimsóknir. Að auki er það miklu ódýrara og minna mengandi ferðamáti. Strætó bs. hefur stöðugt unnið að bættu aðgengi á biðstöðum. Undanfarið hefur verið gert verulegt átak í þeim efnum en þetta er þó nokkuð stórt verkefni og eftir er að lagfæra og endurbæta víða. Við vagnstjórar hjá Strætó bs. reynum að leggja okkar af mörkum til þess að auka öryggi farþega okkar. Það er hlutverk okkar að hafa farþega Strætó í fyrirrúmi og að þeir komist heilir og sáttir á áfangastað. Góða og örugga ferð með Strætó!
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun