Leiðin krókótta Hjálmtýr Heiðdal skrifar 2. nóvember 2012 08:00 Nú hefur enn einn sjálfstæðismaðurinn bæst í hóp þeirra sem sjá ný og óvænt tækifæri í atkvæðum þeirra Íslendinga sem ekki mæta á kjörstað. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður flokksins, skrifar í Fréttablaðið 27.10.12. um „svör minnihlutans og þögn meirihlutans" í nýafstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þögn meirihlutans" er hið nýja fagnaðarerindi og kemur í stað hefðbundinna úrslita í lýðræðislegum kosningum. Þorsteinn viðurkennir að nýja „leiðin er að sönnu krókóttari" „því að menn vita ekki hvað meirihlutinn vill". En menn eru tilbúnir til að leggja mikið á sig til að ná til nýrra stranda og þótt leiðin sé „að sönnu krókóttari" skal hún samt farin að mati Þorsteins! Þorsteinn varpar fram spurningu um „hvort skynsamlegt sé að líta svo á að meirihlutinn sé svo hugsunarlaus og skoðanalaus um þessi efni að ekki eigi að gera tilraun til að ná til hans". Það sem fyrst kemur upp í hugann er sú staðreynd að boðað var til kosninganna með öllum tiltækum ráðum og þær voru frjálsar öllum Íslendingum með atkvæðisrétt. „Tilraun" sú sem Þorsteinn ræðir um hefur því þegar verið framkvæmd, þ.e. hér fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla. En „tilraunin" fór ekki að óskum Sjálfstæðisflokksins og því er hún ekki marktæk – þetta er raunverulega innihaldið þegar orðskrúði manna um annan tilgang sleppir. Þetta afhjúpast ágætlega í eftirfarandi hugmynd Þorsteins um að „Sjálfstæðisflokkurinn leggi fram heildstætt frumvarp að endurskoðaðri stjórnarskrá og geri kröfu um að þjóðin fái að velja á milli tveggja kosta samhliða næstu alþingiskosningum. Slíkri kröfu er ekki unnt að hafna málefnalega í ljósi þess að meirihluti kjósenda hefur ekki lýst viðhorfum sínum". Sem sagt, á meðan meirihluti kjósenda hefur ekki greitt atkvæði samkvæmt vilja Sjálfstæðisflokksins er ekki „unnt að hafna kröfu" hans um nýjar aðferðir til að sætta þjóðina við vilja hans. Þorsteinn telur að viðhorf sín geti helgast af málinu sem er til meðferðar, sjálfri stjórnarskrá lýðveldisins og mikilvægi sátta um slíkt stórmál. Vissulega er stjórnarskráin grundvallarmál sem þjóðin tekst á við og hefur ferlið verið í þeim anda. Boðað var til þjóðfundar með slembiúrtaki, stofnaður var hópur sérfræðinga og valinna leikmanna til að vinna úr niðurstöðum þjóðfundarins sem síðan lagði málið í hendur stjórnlagaráðs. Kosið var til stjórnlagaþings með opinni kosningu sem allir atkvæðisbærir gátu tekið þátt í. (Millileikur Hæstaréttar er á skjön við reglur réttarríkisins og verður ekki ræddur hér). Stjórnlagaráð starfaði fyrir opnum tjöldum og var í sambandi við þúsundir manna sem lögðu orð í belg. Og stuttu fyrir atkvæðagreiðsluna var gefinn út vandaður bæklingur sem útskýrði málið lið fyrir lið. Tvær skoðanakannanir voru framkvæmdar fyrir kosningar og sýndi sú sem hefur verið birt (MMR) nánast sömu niðurstöðu og kosningin sjálf. Af óútskýrðum ástæðum hefur Capacent ekki viljað birta niðurstöðu skoðanakönnunarinnar sem þeir gerðu. Vandaður undirbúningur, opið ferli og skoðanakannanir eru andstæða „krókóttu leiðarinnar" sem Þorsteini líst svo vel á. Viðhorf Þorsteins Pálssonar mótast af mislukkaðri aðför sjálfstæðismanna og fleiri að ríkisstjórninni sem kom þessu ferli af stað með stuðningi meirihluta Alþingis. Niðurstaða Þorsteins er sú „að hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan ríður feitum hesti frá þessari atkvæðagreiðslu". Hann er fastur í flokkshagsmunum og átökum við stjórnarflokkana. Hann víkur ekki einu einasta orði í greininni að efnisatriðum í stjórnarskrártillögunum, ekkert skrifar hann um það hvaða vandamál hann sér í þeim. Hann einblínir á tæknileg atriði vegna þess að þar sér hann tækifæri til þess að flokkurinn stjórni för eins og þeir hafa vanist. Framferði þeirra er aðför að lýðræðinu en ekki tilraun til að skapa okkur betri framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Göngum í takt Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Nú hefur enn einn sjálfstæðismaðurinn bæst í hóp þeirra sem sjá ný og óvænt tækifæri í atkvæðum þeirra Íslendinga sem ekki mæta á kjörstað. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður flokksins, skrifar í Fréttablaðið 27.10.12. um „svör minnihlutans og þögn meirihlutans" í nýafstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þögn meirihlutans" er hið nýja fagnaðarerindi og kemur í stað hefðbundinna úrslita í lýðræðislegum kosningum. Þorsteinn viðurkennir að nýja „leiðin er að sönnu krókóttari" „því að menn vita ekki hvað meirihlutinn vill". En menn eru tilbúnir til að leggja mikið á sig til að ná til nýrra stranda og þótt leiðin sé „að sönnu krókóttari" skal hún samt farin að mati Þorsteins! Þorsteinn varpar fram spurningu um „hvort skynsamlegt sé að líta svo á að meirihlutinn sé svo hugsunarlaus og skoðanalaus um þessi efni að ekki eigi að gera tilraun til að ná til hans". Það sem fyrst kemur upp í hugann er sú staðreynd að boðað var til kosninganna með öllum tiltækum ráðum og þær voru frjálsar öllum Íslendingum með atkvæðisrétt. „Tilraun" sú sem Þorsteinn ræðir um hefur því þegar verið framkvæmd, þ.e. hér fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla. En „tilraunin" fór ekki að óskum Sjálfstæðisflokksins og því er hún ekki marktæk – þetta er raunverulega innihaldið þegar orðskrúði manna um annan tilgang sleppir. Þetta afhjúpast ágætlega í eftirfarandi hugmynd Þorsteins um að „Sjálfstæðisflokkurinn leggi fram heildstætt frumvarp að endurskoðaðri stjórnarskrá og geri kröfu um að þjóðin fái að velja á milli tveggja kosta samhliða næstu alþingiskosningum. Slíkri kröfu er ekki unnt að hafna málefnalega í ljósi þess að meirihluti kjósenda hefur ekki lýst viðhorfum sínum". Sem sagt, á meðan meirihluti kjósenda hefur ekki greitt atkvæði samkvæmt vilja Sjálfstæðisflokksins er ekki „unnt að hafna kröfu" hans um nýjar aðferðir til að sætta þjóðina við vilja hans. Þorsteinn telur að viðhorf sín geti helgast af málinu sem er til meðferðar, sjálfri stjórnarskrá lýðveldisins og mikilvægi sátta um slíkt stórmál. Vissulega er stjórnarskráin grundvallarmál sem þjóðin tekst á við og hefur ferlið verið í þeim anda. Boðað var til þjóðfundar með slembiúrtaki, stofnaður var hópur sérfræðinga og valinna leikmanna til að vinna úr niðurstöðum þjóðfundarins sem síðan lagði málið í hendur stjórnlagaráðs. Kosið var til stjórnlagaþings með opinni kosningu sem allir atkvæðisbærir gátu tekið þátt í. (Millileikur Hæstaréttar er á skjön við reglur réttarríkisins og verður ekki ræddur hér). Stjórnlagaráð starfaði fyrir opnum tjöldum og var í sambandi við þúsundir manna sem lögðu orð í belg. Og stuttu fyrir atkvæðagreiðsluna var gefinn út vandaður bæklingur sem útskýrði málið lið fyrir lið. Tvær skoðanakannanir voru framkvæmdar fyrir kosningar og sýndi sú sem hefur verið birt (MMR) nánast sömu niðurstöðu og kosningin sjálf. Af óútskýrðum ástæðum hefur Capacent ekki viljað birta niðurstöðu skoðanakönnunarinnar sem þeir gerðu. Vandaður undirbúningur, opið ferli og skoðanakannanir eru andstæða „krókóttu leiðarinnar" sem Þorsteini líst svo vel á. Viðhorf Þorsteins Pálssonar mótast af mislukkaðri aðför sjálfstæðismanna og fleiri að ríkisstjórninni sem kom þessu ferli af stað með stuðningi meirihluta Alþingis. Niðurstaða Þorsteins er sú „að hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan ríður feitum hesti frá þessari atkvæðagreiðslu". Hann er fastur í flokkshagsmunum og átökum við stjórnarflokkana. Hann víkur ekki einu einasta orði í greininni að efnisatriðum í stjórnarskrártillögunum, ekkert skrifar hann um það hvaða vandamál hann sér í þeim. Hann einblínir á tæknileg atriði vegna þess að þar sér hann tækifæri til þess að flokkurinn stjórni för eins og þeir hafa vanist. Framferði þeirra er aðför að lýðræðinu en ekki tilraun til að skapa okkur betri framtíð.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun