
Að hafa styrk til að sækja fram, fjárfesta og skapa störf
Eiginfjárhlutfall íslenskra fyrirtækja er nú að meðaltali um 30%. Þetta má m.a. ráða af niðurstöðum könnunar Samkeppniseftirlitsins meðal 120 stærstu fyrirtækja landsins um efnahag í árslok 2011. Samantekt Hagstofunnar fyrir árið 2010 dregur upp svipaða mynd, en hún nær til allflestra fyrirtækja landsins. Íslensk fyrirtæki hafa löngum reitt sig um of á lánsfjármögnun en ef vel tekst til getur fjármögnun þeirra tekið stakkaskiptum. Hlutabréfamarkaður gegnir þar lykilhlutverki.
Nú yppa vafalítið einhverjir öxlum. Eiginfjárhlutfall í námunda við 30% hefur þótt sæmilegt hér á landi og auðvitað veltur æskileg eigin fjármögnun á efnum og aðstæðum. Sem meðaltal fyrir atvinnulífið í heild er þetta hlutfall þó afar lágt í alþjóðlegum samanburði. Skýtur það skökku við því sveiflukennt rekstrarumhverfi hérlendis krefst einstaklega traustrar eiginfjárstöðu.
Hversu mikið viðbótar eigið fé þarf íslenskt efnahagslíf til að ná framangreindum markmiðum? Sé tekið mið af hlutföllum í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við gæti fjárhæðin numið 300-600 milljörðum króna. Rekstrargrunnur okkar mikilvægustu fyrirtækja myndi styrkjast. Tiltölulega smá og millistór vaxtarfyrirtæki myndu þó e.t.v. hafa hlutfallslega mestan hag af traustari fjármögnun.
Hlutabréfamarkaður er mikilvæg uppspretta eigin fjár og aflvaki fjárfestingar. Mikið er því í húfi að endurreisn hlutabréfamarkaðar gangi vel fyrir sig. Það er vart orðum aukið að hún sé forsenda þess að breytingar í þá veru sem hér eru nefndar geti orðið að veruleika.
Framsýn stefnumörkun og ábyrg umgengni ráða úrslitumAfar brýnt er að ryðja úr vegi hindrunum sem gætu teflt framangreindri framtíðarsýn í tvísýnu og þar hefur löggjafinn mikið að segja. Vil ég nefna tvennt í þessu sambandi. Annars vegar er útfærsla auðlegðarskatts með þeim hætti að eigendur margra fyrirtækja sem ættu erindi á markað gefa þeim möguleika lítinn gaum. Ástæðan er sú að stofn til auðlegðarskatts miðast við skattalegt eigið fé ef um óskráð fyrirtæki er að ræða, en markaðsvirði ef fyrirtækið er skráð á hlutabréfamarkaði. Allmörg óskráð fyrirtæki hér á landi eru í þeirri stöðu að við skráningu á markað yrði markaðsvirði þeirra langtum hærra en skattalegt eigið fé. Á þetta bæði við um smá og stór fyrirtæki. Ástæða er til að hafa sérstakar áhyggjur af efnilegum vaxtarfyrirtækjum í þessu sambandi. Algengt er að markaðsvirði slíkra fyrirtækja sé margfalt skattalegt eigið fé. Eigendur þeirra standa því frammi fyrir því að að kalla yfir sig stóraukna skattheimtu við það eitt að skrá félag sitt á markað. Þetta eru einmitt þau fyrirtæki þar sem skráning gæti gagnast þjóðfélaginu mest til framtíðar í formi aukinnar fjárfestingar og atvinnusköpunar. Ætlun löggjafans hefur örugglega ekki verið að setja upp slíkan vegatálma fyrir okkar efnilegustu fyrirtæki.
Lítilsháttar rýmkun heimilda lífeyrissjóðanna til fjárfestinga á hliðarmarkaði Kauphallarinnar, First North, gæti einnig haft mikla þýðingu fyrir smá og miðlungsstór fyrirtæki. First North, fremur en Aðalmarkaður Kauphallarinnar, er eðlilegur kostur fyrir mörg þessara fyrirtækja. Með þessari breytingu gæti First North verið sá stökkpallur fyrir vaxtarfyrirtæki sem hann hefur reynst á Norðurlöndum.
Endurreisn hlutabréfamarkaðar mun að miklu leyti velta á því hvort tekst að endurvinna traust fjárfesta. Hver mistök eru dýr og brýnt að allir þátttakendur á markaði starfi af kostgæfni. Almennir fjárfestar verða að njóta ávinnings til jafns við aðra. Markaðsumhverfið verður að vera til þess fallið að laða að jafnt innlent sem erlent fjármagn. Þetta er ögrandi verkefni sem getur haft víðtæk og jákvæð áhrif á íslenskt atvinnulíf til framtíðar. Umgengni við þessa sameiginlegu auðlind og stefnumörkun þarf að einkennast af ábyrgð og framsýni. Von mín er að þetta verði leiðarljós allra sem að þessu verkefni koma.
Skoðun

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar