Auðjöfur kaupir hlut í Orku Energy Þórður Snær Júlíusson skrifar 7. nóvember 2012 16:00 Richard F. Chandler Richard Chandler Corporation (RCC) keypti í sumar 33 prósenta hlut í móðurfélagi íslenska orkufyrirtækisins Orka Energy Holding ehf. Samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskráar greiddi RCC tólf milljónir dala, um 1,5 milljarð króna fyrir hlutinn. RCC, sem er staðsett í Singapore, var stofnað af Richard F. Chandler, nýsjálenskum fjárfesti. Samkvæmt lista Forbes var Chandler, sem er 53 ára og ókvæntur, fjórði ríkasti maður Singapore í lok síðasta árs og 230. ríkasti maður í heimi. Tímaritið sagði auð hans nema um 4,6 milljörðum dala, um 586 milljörðum króna. Orka Energy var stofnað snemma á síðasta ári. Eigandi þess Orka Energy Pte. Ltd., félags með skráð heimilisfesti í Singapore. Það er í eigu Hauks Harðarsonar, sem er kjölfestufjárfestir í félaginu, og starfsmanna þess. Í ágúst 2011 keypti Orka Energy félagið Enex-Kína af fyrrverandi eigendum þess, Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Geysi Green Energy. Kaupverðið var um 1,6 milljarðar króna fyrir allt hlutaféð miðað við það verð sem OR fékk fyrir sinn tæplega fimmtungshlut. Það keypti einnig aðrar eignir sem höfðu verið inni í útrásararmi OR, REI. Um er að ræða Iceland America Energy og fjórðungshlut í Envent Holding ehf., sem á jarðhitafyrirtæki á Filippseyjum. Enex-Kína, sem nú heitir Orka Energy China ehf., á 49 prósenta hlut í kínversku félagi sem heitir Shaanxi Green Energy Geothermal Development (SGE). Það vinnur að þróun, og til framtíðar rekstri, jarðvarmaorkuvera í Kína. Hitt 51 prósentið í félaginu er í eigu kínverska orkufyrirtækisins Sinopec, sem er fimmta stærsta fyrirtæki í heimi. Það er að öllu leyti í eigu kínverska ríkisins. Hjá SGE starfa um 260 manns og fyrirtækið hitar sem stendur upp um sex milljón fermetra af íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Það stefnir að því að auka þá hitaframleiðslu í 100 milljón fermetra fyrir árið 2020 auk þess sem það hyggur á stórtæka rafmagnsframleiðslu. Þann 20. apríl heimsótti fjölmenn sendinefnd Kínverja Ísland heim í tengslum við komu Wen Jiabao, forsætisráðherra landsins. Á meðal þeirra sem hingað komu var stjórnarformaður Sinopec, Fui Chengyu. Hann og Haukur Harðarson, stjórnarformaður Orku Energy, skrifuðu við það tilefni undir samkomulag sem breikkaði samstarfsgrundvöll fyrirtækjanna tveggja umtalsvert. Í júní keypti RCC síðan 33 prósent í móðurfélagi Orku Energy. Samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskráar var kaupverðið um tólf milljónir dala, 1,5 milljarðar króna. Í fréttatilkynningu sem RCC sendi frá sér vegna þessa var haft eftir Richard F. Chandler, stjórnarformanni RCC, að félögin tvö hefðu sömu sýn á að virkja jarðvarmaorku. Gunnar Thoroddsen, framkvæmdastjóri Orku Energy, vildi ekki tjá sig um starfsemi fyrirtækisins umfram það sem fram kom í tilkynningu RCC í júní síðastliðnum. Forsetinn styður Orka Energy og Orka Energy styður forsetannÓlafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur komið umtalsvert við sögu í samskiptum Orku Energy við kínverska fyrirtækið Sinopec. Samkvæmt heimasíðu forsetaembættisins átti hann fund með Hauki Harðarsyni, stjórnarformanni Orku Energy, í Singapore hinn 24. febrúar síðastliðinn. Þar ræddu þeir um "eflingu jarðhitanýtingar í Kína, á Filippseyjum og víðar". Þann 20. apríl birtist síðan önnur frétt á heimasíðu embættisins um jarðhitasamvinnu við Kína. Þar segir að forsetinn hafi fundað með Fu Chengyu, stjórnarformanni Sinopec, vegna þess að "Orka Energy og Sinopec hafa samið um gríðarlegar hitaveituframkvæmdir í Kína, sem m.a. felur í sér stærstu hitaveitur heims[…]Stjórnarformaður Sinopec lýsti því yfir að fyrirtækið, sem er eitt af stærstu fyrirtækjum heims, hefði ákveðið að gera samvinnu við Ísland, Orku Energy og vísinda- og tæknisamfélagið á Íslandi, að forgangsmáli í orkustefnu fyrirtækisins á komandi árum og áratugum". Orka Energy var eitt af níu félögum sem studdi framboð Ólafs Ragnars til forseta síðastliðið sumar. Félagið greiddi samtals 200 þúsund krónur í kosningasjóð hans. Lögfræðistofa Gunnars Thoroddsen ehf., sem er í eigu Gunnars Thoroddsen, framkvæmdastjóra Orku Energy, studdi einnig Ólaf með 200 þúsund króna framlagi. Alls námu framlög lögaðila 1.390 þúsundum króna.Fui Chengyu, stjórnarformaður Sinopec, og Haukur Harðarson, stjórnarformaður Orku Energy, skrifa undir samstarfssamning í Þjóðmenningarhúsinu í apríl síðastliðnum. Forsætisráðherrarnir Wen Jiabao og Jóhanna Sigurðardóttir fylgjast með. Illugi og Orka Energy Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Richard Chandler Corporation (RCC) keypti í sumar 33 prósenta hlut í móðurfélagi íslenska orkufyrirtækisins Orka Energy Holding ehf. Samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskráar greiddi RCC tólf milljónir dala, um 1,5 milljarð króna fyrir hlutinn. RCC, sem er staðsett í Singapore, var stofnað af Richard F. Chandler, nýsjálenskum fjárfesti. Samkvæmt lista Forbes var Chandler, sem er 53 ára og ókvæntur, fjórði ríkasti maður Singapore í lok síðasta árs og 230. ríkasti maður í heimi. Tímaritið sagði auð hans nema um 4,6 milljörðum dala, um 586 milljörðum króna. Orka Energy var stofnað snemma á síðasta ári. Eigandi þess Orka Energy Pte. Ltd., félags með skráð heimilisfesti í Singapore. Það er í eigu Hauks Harðarsonar, sem er kjölfestufjárfestir í félaginu, og starfsmanna þess. Í ágúst 2011 keypti Orka Energy félagið Enex-Kína af fyrrverandi eigendum þess, Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Geysi Green Energy. Kaupverðið var um 1,6 milljarðar króna fyrir allt hlutaféð miðað við það verð sem OR fékk fyrir sinn tæplega fimmtungshlut. Það keypti einnig aðrar eignir sem höfðu verið inni í útrásararmi OR, REI. Um er að ræða Iceland America Energy og fjórðungshlut í Envent Holding ehf., sem á jarðhitafyrirtæki á Filippseyjum. Enex-Kína, sem nú heitir Orka Energy China ehf., á 49 prósenta hlut í kínversku félagi sem heitir Shaanxi Green Energy Geothermal Development (SGE). Það vinnur að þróun, og til framtíðar rekstri, jarðvarmaorkuvera í Kína. Hitt 51 prósentið í félaginu er í eigu kínverska orkufyrirtækisins Sinopec, sem er fimmta stærsta fyrirtæki í heimi. Það er að öllu leyti í eigu kínverska ríkisins. Hjá SGE starfa um 260 manns og fyrirtækið hitar sem stendur upp um sex milljón fermetra af íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Það stefnir að því að auka þá hitaframleiðslu í 100 milljón fermetra fyrir árið 2020 auk þess sem það hyggur á stórtæka rafmagnsframleiðslu. Þann 20. apríl heimsótti fjölmenn sendinefnd Kínverja Ísland heim í tengslum við komu Wen Jiabao, forsætisráðherra landsins. Á meðal þeirra sem hingað komu var stjórnarformaður Sinopec, Fui Chengyu. Hann og Haukur Harðarson, stjórnarformaður Orku Energy, skrifuðu við það tilefni undir samkomulag sem breikkaði samstarfsgrundvöll fyrirtækjanna tveggja umtalsvert. Í júní keypti RCC síðan 33 prósent í móðurfélagi Orku Energy. Samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskráar var kaupverðið um tólf milljónir dala, 1,5 milljarðar króna. Í fréttatilkynningu sem RCC sendi frá sér vegna þessa var haft eftir Richard F. Chandler, stjórnarformanni RCC, að félögin tvö hefðu sömu sýn á að virkja jarðvarmaorku. Gunnar Thoroddsen, framkvæmdastjóri Orku Energy, vildi ekki tjá sig um starfsemi fyrirtækisins umfram það sem fram kom í tilkynningu RCC í júní síðastliðnum. Forsetinn styður Orka Energy og Orka Energy styður forsetannÓlafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur komið umtalsvert við sögu í samskiptum Orku Energy við kínverska fyrirtækið Sinopec. Samkvæmt heimasíðu forsetaembættisins átti hann fund með Hauki Harðarsyni, stjórnarformanni Orku Energy, í Singapore hinn 24. febrúar síðastliðinn. Þar ræddu þeir um "eflingu jarðhitanýtingar í Kína, á Filippseyjum og víðar". Þann 20. apríl birtist síðan önnur frétt á heimasíðu embættisins um jarðhitasamvinnu við Kína. Þar segir að forsetinn hafi fundað með Fu Chengyu, stjórnarformanni Sinopec, vegna þess að "Orka Energy og Sinopec hafa samið um gríðarlegar hitaveituframkvæmdir í Kína, sem m.a. felur í sér stærstu hitaveitur heims[…]Stjórnarformaður Sinopec lýsti því yfir að fyrirtækið, sem er eitt af stærstu fyrirtækjum heims, hefði ákveðið að gera samvinnu við Ísland, Orku Energy og vísinda- og tæknisamfélagið á Íslandi, að forgangsmáli í orkustefnu fyrirtækisins á komandi árum og áratugum". Orka Energy var eitt af níu félögum sem studdi framboð Ólafs Ragnars til forseta síðastliðið sumar. Félagið greiddi samtals 200 þúsund krónur í kosningasjóð hans. Lögfræðistofa Gunnars Thoroddsen ehf., sem er í eigu Gunnars Thoroddsen, framkvæmdastjóra Orku Energy, studdi einnig Ólaf með 200 þúsund króna framlagi. Alls námu framlög lögaðila 1.390 þúsundum króna.Fui Chengyu, stjórnarformaður Sinopec, og Haukur Harðarson, stjórnarformaður Orku Energy, skrifa undir samstarfssamning í Þjóðmenningarhúsinu í apríl síðastliðnum. Forsætisráðherrarnir Wen Jiabao og Jóhanna Sigurðardóttir fylgjast með.
Illugi og Orka Energy Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira