Hagvexti hamlað með niðurskurði til háskóla Svana Helen Björnsdóttir skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Allir eru sammála um mikilvægi öflugrar menntunar fyrir verðmætasköpun og lífskjör. Því skýtur það skökku við að stjórnvöld skuli ítrekað fara þá leið, þvert á ráðleggingar sérfræðinga, að skera niður fjárframlög til háskóla. Í nýlegri könnun SI meðal 400 fyrirtækja eru sterkar vísbendingar um að atvinnulífið muni árlega skorta um 1.000 raunvísinda-, tækni- og verkfræðimenntaða starfsmenn næstu árin. Niðurskurður til háskóla, sérstaklega til tæknimenntunar á háskólastigi, dregur þannig verulega úr getu atvinnulífsins til að skapa hagvöxt og störf. Tilfærsla fjármögnunar sem gengur þvert gegn þörfum atvinnulífsins, þ.e. frá tækninámi og frá Háskólanum í Reykjavík, sem menntar tvo af hverjum þremur sem ljúka tæknimenntun á háskólastigi, til annarra námsbrauta og annarra háskóla, eykur á vandann. Þegar ráðist var í niðurskurð í kjölfar kreppunnar var engin breyting gerð á háskólakerfinu eða stefna mörkuð um hvaða þættir væru mikilvægastir í háskólastarfinu. Afleiðingin var niðurskurður án samhengis og markmiða sem leitt hefur til alvarlegrar mismununar í fjárframlögum til háskólanna. Í ljósi þess hversu mikilvægur Háskólinn í Reykjavík er fyrir atvinnulífið, sér í lagi á sviði tæknimenntunar þar sem þörfin er brýnust, er með ólíkindum að einna mest hafi hlutfallslega verið skorið niður í framlögum til HR. Niðurskurðurinn til HR er rúmlega 17% á sama tíma og niðurskurður til HÍ er ekki nema tæpt prósent og framlag á hvern ársnema hefur minnkað um 12% hjá HR en um 6% hjá HÍ og var samt lægra fyrir. Þessi munur er gríðarlega mikill og langt umfram það sem getur talist eðlilegt. Mesti niðurskurður til háskóla sem útskrifar flesta tæknimenntaða samræmist illa stefnu um að hér eigi að byggja upp öflugan tækni- og hugverkaiðnað. Skortur á tæknimenntuðu starfsfólki hamlar vexti atvinnulífs á Íslandi, verðmætasköpun og hagvexti. Til að snúa þeirri þróun við þarf að vinna markvisst að því að efla tæknimenntun í stað þess að veikja hana. Samtök iðnaðarins skora á stjórnvöld og Alþingi að snúa við ósanngjarnri og óskynsamlegri þróun og fjármagna HR svo skólinn geti haldið áfram að styðja við eflingu atvinnulífs með menntun, rannsóknum og nýsköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Allir eru sammála um mikilvægi öflugrar menntunar fyrir verðmætasköpun og lífskjör. Því skýtur það skökku við að stjórnvöld skuli ítrekað fara þá leið, þvert á ráðleggingar sérfræðinga, að skera niður fjárframlög til háskóla. Í nýlegri könnun SI meðal 400 fyrirtækja eru sterkar vísbendingar um að atvinnulífið muni árlega skorta um 1.000 raunvísinda-, tækni- og verkfræðimenntaða starfsmenn næstu árin. Niðurskurður til háskóla, sérstaklega til tæknimenntunar á háskólastigi, dregur þannig verulega úr getu atvinnulífsins til að skapa hagvöxt og störf. Tilfærsla fjármögnunar sem gengur þvert gegn þörfum atvinnulífsins, þ.e. frá tækninámi og frá Háskólanum í Reykjavík, sem menntar tvo af hverjum þremur sem ljúka tæknimenntun á háskólastigi, til annarra námsbrauta og annarra háskóla, eykur á vandann. Þegar ráðist var í niðurskurð í kjölfar kreppunnar var engin breyting gerð á háskólakerfinu eða stefna mörkuð um hvaða þættir væru mikilvægastir í háskólastarfinu. Afleiðingin var niðurskurður án samhengis og markmiða sem leitt hefur til alvarlegrar mismununar í fjárframlögum til háskólanna. Í ljósi þess hversu mikilvægur Háskólinn í Reykjavík er fyrir atvinnulífið, sér í lagi á sviði tæknimenntunar þar sem þörfin er brýnust, er með ólíkindum að einna mest hafi hlutfallslega verið skorið niður í framlögum til HR. Niðurskurðurinn til HR er rúmlega 17% á sama tíma og niðurskurður til HÍ er ekki nema tæpt prósent og framlag á hvern ársnema hefur minnkað um 12% hjá HR en um 6% hjá HÍ og var samt lægra fyrir. Þessi munur er gríðarlega mikill og langt umfram það sem getur talist eðlilegt. Mesti niðurskurður til háskóla sem útskrifar flesta tæknimenntaða samræmist illa stefnu um að hér eigi að byggja upp öflugan tækni- og hugverkaiðnað. Skortur á tæknimenntuðu starfsfólki hamlar vexti atvinnulífs á Íslandi, verðmætasköpun og hagvexti. Til að snúa þeirri þróun við þarf að vinna markvisst að því að efla tæknimenntun í stað þess að veikja hana. Samtök iðnaðarins skora á stjórnvöld og Alþingi að snúa við ósanngjarnri og óskynsamlegri þróun og fjármagna HR svo skólinn geti haldið áfram að styðja við eflingu atvinnulífs með menntun, rannsóknum og nýsköpun.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun