Snúum vörn í sókn Katrín Jakobsdóttir skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Undanfarin ár hafa verið erfið í opinberum rekstri þar sem nánast allir geirar hins opinbera hafa tekið á sig niðurskurð í kjölfar efnahagshrunsins. Framhaldsskólarnir hafa ekki verið undanskildir en þar voru miklar væntingar um aukið fjármagn eftir að ný framhaldsskólalög gengu í gildi árið 2008. Þeir fjármunir skiluðu sér ekki heldur þurftu skólarnir að skera niður. Ofan á það bættist að framhaldsskólarnir hafa tekið við fleiri nemendum en nokkru sinni fyrr undir merkjum átaksins Nám er vinnandi vegur þar sem atvinnuleitendum hefur verið boðið nám við hæfi. Þetta átak hefur þegar skilað markverðum árangri og leiðir okkur vonandi nær því markmiði að hlutfall þeirra sem hafa lokið námi í framhaldsskóla hækki og brottfall minnki. Nú þegar við nálgumst jöfnuð í ríkisfjármálum eftir átak síðustu ára verður mögulegt að snúa vörn í sókn. Það á ekki síst við um menntakerfið sem þarf að byggja hægt og bítandi upp að nýju. Þess sér þegar stað í frumvarpi til fjáraukalaga þar sem gert er ráð fyrir aukafjárveitingu til framhaldsskóla og enn fremur er gert ráð fyrir viðbótarfjármagni til framhaldsskóla fyrir aðra umræðu fjárlagafrumvarps. Ég vona að þetta sýni að nú liggi leiðin upp á við. Allir hljóta að vera þakklátir framhaldsskólunum sem eins og önnur skólastig hafa staðið það mikla álagspróf sem undanfarin ár hafa verið. Á sama tíma og skorið hefur verið niður og nemendum fjölgað hefur líka verið unnin mikil þróunarvinna innan skólanna sem snýr að innleiðingu nýrra námskráa. Nýlegt samkomulag fjármálaráðuneytis og framhaldsskólakennara sem gerir ráð fyrir aukinni faglegri forystu kennara og þróunarvinnu er lykilatriði til að þessi innleiðing gangi eftir. Þegar kjör íslenskra kennara eru borin saman við kjör starfssystkina þeirra í nágrannalöndum okkar komum við Íslendingar því miður ekki nægilega vel út. Kjör kennara þarf að bæta og það þarf að haldast í hendur við aukið faglegt sjálfstæði þeirra enda kennarar lykillinn að allri skólaþróun. Það er von mín að framhaldsskólakennarar samþykki þetta samkomulag og það verði einn liður í að bæta kjör kennara og efla stöðu þeirra sem hlýtur að vera langtímamarkmið allra sem hafa áhuga á skólamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa verið erfið í opinberum rekstri þar sem nánast allir geirar hins opinbera hafa tekið á sig niðurskurð í kjölfar efnahagshrunsins. Framhaldsskólarnir hafa ekki verið undanskildir en þar voru miklar væntingar um aukið fjármagn eftir að ný framhaldsskólalög gengu í gildi árið 2008. Þeir fjármunir skiluðu sér ekki heldur þurftu skólarnir að skera niður. Ofan á það bættist að framhaldsskólarnir hafa tekið við fleiri nemendum en nokkru sinni fyrr undir merkjum átaksins Nám er vinnandi vegur þar sem atvinnuleitendum hefur verið boðið nám við hæfi. Þetta átak hefur þegar skilað markverðum árangri og leiðir okkur vonandi nær því markmiði að hlutfall þeirra sem hafa lokið námi í framhaldsskóla hækki og brottfall minnki. Nú þegar við nálgumst jöfnuð í ríkisfjármálum eftir átak síðustu ára verður mögulegt að snúa vörn í sókn. Það á ekki síst við um menntakerfið sem þarf að byggja hægt og bítandi upp að nýju. Þess sér þegar stað í frumvarpi til fjáraukalaga þar sem gert er ráð fyrir aukafjárveitingu til framhaldsskóla og enn fremur er gert ráð fyrir viðbótarfjármagni til framhaldsskóla fyrir aðra umræðu fjárlagafrumvarps. Ég vona að þetta sýni að nú liggi leiðin upp á við. Allir hljóta að vera þakklátir framhaldsskólunum sem eins og önnur skólastig hafa staðið það mikla álagspróf sem undanfarin ár hafa verið. Á sama tíma og skorið hefur verið niður og nemendum fjölgað hefur líka verið unnin mikil þróunarvinna innan skólanna sem snýr að innleiðingu nýrra námskráa. Nýlegt samkomulag fjármálaráðuneytis og framhaldsskólakennara sem gerir ráð fyrir aukinni faglegri forystu kennara og þróunarvinnu er lykilatriði til að þessi innleiðing gangi eftir. Þegar kjör íslenskra kennara eru borin saman við kjör starfssystkina þeirra í nágrannalöndum okkar komum við Íslendingar því miður ekki nægilega vel út. Kjör kennara þarf að bæta og það þarf að haldast í hendur við aukið faglegt sjálfstæði þeirra enda kennarar lykillinn að allri skólaþróun. Það er von mín að framhaldsskólakennarar samþykki þetta samkomulag og það verði einn liður í að bæta kjör kennara og efla stöðu þeirra sem hlýtur að vera langtímamarkmið allra sem hafa áhuga á skólamálum.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun