Umstang án fordæma hjá Annþóri og Berki [email protected] skrifar 20. nóvember 2012 06:00 Annþór, Börkur og félagar Fáheyrður viðbúnaður var í Héraðsdómi Reykjaness í gærmorgun þegar aðalmeðferð hófst í líkamsárásarmáli á hendur Annþóri Kristjáni Karlssyni, Berki Birgissyni og sjö öðrum mönnum. Í dómhúsinu eru þrír salir, en aðeins einn þeirra var nýttur í réttarhöldin í gær. Hinir stóðu auðir og þar voru Annþór og Börkur vistaðir undir eftirliti lögreglumanna fyrir réttarhöldin, í hléum og þegar þeir þurftu að víkja frá. Einn reyndasti dómvörður landsins var fenginn að láni úr Héraðsdómi Reykjavíkur, dómstjóri vísaði mönnum til sætis og hvorki meira né minna en þrettán einkennisklæddir lögreglumenn gættu þess að allt færi fram með friði og spekt. Ástæðan fyrir umstanginu er sú að Annþór og Börkur hafa stundum látið ófriðlega þegar þeir hafa verið fluttir til réttarhalda undanfarin misseri, barist um á hæl og hnakka, og Börkur fékk nýverið dóm fyrir að hrækja á dómara við Héraðsdóm Reykjaness. Annþóri leið ekki vel þegar lögregla leiddi hann inn í húsið klukkan níu í gærmorgun. Skömmu síðar þurfti að færa hann á salerni þar sem hann kastaði upp. Börkur kenndi sér meins í baki þegar réttarhöldin hófust og kvartaði undan harðræði lögreglu. Hann bað um að fá að komast undir læknishendur en því var tekið fálega. Hann kvað verkina svo slæma að hann gæti ekki setið, og stóð því uppréttur við hlið verjenda. Annþór, Börkur og hinir sakborningarnir sjö eru ákærðir fyrir þrjár hrottafengnar líkamsárásir. Annþór kemur við sögu sem aðalmaður í þremur ákæruliðanna, en Börkur í tveimur. Teknar voru skýrslur af öllum sakborningunum níu í gær, og í dag verður haldið áfram með skýrslutökur, nú yfir þolendum og öðrum vitnum. Fyrstur í vitnastúku verður aðalfórnarlambið úr fyrsta árásarmálinu, Bergur Már Ágústsson. Bergur er brotamaður með tuttugu dóma á bakinu. Hann skaut árið 2006 úr haglabyssu á hús í Vallahverfinu í Hafnarfirði og játaði nýlega innflutning á tæplega eitt þúsund e-töflum. Fréttir Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Fáheyrður viðbúnaður var í Héraðsdómi Reykjaness í gærmorgun þegar aðalmeðferð hófst í líkamsárásarmáli á hendur Annþóri Kristjáni Karlssyni, Berki Birgissyni og sjö öðrum mönnum. Í dómhúsinu eru þrír salir, en aðeins einn þeirra var nýttur í réttarhöldin í gær. Hinir stóðu auðir og þar voru Annþór og Börkur vistaðir undir eftirliti lögreglumanna fyrir réttarhöldin, í hléum og þegar þeir þurftu að víkja frá. Einn reyndasti dómvörður landsins var fenginn að láni úr Héraðsdómi Reykjavíkur, dómstjóri vísaði mönnum til sætis og hvorki meira né minna en þrettán einkennisklæddir lögreglumenn gættu þess að allt færi fram með friði og spekt. Ástæðan fyrir umstanginu er sú að Annþór og Börkur hafa stundum látið ófriðlega þegar þeir hafa verið fluttir til réttarhalda undanfarin misseri, barist um á hæl og hnakka, og Börkur fékk nýverið dóm fyrir að hrækja á dómara við Héraðsdóm Reykjaness. Annþóri leið ekki vel þegar lögregla leiddi hann inn í húsið klukkan níu í gærmorgun. Skömmu síðar þurfti að færa hann á salerni þar sem hann kastaði upp. Börkur kenndi sér meins í baki þegar réttarhöldin hófust og kvartaði undan harðræði lögreglu. Hann bað um að fá að komast undir læknishendur en því var tekið fálega. Hann kvað verkina svo slæma að hann gæti ekki setið, og stóð því uppréttur við hlið verjenda. Annþór, Börkur og hinir sakborningarnir sjö eru ákærðir fyrir þrjár hrottafengnar líkamsárásir. Annþór kemur við sögu sem aðalmaður í þremur ákæruliðanna, en Börkur í tveimur. Teknar voru skýrslur af öllum sakborningunum níu í gær, og í dag verður haldið áfram með skýrslutökur, nú yfir þolendum og öðrum vitnum. Fyrstur í vitnastúku verður aðalfórnarlambið úr fyrsta árásarmálinu, Bergur Már Ágústsson. Bergur er brotamaður með tuttugu dóma á bakinu. Hann skaut árið 2006 úr haglabyssu á hús í Vallahverfinu í Hafnarfirði og játaði nýlega innflutning á tæplega eitt þúsund e-töflum.
Fréttir Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira