Hátíð helguð furðum, göldrum og gufupönki [email protected] skrifar 22. nóvember 2012 00:01 Kjartan Y. Björnsson, Snæbjörn Brynjarsson og Þorsteinn Mar Gunnlaugsson. Hátíð helguð furðusögum og skyldum bókmenntagreinum verður haldin í Norræna húsinu á föstudag og á laugardag. Íslenska furðusagnafélagið stendur að hátíðinni og stefnir á að gera hana að árlegum viðburði. Kjartan Yngvi Björnsson, Snæbjörn Brynjarsson og Þorsteinn Mar Gunnlaugsson eru forsprakkar Íslenska furðusagnafélagsins, sem stendur fyrir hátíð í Norræna húsinu á föstudag og laugardag þar sem furðusögum verða gerð skil. Kjartan og Snæbjörn eru nýbakaðir handhafar Íslensku barnabókaverðlaunanna fyrir furðusöguna Hrafnsauga en Þorsteinn Mar er stofnandi Rúnatýs, forlags sem sérhæfir sig í furðusögum, hrollvekjum og vísindaskáldskap, og hefur sjálfur gefið út bækur undir merkjum þess. Þorsteinn Mar segir furðusagnahátíðina viðleitni til að bæta úr langvarandi skorti á umræðu um furðusögur hér á landi. „Umræðan er lítil en áhuginn er sannarlega til staðar. Við settum til dæmis á laggirnar hóp á Facebook þar sem fullt af fólki kom og spjallaði um furðusögur og það er greinilega eftirspurn eftir málþingi sem þessu." Auknar vinsældir furðusagna undanfarin misseri telur Þorsteinn skýrast af því að kynslóðin sem ólst upp við að lesa doðranta um Harry Potter sé einfaldlega vaxin úr grasi og vilji lesa fleiri bækur af sama meiði, auk þess sé uppsveifla í furðusagnamenningu á alþjóðavísu. „Þessu formi hefur augljóslega verið að vaxa fiskur um hrygg á Íslandi; Yrsa Sigurðardóttir hefur skrifað hrollvekjukennda reyfara, Stefán Máni skrifar hrollvekju og Guðrún Eva Mínervudóttir hefur skrifað furðusögukenndar skáldsögur undanfarin ár. Það er því heilmikill vettvangur fyrir þessa tegund bókmennta, við höfum bara ekki stigið skrefið til fulls og kallað þetta furðusögur." Dagskráin á hátíðinni er fjölbreytt og segir Þorsteinn að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, bæði þeir sem eru vel lærðir í fræðunum og þeir sem eru rétt að dýfa tánum í heim furðusagna. „Sjálfur hlakka ég mest til að hlusta á höfundana lesa upp, það er svo gaman að heyra hvernig þeir bera fram textann." Lífið Menning Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Hátíð helguð furðusögum og skyldum bókmenntagreinum verður haldin í Norræna húsinu á föstudag og á laugardag. Íslenska furðusagnafélagið stendur að hátíðinni og stefnir á að gera hana að árlegum viðburði. Kjartan Yngvi Björnsson, Snæbjörn Brynjarsson og Þorsteinn Mar Gunnlaugsson eru forsprakkar Íslenska furðusagnafélagsins, sem stendur fyrir hátíð í Norræna húsinu á föstudag og laugardag þar sem furðusögum verða gerð skil. Kjartan og Snæbjörn eru nýbakaðir handhafar Íslensku barnabókaverðlaunanna fyrir furðusöguna Hrafnsauga en Þorsteinn Mar er stofnandi Rúnatýs, forlags sem sérhæfir sig í furðusögum, hrollvekjum og vísindaskáldskap, og hefur sjálfur gefið út bækur undir merkjum þess. Þorsteinn Mar segir furðusagnahátíðina viðleitni til að bæta úr langvarandi skorti á umræðu um furðusögur hér á landi. „Umræðan er lítil en áhuginn er sannarlega til staðar. Við settum til dæmis á laggirnar hóp á Facebook þar sem fullt af fólki kom og spjallaði um furðusögur og það er greinilega eftirspurn eftir málþingi sem þessu." Auknar vinsældir furðusagna undanfarin misseri telur Þorsteinn skýrast af því að kynslóðin sem ólst upp við að lesa doðranta um Harry Potter sé einfaldlega vaxin úr grasi og vilji lesa fleiri bækur af sama meiði, auk þess sé uppsveifla í furðusagnamenningu á alþjóðavísu. „Þessu formi hefur augljóslega verið að vaxa fiskur um hrygg á Íslandi; Yrsa Sigurðardóttir hefur skrifað hrollvekjukennda reyfara, Stefán Máni skrifar hrollvekju og Guðrún Eva Mínervudóttir hefur skrifað furðusögukenndar skáldsögur undanfarin ár. Það er því heilmikill vettvangur fyrir þessa tegund bókmennta, við höfum bara ekki stigið skrefið til fulls og kallað þetta furðusögur." Dagskráin á hátíðinni er fjölbreytt og segir Þorsteinn að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, bæði þeir sem eru vel lærðir í fræðunum og þeir sem eru rétt að dýfa tánum í heim furðusagna. „Sjálfur hlakka ég mest til að hlusta á höfundana lesa upp, það er svo gaman að heyra hvernig þeir bera fram textann."
Lífið Menning Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira