Um mikilvægi hjóna- og fjölskyldumeðferðar Þorleifur Kr. Níelsson skrifar 27. nóvember 2012 08:00 Þessi grein er skrifuð með það að markmiði að vekja almenning og stjórnvöld til umhugsunar um mikilvægi hjóna- og fjölskyldumeðferðar. Í gegnum tíðina hefur þessi fagþjónusta ýmist verið kennd við ráðgjöf eða meðferð. Eins og nafnið gefur til kynna þá snýst hjóna- og fjölskyldumeðferð um að fólk leitar til meðferðaraðila til að ráða bót á sínum vandamálum sem tengjast parsambandi eða fjölskyldutengslum.Mismunandi þekking Á Íslandi hefur fagfólk sem veitir hjóna- og fjölskyldumeðferð mismunandi faglega þekkingu og reynslu. Það stafar af því að nám í fjölskyldumeðferð er oftast þverfaglegt framhaldsnám. Einnig hefur það áhrif að þeir sem veita hjóna- og fjölskyldumeðferð hafa ekki löggilt starfsheiti eins og til dæmis sálfræðingar og félagsráðgjafar. Þetta leiðir af sér að fagfólk á þessu sviði titlar sig margs konar starfsheitum. Dæmi um starfsheiti þeirra sem veita hjóna- og fjölskyldumeðferð eru fjölskyldufræðingur, fjölskyldumeðferðarfræðingur, fjölskylduþerapisti, hjónabandsráðgjafi og fjölskylduráðgjafi. Þess má geta að síðan 2009 hefur hérlendis verið í boði nám á meistarastigi í fjölskyldumeðferð. Tilkoma þessa náms hefur nú þegar haft jákvæð áhrif og aukið faglega þekkingu á sviði hjóna- og fjölskyldumeðferðar á Íslandi. Það er góð regla þegar pantaður er tími í hjóna- eða fjölskyldumeðferð að spyrja viðkomandi fagmann hvaða menntun hann hefur.Hluti af opinberri þjónustu Þjónusta sjálfstætt starfandi fagfólks, eins og til dæmis sálfræðinga, félagsráðgjafa og fjölskylduráðgjafa, er ekki niðurgreidd af sjúkratryggingum Íslands eins og sum önnur heilbrigðisþjónusta. Það er umhugsunarvert að þjónustu sem beinist að sálarlífi fólks, fjölskyldutengslum og hjóna- eða parsambandi sé ekki gert jafn hátt undir höfði í íslenska heilbrigðiskerfinu og annarri heilbrigðisþjónustu. Þó er hægt að benda á að flest stéttarfélög styrkja sína félagsmenn sem kjósa að fara í hjóna- eða fjölskyldumeðferð. Þessi þjónusta er sums staðar veitt í sérhæfðum meðferðarúrræðum innan heilbrigðiskerfisins, barnaverndar- og félagsþjónustu sveitarfélaga. Hið opinbera getur hér gert betur með því að auka vægi hjóna- og fjölskyldumeðferðar frá því sem nú er. Nýleg umræða um mikla bið eftir geðheilbrigðisþjónustu kemur hér við sögu. Ef hjóna- og fjölskyldumeðferð yrði gert hærra undir höfði þá myndi það líklega leiða til þess að bið og álag á geðheilbrigðisþjónustu landsins myndi minnka.Ekkert tiltökumál Víða úti í hinum stóra heimi þykir það ekkert tiltökumál að fara í meðferð við hinum ýmsu vandamálum sem tengjast hjónabandi eða fjölskyldutengslum. Á Íslandi er það enn þá þannig að mörgum finnst það vera þung spor að stíga að panta sér tíma í viðtalsmeðferð og finnst sumum það jafnvel vera skammarlegt að einhverju leyti. Þetta þarf ekki að vera svona. Með aukinni umræðu um mikilvægi þess að fólk leiti sér hjálpar þegar eitthvað bjátar á er hægt að eyða fordómum. Þeir sem fara í hjóna- eða fjölskyldumeðferð eiga að vera stoltir af því að hafa stigið það skref að leita faglegrar aðstoðar fyrir sig og sína, það er oft ansi mikið í húfi þegar fjölskyldan er annars vegar. Hefur þú eða maki þinn einhvern tímann hugleitt það að leita aðstoðar hjá fagfólki vegna sambúðarerfiðleika? Er kynlífið í lagi? Er unglingurinn þinn að gera þig gráhærða/an fyrir aldur fram? Þekkir þú einhvern sem hefur ekki talað við nákominn fjölskyldumeðlim í langan tíma? Finnst þér þú ekki fá nógu mikinn stuðning frá þeim sem næst þér standa? Líður þér stundum illa án þess að gera þér fyllilega grein fyrir því hvað veldur vanlíðaninni? Þetta eru aðeins örfáar spurningar til að fá þá sem þessa grein lesa til að hugsa um hvort þeir hafi einhvern tíma haft þörf fyrir hjóna- eða fjölskyldumeðferð. Algengur misskilningur er að fjölskyldumeðferð gangi út á að öll fjölskyldan fari í viðtalsmeðferð en það þarf ekki endilega að vera svo. Stundum er nóg fyrir suma fjölskyldumeðlimi að koma í einn viðtalstíma á meðan aðrir í fjölskyldunni þurfa að koma oftar til að vinna í sínum málum.Lokaorð Þessi grein er langt því frá að vera tæmandi umfjöllun um hjóna- og fjölskyldumeðferð. Vonandi fær hún stjórnvöld til að hugleiða þann kost að niðurgreiða þjónustu þeirra fagaðila sem veita hjóna- og fjölskyldumeðferð. Einnig er tilgangurinn með þessari grein að fá þig, lesandi góður, til að staldra við og hugleiða hvort þú eða einhver þér nákominn gæti haft þörf fyrir þessa fagþjónustu. Ef svo er þá er þessi grein ekki síst hvatning til þín um að gera eitthvað í málunum áður en það verður of seint. Það að tala við óháðan meðferðaraðila um sín mál getur haft jákvæð áhrif og kannski orðið til þess að þú, kæri lesandi, sjáir fleiri möguleika í stöðunni en þú sérð núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi grein er skrifuð með það að markmiði að vekja almenning og stjórnvöld til umhugsunar um mikilvægi hjóna- og fjölskyldumeðferðar. Í gegnum tíðina hefur þessi fagþjónusta ýmist verið kennd við ráðgjöf eða meðferð. Eins og nafnið gefur til kynna þá snýst hjóna- og fjölskyldumeðferð um að fólk leitar til meðferðaraðila til að ráða bót á sínum vandamálum sem tengjast parsambandi eða fjölskyldutengslum.Mismunandi þekking Á Íslandi hefur fagfólk sem veitir hjóna- og fjölskyldumeðferð mismunandi faglega þekkingu og reynslu. Það stafar af því að nám í fjölskyldumeðferð er oftast þverfaglegt framhaldsnám. Einnig hefur það áhrif að þeir sem veita hjóna- og fjölskyldumeðferð hafa ekki löggilt starfsheiti eins og til dæmis sálfræðingar og félagsráðgjafar. Þetta leiðir af sér að fagfólk á þessu sviði titlar sig margs konar starfsheitum. Dæmi um starfsheiti þeirra sem veita hjóna- og fjölskyldumeðferð eru fjölskyldufræðingur, fjölskyldumeðferðarfræðingur, fjölskylduþerapisti, hjónabandsráðgjafi og fjölskylduráðgjafi. Þess má geta að síðan 2009 hefur hérlendis verið í boði nám á meistarastigi í fjölskyldumeðferð. Tilkoma þessa náms hefur nú þegar haft jákvæð áhrif og aukið faglega þekkingu á sviði hjóna- og fjölskyldumeðferðar á Íslandi. Það er góð regla þegar pantaður er tími í hjóna- eða fjölskyldumeðferð að spyrja viðkomandi fagmann hvaða menntun hann hefur.Hluti af opinberri þjónustu Þjónusta sjálfstætt starfandi fagfólks, eins og til dæmis sálfræðinga, félagsráðgjafa og fjölskylduráðgjafa, er ekki niðurgreidd af sjúkratryggingum Íslands eins og sum önnur heilbrigðisþjónusta. Það er umhugsunarvert að þjónustu sem beinist að sálarlífi fólks, fjölskyldutengslum og hjóna- eða parsambandi sé ekki gert jafn hátt undir höfði í íslenska heilbrigðiskerfinu og annarri heilbrigðisþjónustu. Þó er hægt að benda á að flest stéttarfélög styrkja sína félagsmenn sem kjósa að fara í hjóna- eða fjölskyldumeðferð. Þessi þjónusta er sums staðar veitt í sérhæfðum meðferðarúrræðum innan heilbrigðiskerfisins, barnaverndar- og félagsþjónustu sveitarfélaga. Hið opinbera getur hér gert betur með því að auka vægi hjóna- og fjölskyldumeðferðar frá því sem nú er. Nýleg umræða um mikla bið eftir geðheilbrigðisþjónustu kemur hér við sögu. Ef hjóna- og fjölskyldumeðferð yrði gert hærra undir höfði þá myndi það líklega leiða til þess að bið og álag á geðheilbrigðisþjónustu landsins myndi minnka.Ekkert tiltökumál Víða úti í hinum stóra heimi þykir það ekkert tiltökumál að fara í meðferð við hinum ýmsu vandamálum sem tengjast hjónabandi eða fjölskyldutengslum. Á Íslandi er það enn þá þannig að mörgum finnst það vera þung spor að stíga að panta sér tíma í viðtalsmeðferð og finnst sumum það jafnvel vera skammarlegt að einhverju leyti. Þetta þarf ekki að vera svona. Með aukinni umræðu um mikilvægi þess að fólk leiti sér hjálpar þegar eitthvað bjátar á er hægt að eyða fordómum. Þeir sem fara í hjóna- eða fjölskyldumeðferð eiga að vera stoltir af því að hafa stigið það skref að leita faglegrar aðstoðar fyrir sig og sína, það er oft ansi mikið í húfi þegar fjölskyldan er annars vegar. Hefur þú eða maki þinn einhvern tímann hugleitt það að leita aðstoðar hjá fagfólki vegna sambúðarerfiðleika? Er kynlífið í lagi? Er unglingurinn þinn að gera þig gráhærða/an fyrir aldur fram? Þekkir þú einhvern sem hefur ekki talað við nákominn fjölskyldumeðlim í langan tíma? Finnst þér þú ekki fá nógu mikinn stuðning frá þeim sem næst þér standa? Líður þér stundum illa án þess að gera þér fyllilega grein fyrir því hvað veldur vanlíðaninni? Þetta eru aðeins örfáar spurningar til að fá þá sem þessa grein lesa til að hugsa um hvort þeir hafi einhvern tíma haft þörf fyrir hjóna- eða fjölskyldumeðferð. Algengur misskilningur er að fjölskyldumeðferð gangi út á að öll fjölskyldan fari í viðtalsmeðferð en það þarf ekki endilega að vera svo. Stundum er nóg fyrir suma fjölskyldumeðlimi að koma í einn viðtalstíma á meðan aðrir í fjölskyldunni þurfa að koma oftar til að vinna í sínum málum.Lokaorð Þessi grein er langt því frá að vera tæmandi umfjöllun um hjóna- og fjölskyldumeðferð. Vonandi fær hún stjórnvöld til að hugleiða þann kost að niðurgreiða þjónustu þeirra fagaðila sem veita hjóna- og fjölskyldumeðferð. Einnig er tilgangurinn með þessari grein að fá þig, lesandi góður, til að staldra við og hugleiða hvort þú eða einhver þér nákominn gæti haft þörf fyrir þessa fagþjónustu. Ef svo er þá er þessi grein ekki síst hvatning til þín um að gera eitthvað í málunum áður en það verður of seint. Það að tala við óháðan meðferðaraðila um sín mál getur haft jákvæð áhrif og kannski orðið til þess að þú, kæri lesandi, sjáir fleiri möguleika í stöðunni en þú sérð núna.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun