Óskynsamleg bankatillaga Finnur Sveinbjörnsson skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Hópur alþingismanna hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipuð verði nefnd til að endurskoða skipan bankastarfsemi í landinu með aðskilnaði viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Nefndin á að skila tillögum fyrir 1. febrúar 2013. Þetta er óskynsamleg tillaga.Hagur af alhliða bönkum Lögum samkvæmt eru íslenskir viðskiptabankar og sparisjóðir alhliða, þ.e. hafa heimild til að stunda bæði fjárfestingarbanka- og viðskiptabankastarfsemi. Þetta er í samræmi við það sem tíðkast um alla Evrópu og víðast hvar annars staðar í heiminum. Með því að samtvinna þessa starfsemi geta bankarnir veitt viðskiptavinum sínum fjölbreyttari þjónustu en ella og samnýtt húsnæði, tölvukerfi og fjölmargt starfsfólk á báðum sviðum. Þessu fylgir hagræði fyrir bankana og viðskiptavini þeirra.Áföll viðskiptabanka Ýmsir virðast telja að með því að banna viðskiptabönkum að stunda fjárfestingarbankastarfsemi megi lágmarka eða jafnvel koma í veg fyrir áföll. Því fer fjarri. Ríkissjóður þurfti að leggja Útvegsbanka Íslands hf. (1987) og Landsbanka Íslands (1993) til verulega fjármuni vegna útlánataps þeirra. Mikið útlánatap kallaði á fjárhagslega endurskipulagningu sparisjóðanna á Ólafsfirði (1997), Hornafirði (2001) og Siglufirði (2001) með aðstoð annarra sparisjóða. Tiltektin og uppgjörið eftir íslenska bankahrunið sýnir að óvarfærin útlánastarfsemi á þenslu- og útrásarárunum átti drjúgan þátt í falli banka og sparisjóða. Í Bandaríkjunum og Evrópu má nefna ýmis dæmi um hefðbundna viðskiptabanka sem stjórnvöld hafa þurft að bjarga í yfirstandandi fjármála- og efnahagskreppu.Reglur hafa verið hertar Hér á landi hafa þegar verið dregnir ýmsir lærdómar af bankahruninu. Þannig er bönkum nú beinlínis bannað að veita lán með veði í eigin hlutabréfum. Þá hafa reglur um lánveitingar til tengdra aðila verið hertar. Þar með er búið að bæta úr tveimur áberandi veikleikum í íslenskum bankareglum. Settar hafa verið stífari reglur um ýmsa þætti í starfsemi banka, þ.á m. kröfur um eigið fé og laust fé, stjórnarhætti og innra eftirlit (áhættustýringu, innri endurskoðun og regluvörslu). Loks hefur Fjármálaeftirlitið verið eflt þannig að virkara eftirlit er með bönkum en áður.Umdeilt erlendis Innan tæplega tveggja ára þurfa bandarískir bankar að hlíta umdeildum reglum um mörk milli tiltekinnar fjárfestingarbankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi. Í fyrra voru lagðar fram tillögur á Englandi sem miða að því sama. Fyrir nokkrum vikum voru lagðar fram tillögur í Evrópusambandinu. Hvergi er lagður til fullur aðskilnaður. Á öllum þessum svæðum eru skiptar skoðanir um það hvort þær reglur sem þegar hafa verið settar eða tillögur sem fram hafa komið séu skynsamlegar og nái yfirlýstum tilgangi sínum. Það er nefnilega hægara sagt en gert að draga markalínur milli fjárfestingarbanka og viðskiptabanka. Á þenslu- og útrásarárunum fyrir bankahrunið töluðu sumir forkólfar íslensks viðskiptalífs niður til annarra Norðurlanda. Sagan hefur sýnt hversu hrokafullt þetta var. Lærum af þessu og lítum til þessara landa sem fyrirmynda í því að þróa bankakerfi. Og þar fer lítið fyrir umræðu um aðskilnað fjárfestingarbanka og viðskiptabanka.Annað verkefni brýnna Aðskilnaður fjárfestingarbanka og viðskiptabanka er ekki mest aðkallandi verkefnið í íslenska bankakerfinu. Bankakerfið er of stórt. Afgreiðslustaðir eru of margir, tölvukostnaður of hár miðað við umfang viðskiptanna, stjórnunar- og eftirlitskostnaður sívaxandi og starfsfólk of margt. Óhagræðið í bankakerfinu kemur fram í hærri vöxtum og þjónustugjöldum en ella. Það skerðir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og rýrir lífskjör almennings. Brýnasta verkefnið er því að leysa úr læðingi þá krafta sem duga til að umbylta bankakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Hópur alþingismanna hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipuð verði nefnd til að endurskoða skipan bankastarfsemi í landinu með aðskilnaði viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Nefndin á að skila tillögum fyrir 1. febrúar 2013. Þetta er óskynsamleg tillaga.Hagur af alhliða bönkum Lögum samkvæmt eru íslenskir viðskiptabankar og sparisjóðir alhliða, þ.e. hafa heimild til að stunda bæði fjárfestingarbanka- og viðskiptabankastarfsemi. Þetta er í samræmi við það sem tíðkast um alla Evrópu og víðast hvar annars staðar í heiminum. Með því að samtvinna þessa starfsemi geta bankarnir veitt viðskiptavinum sínum fjölbreyttari þjónustu en ella og samnýtt húsnæði, tölvukerfi og fjölmargt starfsfólk á báðum sviðum. Þessu fylgir hagræði fyrir bankana og viðskiptavini þeirra.Áföll viðskiptabanka Ýmsir virðast telja að með því að banna viðskiptabönkum að stunda fjárfestingarbankastarfsemi megi lágmarka eða jafnvel koma í veg fyrir áföll. Því fer fjarri. Ríkissjóður þurfti að leggja Útvegsbanka Íslands hf. (1987) og Landsbanka Íslands (1993) til verulega fjármuni vegna útlánataps þeirra. Mikið útlánatap kallaði á fjárhagslega endurskipulagningu sparisjóðanna á Ólafsfirði (1997), Hornafirði (2001) og Siglufirði (2001) með aðstoð annarra sparisjóða. Tiltektin og uppgjörið eftir íslenska bankahrunið sýnir að óvarfærin útlánastarfsemi á þenslu- og útrásarárunum átti drjúgan þátt í falli banka og sparisjóða. Í Bandaríkjunum og Evrópu má nefna ýmis dæmi um hefðbundna viðskiptabanka sem stjórnvöld hafa þurft að bjarga í yfirstandandi fjármála- og efnahagskreppu.Reglur hafa verið hertar Hér á landi hafa þegar verið dregnir ýmsir lærdómar af bankahruninu. Þannig er bönkum nú beinlínis bannað að veita lán með veði í eigin hlutabréfum. Þá hafa reglur um lánveitingar til tengdra aðila verið hertar. Þar með er búið að bæta úr tveimur áberandi veikleikum í íslenskum bankareglum. Settar hafa verið stífari reglur um ýmsa þætti í starfsemi banka, þ.á m. kröfur um eigið fé og laust fé, stjórnarhætti og innra eftirlit (áhættustýringu, innri endurskoðun og regluvörslu). Loks hefur Fjármálaeftirlitið verið eflt þannig að virkara eftirlit er með bönkum en áður.Umdeilt erlendis Innan tæplega tveggja ára þurfa bandarískir bankar að hlíta umdeildum reglum um mörk milli tiltekinnar fjárfestingarbankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi. Í fyrra voru lagðar fram tillögur á Englandi sem miða að því sama. Fyrir nokkrum vikum voru lagðar fram tillögur í Evrópusambandinu. Hvergi er lagður til fullur aðskilnaður. Á öllum þessum svæðum eru skiptar skoðanir um það hvort þær reglur sem þegar hafa verið settar eða tillögur sem fram hafa komið séu skynsamlegar og nái yfirlýstum tilgangi sínum. Það er nefnilega hægara sagt en gert að draga markalínur milli fjárfestingarbanka og viðskiptabanka. Á þenslu- og útrásarárunum fyrir bankahrunið töluðu sumir forkólfar íslensks viðskiptalífs niður til annarra Norðurlanda. Sagan hefur sýnt hversu hrokafullt þetta var. Lærum af þessu og lítum til þessara landa sem fyrirmynda í því að þróa bankakerfi. Og þar fer lítið fyrir umræðu um aðskilnað fjárfestingarbanka og viðskiptabanka.Annað verkefni brýnna Aðskilnaður fjárfestingarbanka og viðskiptabanka er ekki mest aðkallandi verkefnið í íslenska bankakerfinu. Bankakerfið er of stórt. Afgreiðslustaðir eru of margir, tölvukostnaður of hár miðað við umfang viðskiptanna, stjórnunar- og eftirlitskostnaður sívaxandi og starfsfólk of margt. Óhagræðið í bankakerfinu kemur fram í hærri vöxtum og þjónustugjöldum en ella. Það skerðir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og rýrir lífskjör almennings. Brýnasta verkefnið er því að leysa úr læðingi þá krafta sem duga til að umbylta bankakerfinu.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun