RSS straumar og atvinnuleit Óskar Marinó Sigurðsson skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Í samfélagi þar sem upplýsingastreymi virðist eiga sér engin takmörk þarf atvinnuleitandi að huga að bestu aðferðum eða leiðum til þess að ná árangri í starfsleitinni. Til að ná árangri þarf að leggja hart að sér en það felst t.d. í að skoða atvinnuauglýsingar, hafa samband við ráðningarstofur, senda inn óumbeðna atvinnuumsókn, virkja tengslanetið og fara á framadaga svo eitthvað sé nefnt. Það er mjög ólíklegt að komast í draumastarfið nema maður sé tilbúinn til að leggja á sig vinnuna sem þarf til að komast á leiðarenda. Flestir atvinnuleitendur kannast eflaust við að skoða vefsvæði hjá fyrirtækjum, fjölmiðlum, ráðningarstofum o.s.frv. en fæstir vita að þeir geta auðveldað sér þessa vinnu með því að vera áskrifandi að RSS-straumi. RSS er skammstöfun fyrir Rich Site Summary en hefur stundum verið nefnt Really Simple Syndication eða mjög einföld fréttamiðlun. Til þess að vera áskrifandi að RSS-straumi þarf að vera með RSS-lesara. Það eru til mismunandi gerðir af RSS-lesurum en ég mæli hiklaust með Google Reader fyrir vafrann og Feeddler fyrir snjallsímann. Forritin eru tiltölulega einföld í uppsetningu og þar að auki frí. Kostir þess að vera áskrifandi að RSS-straumi er að atvinnuleitandi getur fylgst með birtingu efnis á vefsvæðum að eigin vali án þess að þurfa að fara á hvert vefsvæði fyrir sig. Atvinnuleitandi fær því nýjustu fréttirnar í fréttamiðilinn sinn sem sparar honum tíma og gefur honum heildaryfirsýn á atvinnuleitina. Það er að vísu smávægilegur galli á kerfinu en flest fyrirtæki gefa ekki valkost á því að vera áskrifandi að RSS-straumi en það er auðvelt að aðlagast því með að nýta sér vefsvæði sem bjóða upp á að breyta venjulegum vefsvæðum í RSS-straum. Atvinnuleitandi fær því tilkynningu um breytingu á vefsvæðinu en það kemur ekki með eins skipulögðum hætti og ef viðkomandi væri áskrifandi með eðlilegum hætti. Fyrir atvinnuleitendur sem vilja nýta sér þessa tækni mæli ég með að skoða eftirfarandi heimasíður og gerast áskrifandi að RSS-straumi þeirra: www.starfatorg.is, www.vmst.is, www.mbl.is, www.advania.is svo eitthvað sé nefnt. Einnig hvet ég aðrar skipulagsheildir sem hafa ekki sett upp valmöguleikann á RSS-áskrift fyrir laus störf að gera slíkt hið sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í samfélagi þar sem upplýsingastreymi virðist eiga sér engin takmörk þarf atvinnuleitandi að huga að bestu aðferðum eða leiðum til þess að ná árangri í starfsleitinni. Til að ná árangri þarf að leggja hart að sér en það felst t.d. í að skoða atvinnuauglýsingar, hafa samband við ráðningarstofur, senda inn óumbeðna atvinnuumsókn, virkja tengslanetið og fara á framadaga svo eitthvað sé nefnt. Það er mjög ólíklegt að komast í draumastarfið nema maður sé tilbúinn til að leggja á sig vinnuna sem þarf til að komast á leiðarenda. Flestir atvinnuleitendur kannast eflaust við að skoða vefsvæði hjá fyrirtækjum, fjölmiðlum, ráðningarstofum o.s.frv. en fæstir vita að þeir geta auðveldað sér þessa vinnu með því að vera áskrifandi að RSS-straumi. RSS er skammstöfun fyrir Rich Site Summary en hefur stundum verið nefnt Really Simple Syndication eða mjög einföld fréttamiðlun. Til þess að vera áskrifandi að RSS-straumi þarf að vera með RSS-lesara. Það eru til mismunandi gerðir af RSS-lesurum en ég mæli hiklaust með Google Reader fyrir vafrann og Feeddler fyrir snjallsímann. Forritin eru tiltölulega einföld í uppsetningu og þar að auki frí. Kostir þess að vera áskrifandi að RSS-straumi er að atvinnuleitandi getur fylgst með birtingu efnis á vefsvæðum að eigin vali án þess að þurfa að fara á hvert vefsvæði fyrir sig. Atvinnuleitandi fær því nýjustu fréttirnar í fréttamiðilinn sinn sem sparar honum tíma og gefur honum heildaryfirsýn á atvinnuleitina. Það er að vísu smávægilegur galli á kerfinu en flest fyrirtæki gefa ekki valkost á því að vera áskrifandi að RSS-straumi en það er auðvelt að aðlagast því með að nýta sér vefsvæði sem bjóða upp á að breyta venjulegum vefsvæðum í RSS-straum. Atvinnuleitandi fær því tilkynningu um breytingu á vefsvæðinu en það kemur ekki með eins skipulögðum hætti og ef viðkomandi væri áskrifandi með eðlilegum hætti. Fyrir atvinnuleitendur sem vilja nýta sér þessa tækni mæli ég með að skoða eftirfarandi heimasíður og gerast áskrifandi að RSS-straumi þeirra: www.starfatorg.is, www.vmst.is, www.mbl.is, www.advania.is svo eitthvað sé nefnt. Einnig hvet ég aðrar skipulagsheildir sem hafa ekki sett upp valmöguleikann á RSS-áskrift fyrir laus störf að gera slíkt hið sama.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun