Gefa gömlu kjólunum framhaldslíf 7. desember 2012 07:00 Hildur Rósa og starfsfólk 9 lífa á Laugaveginum efna til kjólaskiptimarkaðar um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Okkur datt þetta í hug því við vitum að svo margir luma á gersemum í fataskápum sínum sem þeir nota ekki lengur,“ segir Hildur Rósa, verslunarstjóri í 9 lífum sem er í kjallaranum í Atmo, Laugavegi 91. Um helgina ætlar verslunin að efna til jólakjólamarkaðar og bjóða viðskiptavinum að koma með gamla kjóla og setja þá í sölu í búðinni. Þegar þeir seljast fær eigandinn svo helming af söluverðinu; ef kjólinn selst á 10 þúsund fær eigandinn 5 þúsund í sinn hlut. Skiptimarkaðurinn er því kjörinn til að koma gamla jólakjólnum í verð og kaupa sér nýjan. „Við getum kallað þetta eins konar umboðssölu. Þetta býr til gott flæði og allir græða. Sá sem selur kjólinn sinn getur keypt sér nýjan og sá sem kaupir fær jólakjól á góðu verði,“ segir Hildur Rósa. Hún býst við að fjölmargir nýti tækifærið og komi gömlu kjólunum sínum í verð en hún ítrekar að allir kjólar séu velkomnir. Skiptimarkaðir á borð við þennan eru þekkt fyrirbæri úti í heimi og auðvelda þeir viðskiptavinum að koma hlutum í verð í stað þess að láta þá hanga ónotaða inni í skáp eða geymslu. „Þetta einfaldar ferlið og er umhverfisvænt. Það að halda fatamarkað eða fara í Kolaportið getur verið mikið umstang sem maður stendur ekki í nema kannski einu sinni á ári.“ Hildur Rósa hvetur alla til að kíkja í fataskápa sína eftir kjólum um helgina. „Þetta er kjörið í jólatiltektinni. Við búumst einnig við að það verði gott kjólaúrval hjá okkur í búðinni í kjölfarið.“- áp Jólafréttir Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Okkur datt þetta í hug því við vitum að svo margir luma á gersemum í fataskápum sínum sem þeir nota ekki lengur,“ segir Hildur Rósa, verslunarstjóri í 9 lífum sem er í kjallaranum í Atmo, Laugavegi 91. Um helgina ætlar verslunin að efna til jólakjólamarkaðar og bjóða viðskiptavinum að koma með gamla kjóla og setja þá í sölu í búðinni. Þegar þeir seljast fær eigandinn svo helming af söluverðinu; ef kjólinn selst á 10 þúsund fær eigandinn 5 þúsund í sinn hlut. Skiptimarkaðurinn er því kjörinn til að koma gamla jólakjólnum í verð og kaupa sér nýjan. „Við getum kallað þetta eins konar umboðssölu. Þetta býr til gott flæði og allir græða. Sá sem selur kjólinn sinn getur keypt sér nýjan og sá sem kaupir fær jólakjól á góðu verði,“ segir Hildur Rósa. Hún býst við að fjölmargir nýti tækifærið og komi gömlu kjólunum sínum í verð en hún ítrekar að allir kjólar séu velkomnir. Skiptimarkaðir á borð við þennan eru þekkt fyrirbæri úti í heimi og auðvelda þeir viðskiptavinum að koma hlutum í verð í stað þess að láta þá hanga ónotaða inni í skáp eða geymslu. „Þetta einfaldar ferlið og er umhverfisvænt. Það að halda fatamarkað eða fara í Kolaportið getur verið mikið umstang sem maður stendur ekki í nema kannski einu sinni á ári.“ Hildur Rósa hvetur alla til að kíkja í fataskápa sína eftir kjólum um helgina. „Þetta er kjörið í jólatiltektinni. Við búumst einnig við að það verði gott kjólaúrval hjá okkur í búðinni í kjölfarið.“- áp
Jólafréttir Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira