
Útrýmum kynbundu ofbeldi!
Áfangasigrar
Ríkisstjórn mín hefur gripið til margvíslegra úrræða til að stemma stigu við kynbundnu ofbeldi og til að fjölga þeim úrræðum sem við getum beitt gegn því. Austurríska leiðin svokallaða um að fjarlægja beri ofbeldismenn af heimilum fremur en fórnarlömbin hefur verið lögfest. Sömuleiðis hefur bann við kaupum á vændi verið leitt í lög. Ísland fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi ásamt bókun um mansal á síðasta ári og í júní á þessu ári samning Evrópuráðsins gegn mansali. Þar með hefur Ísland tekið á sig skuldbindingar um forvarnir gegn mansali, verndun fórnarlamba og hertar aðferðir við rannsókn og saksókn slíkra mála. Nú er unnið að endurskoðun fyrstu aðgerðaáætlunar Íslands gegn mansali, en hún var samþykkt í mars 2009. Okkur er í fersku minni stofnun Kristínarhúss á síðasta ári, fyrir fórnarlömb mansals og vændis en ríkisstjórnin hefur stutt við rekstur Kristínarhúss og Kvennaathvarfsins með fjárframlögum.
Sitjum ekki auðum höndum
Umræðan um meðferð kynferðisbrota í réttarkerfinu hefur haldið áfram af fullum krafti á síðustu misserum og er skemmst að minnast ráðstefnu um málið sem innanríkisráðuneytið, lagadeild HÍ og Rannsóknastofnun Ármanns Snævarrs um fjölskyldumálefni stóðu fyrir í ársbyrjun. Þar lögðu fulltrúar alls staðar að úr kerfinu saman á ráðin um hvernig tryggja megi betur en nú er gert að lögum verði komið yfir gerendur kynferðisbrota. Þá hafa nokkur ráðuneyti einnig staðið fyrir ráðstefnu og aukinni umræðu um klámvæðinguna út frá lagalegu og samfélagslegu sjónarhorni og leitast við að svara hvaða hlutverk löggjafinn og stjórnvöld geta gegnt til að stemma stigu við henni. Jafnframt hefur tækifæri verið nýtt á vettvangi Jafnréttissjóðs til að styrkja veglega fræðilega rannsókn af afdrifum kynferðisbrota í réttarkerfinu, en þess er vænst að með henni verði skapaður traustur þekkingargrundvöllur fyrir frekari lagaleg úrræði á þessu sviði.
Vekjum vitund!
Í apríl síðastliðnum var undirritað samkomulag milli velferðarráðuneytisins, innanríkisráðuneytisins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins um þriggja ára verkefni sem ber heitið Vitundarvakning um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Samþykkt var að verja til þess 25 mkr. á árinu 2012, 16 mkr. á árinu 2013 og aftur 16 mkr. árið 2014. Vitundarvakningin er liður í aðgerðum stjórnvalda vegna fullgildingar sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum sem var samþykktur í Lanzarote í október 2007. Ísland hefur verið aðili að sáttmálanum frá því í febrúar 2008, en hann var fullgiltur fyrr á þessu ári. Einnig má minna á að unnið hefur verið að gerð nýrrar aðgerðaáætlunar gegn kynbundnu ofbeldi á vegum velferðarráðuneytisins um nokkra hríð og eru vonir bundnar við að hún líti dagsins ljós innan skamms.
Mikilvæg skref hafa því verið stigin í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi á liðnum árum og þau hafa sannarlega skilað árangri. En meira þarf til og ég heiti á okkur öll að leggja baráttunni lið með ráðum og dáð. Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi er mannréttindabarátta sem skiptir okkur öll miklu máli.
Skoðun

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar