Orkunotkun eykst með breyttu veðurfari Helga María Heiðarsdóttir skrifar 14. desember 2012 06:00 Breytingar á veðurfari vegna aukins styrks gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti er staðreynd. Í dag eru fáir loftslagsvísindamenn sem mótmæla henni og kemur það skýrt fram í skýrslum vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC). Mörgum finnst hugtakið loftslagsbreytingar flókið og enn fleiri tengja það einungis við hlýnun jarðar, en sú er ekki raunin. Hugtakið hlýnun jarðar (e. global warming) festist í sessi en hugtakið veðurfars- og/eða loftslagsbreytingar (e. climate change) lýsir betur því er á sér stað og ætti því frekar að nota það hugtak. Á sumum svæðum mun hlýna mikið og annars staðar gæti kólnað, en öfgar í veðurfari eru að aukast. Hita- og kuldamet eru slegin, úrkoma verður sums staðar meiri en nú en annars staðar minni og einnig má minnast á aukna tíðni storma. Þetta er meðal annars bersýnilega að koma í ljós í Norður-Ameríku og á Íslandi. Vísindamenn vinna nú að því að auka skilning á líklegum afleiðingum loftslagsbreytinga. Ýmis ríki, fyrirtæki og einstaklingar þurfa að huga að því að draga úr neikvæðum afleiðingum breytinganna. Þjóðir heims verða að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (m.a. minnka útblástur CO2) og auk þess aðlaga samfélagið í heild að breytingum. Með því að draga úr losuninni má seinka og jafnvel hamla hinum ýmsu neikvæðu afleiðingum loftslagsbreytinga. Jöklar Íslands munu minnka og þannig verða áhrif loftslagsbreytingar hérlendis mjög sýnileg. Ein afleiðing veðurfarsbreytinga á Íslandi er því aukið og breytt rennsli jökuláa vegna aukinnar bráðnunar. Þetta aukna rennsli mun þó ekki vara lengi, því þegar jöklarnir hverfa þá hverfa jökulárnar með þeim.Aukin orkunotkun Orkunotkun mun aukast með breyttu veðurfari, á þeim stöðum þar sem hlýnar þarf aukna kælingu, en upphitun þar sem kólnar, á þurrkasvæðum verður að vökva ræktunarsvæði. Framleiðsla rafmagns með vatnsafli er kölluð „græn“ orkuvinnsla vegna þess að henni fylgir lítil losun gróðurhúsalofttegunda. Nú þegar styrkur gróðurhúsalofttegunda eykst með hverju ári líta mörg lönd til þess að virkja vatnsafl og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, og á alþjóðavettvangi er hvatt til nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa. Um 85% af orkunotkun heimsins fást nú frá brennslu jarðefna, sem er langt frá því að teljast umhverfisvænn kostur. Hins vegar eru 85% orkunotkunar Íslendinga fengin frá endurnýjanlegum orkulindum og um 95% raforku á Íslandi eru framleidd með vatnsorku. Er það mín von að Ísland verði í fararbroddi þeirra þjóða sem vinna gegn loftslagsbreytingum og að einn dag munum við ná okkar hlutfalli upp í 100%. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Breytingar á veðurfari vegna aukins styrks gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti er staðreynd. Í dag eru fáir loftslagsvísindamenn sem mótmæla henni og kemur það skýrt fram í skýrslum vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC). Mörgum finnst hugtakið loftslagsbreytingar flókið og enn fleiri tengja það einungis við hlýnun jarðar, en sú er ekki raunin. Hugtakið hlýnun jarðar (e. global warming) festist í sessi en hugtakið veðurfars- og/eða loftslagsbreytingar (e. climate change) lýsir betur því er á sér stað og ætti því frekar að nota það hugtak. Á sumum svæðum mun hlýna mikið og annars staðar gæti kólnað, en öfgar í veðurfari eru að aukast. Hita- og kuldamet eru slegin, úrkoma verður sums staðar meiri en nú en annars staðar minni og einnig má minnast á aukna tíðni storma. Þetta er meðal annars bersýnilega að koma í ljós í Norður-Ameríku og á Íslandi. Vísindamenn vinna nú að því að auka skilning á líklegum afleiðingum loftslagsbreytinga. Ýmis ríki, fyrirtæki og einstaklingar þurfa að huga að því að draga úr neikvæðum afleiðingum breytinganna. Þjóðir heims verða að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (m.a. minnka útblástur CO2) og auk þess aðlaga samfélagið í heild að breytingum. Með því að draga úr losuninni má seinka og jafnvel hamla hinum ýmsu neikvæðu afleiðingum loftslagsbreytinga. Jöklar Íslands munu minnka og þannig verða áhrif loftslagsbreytingar hérlendis mjög sýnileg. Ein afleiðing veðurfarsbreytinga á Íslandi er því aukið og breytt rennsli jökuláa vegna aukinnar bráðnunar. Þetta aukna rennsli mun þó ekki vara lengi, því þegar jöklarnir hverfa þá hverfa jökulárnar með þeim.Aukin orkunotkun Orkunotkun mun aukast með breyttu veðurfari, á þeim stöðum þar sem hlýnar þarf aukna kælingu, en upphitun þar sem kólnar, á þurrkasvæðum verður að vökva ræktunarsvæði. Framleiðsla rafmagns með vatnsafli er kölluð „græn“ orkuvinnsla vegna þess að henni fylgir lítil losun gróðurhúsalofttegunda. Nú þegar styrkur gróðurhúsalofttegunda eykst með hverju ári líta mörg lönd til þess að virkja vatnsafl og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, og á alþjóðavettvangi er hvatt til nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa. Um 85% af orkunotkun heimsins fást nú frá brennslu jarðefna, sem er langt frá því að teljast umhverfisvænn kostur. Hins vegar eru 85% orkunotkunar Íslendinga fengin frá endurnýjanlegum orkulindum og um 95% raforku á Íslandi eru framleidd með vatnsorku. Er það mín von að Ísland verði í fararbroddi þeirra þjóða sem vinna gegn loftslagsbreytingum og að einn dag munum við ná okkar hlutfalli upp í 100%.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar