Persson og Skarphéðinsson Ögmundur Jónasson skrifar 18. desember 2012 06:00 Enn reynir okkar ágæti utanríkisráðherra að sýna fram á hve hagstætt það yrði Íslendingum að ganga í Evrópusambandið. Í Fréttablaðinu er nú leiddur til vitnis sósíaldemókrat og fyrrum forsætisráðherra Svía, Göran Persson. Um þennan systurflokksmann sinn segir Össur Skarphéðinsson: „Persson benti á að eftir að Svíar gengu í Evrópusambandið árið 1994 hefðu þeir u.þ.b. tvöfaldað útflutning sinn. Síðustu 20 árin hefðu Svíar haft jákvæðan viðskipatjöfnuð við útlönd." Þetta telur utanríkisráðherra sem sagt vera góðan mælikvarða á ágæti Evrópusambandsaðildar. En hvernig skyldi okkur Íslendingum hafa reitt af á þessu tímabili? Nú þarf að gæta sín í samanburðarfræðunum. Þannig segja útflutningstölur eða viðskiptajöfnuður ekki alla söguna. Hvað viðskiptajöfnuðinn áhrærir þá „reiknast til gjalda áfallnir vextir föllnu bankanna, sem verða aldrei greiddir", svo vitnað sé í nýlegan pistil frá greiningardeild Arion banka. Og ef við lítum á vöruútflutninginn verður að taka gengisbreytingar með í reikninginn. Vöruútflutningur Íslendinga nam árið 1994 rúmum 112 milljörðum króna en rúmum 620 á síðasta ári. Útflutningurinn hafði með öðrum orðum rúmlega fimmfaldast! Upphæðin hefði hins vegar tæplega þrefaldast ef upphæðir væru uppreiknaðar miðað við meðalgengi vöruviðskiptavogar á verðlagi í október 2012 og farið úr 217 milljörðum í rúmlega 632 milljarða á síðasta ári. Með öðrum orðum var vöruútflutningur frá Íslandi samkvæmt þessari reikniformúlu nær þrefalt meiri árið 2011 en hann hafði verið árið 1994! Þannig að Össur Skarphéðinsson hefði hæglega getað sagt við hinn sænska vin sinn að Íslendingar hefðu ekki síður staðið sig en Svíar, sumpart jafnvel gert ennþá betur en þeir. Þó værum við utan Evrópusambandsins. Fróðlegt væri að skoða önnur þjóðarbú í þessu samhengi: til dæmis hið norska, spænska, þýska og gríska. Ætli það kæmi ekki upp úr kafinu að einsleitir krónutölumælikvarðar segðu ekki allan sannleika um velgengni ríkja eða ágæti ríkjasambanda. Ef til vill væri nær að skoða tölur um atvinnuleysi og umfang velferðarþjónustu. Greinilegt þykir mér að Persson þarf að veita vini sínum Skarphéðinssyni einhver fyllri rök en þau sem er að finna í sænskum hagskýrslum svo dugi til að sannfæra Íslendinga um að Evrópusambandsaðild sé allra meina bót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Ögmundur Jónasson Mest lesið Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Enn reynir okkar ágæti utanríkisráðherra að sýna fram á hve hagstætt það yrði Íslendingum að ganga í Evrópusambandið. Í Fréttablaðinu er nú leiddur til vitnis sósíaldemókrat og fyrrum forsætisráðherra Svía, Göran Persson. Um þennan systurflokksmann sinn segir Össur Skarphéðinsson: „Persson benti á að eftir að Svíar gengu í Evrópusambandið árið 1994 hefðu þeir u.þ.b. tvöfaldað útflutning sinn. Síðustu 20 árin hefðu Svíar haft jákvæðan viðskipatjöfnuð við útlönd." Þetta telur utanríkisráðherra sem sagt vera góðan mælikvarða á ágæti Evrópusambandsaðildar. En hvernig skyldi okkur Íslendingum hafa reitt af á þessu tímabili? Nú þarf að gæta sín í samanburðarfræðunum. Þannig segja útflutningstölur eða viðskiptajöfnuður ekki alla söguna. Hvað viðskiptajöfnuðinn áhrærir þá „reiknast til gjalda áfallnir vextir föllnu bankanna, sem verða aldrei greiddir", svo vitnað sé í nýlegan pistil frá greiningardeild Arion banka. Og ef við lítum á vöruútflutninginn verður að taka gengisbreytingar með í reikninginn. Vöruútflutningur Íslendinga nam árið 1994 rúmum 112 milljörðum króna en rúmum 620 á síðasta ári. Útflutningurinn hafði með öðrum orðum rúmlega fimmfaldast! Upphæðin hefði hins vegar tæplega þrefaldast ef upphæðir væru uppreiknaðar miðað við meðalgengi vöruviðskiptavogar á verðlagi í október 2012 og farið úr 217 milljörðum í rúmlega 632 milljarða á síðasta ári. Með öðrum orðum var vöruútflutningur frá Íslandi samkvæmt þessari reikniformúlu nær þrefalt meiri árið 2011 en hann hafði verið árið 1994! Þannig að Össur Skarphéðinsson hefði hæglega getað sagt við hinn sænska vin sinn að Íslendingar hefðu ekki síður staðið sig en Svíar, sumpart jafnvel gert ennþá betur en þeir. Þó værum við utan Evrópusambandsins. Fróðlegt væri að skoða önnur þjóðarbú í þessu samhengi: til dæmis hið norska, spænska, þýska og gríska. Ætli það kæmi ekki upp úr kafinu að einsleitir krónutölumælikvarðar segðu ekki allan sannleika um velgengni ríkja eða ágæti ríkjasambanda. Ef til vill væri nær að skoða tölur um atvinnuleysi og umfang velferðarþjónustu. Greinilegt þykir mér að Persson þarf að veita vini sínum Skarphéðinssyni einhver fyllri rök en þau sem er að finna í sænskum hagskýrslum svo dugi til að sannfæra Íslendinga um að Evrópusambandsaðild sé allra meina bót.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun