ESB ákveður leyfilegan heildarafla Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson skrifar 19. desember 2012 06:00 Ef til inngöngu Íslands í Evrópusambandið kæmi yrði sú meginbreyting á umhverfi íslenska kvótakerfisins að ákvarðanir um leyfilegan heildarafla íslenskra útgerða yrðu teknar af ráði landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra ESB-ríkjanna í Brussel. Í þessu fælist framsal á valdi sem íslenska ríkið fer með í dag. Í Evrópusambandinu er veiðiheimildum skipt milli aðildarríkja ESB samkvæmt meginreglunni um hlutfallslegan stöðugleika. Reglan felur í sér að hlutdeild hvers ríkis í leyfilegum hámarksafla skuli byggjast á veiðireynslu þess á tilteknum fiskistofnum en einnig er tekið tillit til svæða sem eru sérstaklega háð fiskveiðum. Þannig eiga veiðar einstakra ríkja að haldast hlutfallslega stöðugar til langs tíma. Hvert aðildarríki fyrir sig ákveður síðan, í samræmi við sína eigin löggjöf, hvernig það ráðstafar þeim aflaheimildum sem í hlut þess koma. Íslenska kvótakerfið mundi því ekki taka grundvallarbreytingum sem slíkt þótt Ísland gengi í ESB. Ákvarðanir um breytingar á kvótakerfinu yrðu eftir sem áður í höndum íslenskra stjórnvalda. Þótt aðildarríkin hafi að meginstefnu sjálfstæði um það hvernig þau úthluta sínum landskvóta eru þeim þó ýmis takmörk sett því ákvarðanir aðildarríkjanna mega ekki brjóta í bága við almennar reglur sambandsins. Evrópusambandið getur þannig í vissum tilfellum sett tæknilegar sóknartakmarkanir á einstök mið, til dæmis með því að banna eða takmarka heimildir til veiða með ákveðnum veiðarfærum. Þá getur sambandið einnig sett reglur er varða uppbyggingu eða endurreisn fiskistofna sem hafa verið ofveiddir og aðildarríkjunum er gert að fara eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Sjá meira
Ef til inngöngu Íslands í Evrópusambandið kæmi yrði sú meginbreyting á umhverfi íslenska kvótakerfisins að ákvarðanir um leyfilegan heildarafla íslenskra útgerða yrðu teknar af ráði landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra ESB-ríkjanna í Brussel. Í þessu fælist framsal á valdi sem íslenska ríkið fer með í dag. Í Evrópusambandinu er veiðiheimildum skipt milli aðildarríkja ESB samkvæmt meginreglunni um hlutfallslegan stöðugleika. Reglan felur í sér að hlutdeild hvers ríkis í leyfilegum hámarksafla skuli byggjast á veiðireynslu þess á tilteknum fiskistofnum en einnig er tekið tillit til svæða sem eru sérstaklega háð fiskveiðum. Þannig eiga veiðar einstakra ríkja að haldast hlutfallslega stöðugar til langs tíma. Hvert aðildarríki fyrir sig ákveður síðan, í samræmi við sína eigin löggjöf, hvernig það ráðstafar þeim aflaheimildum sem í hlut þess koma. Íslenska kvótakerfið mundi því ekki taka grundvallarbreytingum sem slíkt þótt Ísland gengi í ESB. Ákvarðanir um breytingar á kvótakerfinu yrðu eftir sem áður í höndum íslenskra stjórnvalda. Þótt aðildarríkin hafi að meginstefnu sjálfstæði um það hvernig þau úthluta sínum landskvóta eru þeim þó ýmis takmörk sett því ákvarðanir aðildarríkjanna mega ekki brjóta í bága við almennar reglur sambandsins. Evrópusambandið getur þannig í vissum tilfellum sett tæknilegar sóknartakmarkanir á einstök mið, til dæmis með því að banna eða takmarka heimildir til veiða með ákveðnum veiðarfærum. Þá getur sambandið einnig sett reglur er varða uppbyggingu eða endurreisn fiskistofna sem hafa verið ofveiddir og aðildarríkjunum er gert að fara eftir.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar