Ljósmyndirnar voru teknar á hótelherbergi í Newport Beach, 2. janúar síðastliðinn. Þar er Bieber í góðra vina hópi en á myndunum má sjá Bieber halda á stærðarinnar jónu.
Samkvæmt heimildum TMZ var það rapparinn ungi Lil Twist sem vafði jónuna.
Kvöldið áður lést stjörnuljósmyndari í umferðarslysi þegar hann elti þá Bieber og Twist í Los Angeles.
Bieber hefur ekki tjáð sig um myndirnar. Hann birti engu að síður skilaboð á Twitter þar sem hann sagðist elska aðdáendur sína og að það síðasta sem hann vildi gera væri að bregðast þeim.
