Komin með alveg upp í kok af þessu samfélagi 3. janúar 2013 08:45 Mynd/Helga og fótósjoppaðar forsíður glanstímarita. Lífið hafði samband við 14 ára Helgu Maríu Helgadóttur og bað hana um leyfi til að birta þessa frábæru hugleiðingu sem hún skrifaði á Facebooksíðuna sína en þar segist Helga vera komin með nóg af þessum heimi sem hún lifir í þegar kemur að útlitskröfum. Pistill Helgu í heild sinni: "Ókei shit ég get þetta ekki lengur. Ég er komin með alveg mikið meira en upp í kok af þessu samfélagi, þessum heimi sem við lifum í og þessum óraunhæfu staðalímyndum sem við eigum að líkjast! Ég er komin með nóg að því að líða illa yfir líkama mínum afþví að ég er ekki með grönn læri, af því ég er ekki með grannt andlit og af því ég er ekki með einhvern fullkominn sléttan maga! Af hverju á mér að líða illa yfir því? Af hverju finnst mér stanslaust eins og ég þurfi að svelta mig til að líða vel? Af hverju má ég ekki vera flott og fín nákvæmlega eins og ég er? Ég er alls ekki að stuðla til þess að lifa óheilbrigðum lífsstíl eða þá að sé í lagi að borða óhollt eins og svín og lifa bara fyrir framan sjónvarpið. Auðvitað borða ég að mestu hollan mat og hreyfi mig reglulega en því miður er ég bara ekki ein af þeim með fullkominn maga. En enn og aftur, hver ákveður hvað er fullkominn magi? Af hverju getur minn magi ekki alveg eins verið fullkominn? Og þó enginn sé að segja mér að ég þurfi að grennast eða taka mig á eða eitthvað, þá líður mér eins og ég sé undir stöðugri pressu, að ég þurfi að vera með flatan maga. Eins og mér á ekki að þurfa að líða illa yfir því að fara í sund með vinum mínum! Ég ákvað því að mín áramótaheit skyldu verða að vera ánægð og stolt af líkama mínum hvernig sem hann er þó eg ætli að demba mér líka í gott átak. Þess vegna ætla ég að setja þessa mynd af mínum maga hérna inná og auk þess vera ómáluð og með ekkert filter og bara vera stolt af því! Haha varð bara að koma þessu út. Takk fyrir að lesa ef þú nenntir því og ég hvet þig til að vera ánægð/ur með sjálfan þig sama hvernig þú ert! :) ást og friður."Staðalímyndir kvenna eru óraunhæfar. Þar koma glanstímaritin sterk inn.Hvernig hafa viðbrögð vina þinna verið við pistlinum?"Þau hafa verið alveg æðisleg. Ég hef ekki fengið neitt annað en svo flott skilaboð hérna á Facebook og ég hefði aldrei trúað því hvað fólk er yndælt. Ég hef séð reyndar eitt og eitt skítakomment en bjóst alveg við því og læt það ekkert á mig hafa," svarar Helga sem verður 15 ára í janúar. Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Lífið hafði samband við 14 ára Helgu Maríu Helgadóttur og bað hana um leyfi til að birta þessa frábæru hugleiðingu sem hún skrifaði á Facebooksíðuna sína en þar segist Helga vera komin með nóg af þessum heimi sem hún lifir í þegar kemur að útlitskröfum. Pistill Helgu í heild sinni: "Ókei shit ég get þetta ekki lengur. Ég er komin með alveg mikið meira en upp í kok af þessu samfélagi, þessum heimi sem við lifum í og þessum óraunhæfu staðalímyndum sem við eigum að líkjast! Ég er komin með nóg að því að líða illa yfir líkama mínum afþví að ég er ekki með grönn læri, af því ég er ekki með grannt andlit og af því ég er ekki með einhvern fullkominn sléttan maga! Af hverju á mér að líða illa yfir því? Af hverju finnst mér stanslaust eins og ég þurfi að svelta mig til að líða vel? Af hverju má ég ekki vera flott og fín nákvæmlega eins og ég er? Ég er alls ekki að stuðla til þess að lifa óheilbrigðum lífsstíl eða þá að sé í lagi að borða óhollt eins og svín og lifa bara fyrir framan sjónvarpið. Auðvitað borða ég að mestu hollan mat og hreyfi mig reglulega en því miður er ég bara ekki ein af þeim með fullkominn maga. En enn og aftur, hver ákveður hvað er fullkominn magi? Af hverju getur minn magi ekki alveg eins verið fullkominn? Og þó enginn sé að segja mér að ég þurfi að grennast eða taka mig á eða eitthvað, þá líður mér eins og ég sé undir stöðugri pressu, að ég þurfi að vera með flatan maga. Eins og mér á ekki að þurfa að líða illa yfir því að fara í sund með vinum mínum! Ég ákvað því að mín áramótaheit skyldu verða að vera ánægð og stolt af líkama mínum hvernig sem hann er þó eg ætli að demba mér líka í gott átak. Þess vegna ætla ég að setja þessa mynd af mínum maga hérna inná og auk þess vera ómáluð og með ekkert filter og bara vera stolt af því! Haha varð bara að koma þessu út. Takk fyrir að lesa ef þú nenntir því og ég hvet þig til að vera ánægð/ur með sjálfan þig sama hvernig þú ert! :) ást og friður."Staðalímyndir kvenna eru óraunhæfar. Þar koma glanstímaritin sterk inn.Hvernig hafa viðbrögð vina þinna verið við pistlinum?"Þau hafa verið alveg æðisleg. Ég hef ekki fengið neitt annað en svo flott skilaboð hérna á Facebook og ég hefði aldrei trúað því hvað fólk er yndælt. Ég hef séð reyndar eitt og eitt skítakomment en bjóst alveg við því og læt það ekkert á mig hafa," svarar Helga sem verður 15 ára í janúar.
Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira