Íslendingar mega aldrei sætta sig við yfirgang 8. febrúar 2013 15:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins. Mynd/ GVA. Sigmundur Davíð gerði deiluna í Icesave-málinu að umtalsefni á flokksþingi Framsóknarflokksins í Gullhömrum í Grafarvogi í dag. „Íslendingar eru, og verða vonandi alltaf, herlaus þjóð. En við sættum okkur ekki við yfirgang. Við heyjum baráttu okkar á grundvelli laga og réttar, vegna þess að við vitum að með lögum skal land byggja. Við megum aldrei láta undan ofríki sama hversu mikið ofurefli kann að vera við að etja," sagði Sigmundur Davíð. „Nú er nýlokið deilu sem flestir virðast sammála um að hafi verið ein stærsta milliríkjadeila í seinnitímasögu landsins. Að minnsta kosti sú stærsta frá því í landhelgisdeilunum, sagði Sigmundur Davíð. Það væri engin tilviljun að Framsóknarflokkurinn hafi haft forgöngu í baráttunni gegn því óréttlæti sem Íslendingar voru beittir ...ásamt hópum fólks sem var reiðubúið að leggja á sig óhemju vinnu til að verja hagsmuni samborgaranna," bætti Sigmundur Davíð við. Hann benti á að eftir að Íslendingar unnu fullnaðarsigur í Icesave-deilunni hafi menn haldið því fram að eftirgjöf í því máli hafi einungis komið til vegna nauðungar. Vegna þess að Norðurlöndin, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið hafi beitt okkur þvingunum. „Það er að vísu rétt að við vorum beitt þvingunum. En það réttlætti ekki eftirgjöf. Það sem er hins vegar verra er að baráttan fyrir því að látið yrði undan þvingunum var fyrst og fremst rekin hér heima. Í stað þess að bregðast hart við þegar alþjóðlegar stofnanir voru misnotaðar, í andstöðu við lög og rétt, var látið hjá líða að andmæla af krafti," sagði Sigmundur Davíð. Þess í stað hafi verið mögnuð upp hræðsla hér heima og settar fram endalausar heimsendaspár, algjörlega úr samræmi við raunveruleikann. „Hinir erlendu kúgarar þurftu í raun ekki að láta til sín taka. Þá skorti ekki málsvara hér heima sem voru reiðubúnir að ganga ótrúlega langt við að reyna að koma klyfjum á Íslendinga," sagði Sigmundur Davíð. Sigmundur Davíð sagði að þeir hefðu verið margir hér heima sem hafi sagt að okkur bæri skylda til að borga, og enn fleiri sem hefðu haldið því fram að lagaleg staða okkar væri að minnsta kosti mjög veik. „Aðrir sögðu að okkur bæri siðferðisleg skylda til að taka á okkur klyfjarnar og jafnvel að börnin okkar hefðu gott af því að greiða himinháa vexti á skuldir gjaldþrota einkabanka. Þessu var fylgt eftir með því að reyna út í ystu æsar að halda nauðsynlegum gögnum leyndum, birta alrangar tölur um stöðu þjóðarbúsins og teyma fram innlenda og erlenda álitsgjafa til að segja Íslendingum að borga," sagði Sigmundur Davið. Svo hafi Íslendingum verð sagt, nánast daglega, hvers konar efnahagslegar hörmungar myndu dynja yfir ef ekki yrði látið undan. „Það virðist nánast grátbroslegt núna að minnast þess að svokallaðir sérfræðingar og stjórnmálamenn sögðu okkur hvað eftir annað að lífskjör myndu færast aftur um marga áratugi, hér yrði nokkurs konar efnahagslegur kjarnorkuvetur og landið yrði í hópi með einangruðustu og frumstæðustu ríkjum heims ef við neituðum að borga," sagði Sigmundur Davíð. Þetta hafi hins vegar ekki verið grátbroslegt á sínum tíma. Kosningar 2013 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Enn skelfur jörð við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira
Sigmundur Davíð gerði deiluna í Icesave-málinu að umtalsefni á flokksþingi Framsóknarflokksins í Gullhömrum í Grafarvogi í dag. „Íslendingar eru, og verða vonandi alltaf, herlaus þjóð. En við sættum okkur ekki við yfirgang. Við heyjum baráttu okkar á grundvelli laga og réttar, vegna þess að við vitum að með lögum skal land byggja. Við megum aldrei láta undan ofríki sama hversu mikið ofurefli kann að vera við að etja," sagði Sigmundur Davíð. „Nú er nýlokið deilu sem flestir virðast sammála um að hafi verið ein stærsta milliríkjadeila í seinnitímasögu landsins. Að minnsta kosti sú stærsta frá því í landhelgisdeilunum, sagði Sigmundur Davíð. Það væri engin tilviljun að Framsóknarflokkurinn hafi haft forgöngu í baráttunni gegn því óréttlæti sem Íslendingar voru beittir ...ásamt hópum fólks sem var reiðubúið að leggja á sig óhemju vinnu til að verja hagsmuni samborgaranna," bætti Sigmundur Davíð við. Hann benti á að eftir að Íslendingar unnu fullnaðarsigur í Icesave-deilunni hafi menn haldið því fram að eftirgjöf í því máli hafi einungis komið til vegna nauðungar. Vegna þess að Norðurlöndin, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið hafi beitt okkur þvingunum. „Það er að vísu rétt að við vorum beitt þvingunum. En það réttlætti ekki eftirgjöf. Það sem er hins vegar verra er að baráttan fyrir því að látið yrði undan þvingunum var fyrst og fremst rekin hér heima. Í stað þess að bregðast hart við þegar alþjóðlegar stofnanir voru misnotaðar, í andstöðu við lög og rétt, var látið hjá líða að andmæla af krafti," sagði Sigmundur Davíð. Þess í stað hafi verið mögnuð upp hræðsla hér heima og settar fram endalausar heimsendaspár, algjörlega úr samræmi við raunveruleikann. „Hinir erlendu kúgarar þurftu í raun ekki að láta til sín taka. Þá skorti ekki málsvara hér heima sem voru reiðubúnir að ganga ótrúlega langt við að reyna að koma klyfjum á Íslendinga," sagði Sigmundur Davíð. Sigmundur Davíð sagði að þeir hefðu verið margir hér heima sem hafi sagt að okkur bæri skylda til að borga, og enn fleiri sem hefðu haldið því fram að lagaleg staða okkar væri að minnsta kosti mjög veik. „Aðrir sögðu að okkur bæri siðferðisleg skylda til að taka á okkur klyfjarnar og jafnvel að börnin okkar hefðu gott af því að greiða himinháa vexti á skuldir gjaldþrota einkabanka. Þessu var fylgt eftir með því að reyna út í ystu æsar að halda nauðsynlegum gögnum leyndum, birta alrangar tölur um stöðu þjóðarbúsins og teyma fram innlenda og erlenda álitsgjafa til að segja Íslendingum að borga," sagði Sigmundur Davið. Svo hafi Íslendingum verð sagt, nánast daglega, hvers konar efnahagslegar hörmungar myndu dynja yfir ef ekki yrði látið undan. „Það virðist nánast grátbroslegt núna að minnast þess að svokallaðir sérfræðingar og stjórnmálamenn sögðu okkur hvað eftir annað að lífskjör myndu færast aftur um marga áratugi, hér yrði nokkurs konar efnahagslegur kjarnorkuvetur og landið yrði í hópi með einangruðustu og frumstæðustu ríkjum heims ef við neituðum að borga," sagði Sigmundur Davíð. Þetta hafi hins vegar ekki verið grátbroslegt á sínum tíma.
Kosningar 2013 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Enn skelfur jörð við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira