"Ég á endalaust mikið af augnskuggum og varalitum. Um leið og ég uppgötvaði snyrtivörur var í raun ekki aftur snúið. Mac snyrtivörurnar eru í miklu uppáhaldi en einnig eru Bobbi Brown, Smashbox og Benefit á listanum. Ég er einstaklega lyktnæm og sanka að mér alls konar ilmvötnum og body spreyum sem ég nota óspart. Stundum blanda ég þeim saman til að búa til minn eigin ilm," segir Marín Manda.

"Ilmurinn sem ég nýt þess að nota í dag er Alien frá Thierry Mugler. Það er eitthvað seyðandi við það ilmvatn."

"Baugafelarann elska ég. Hann er þykkri en margir og ég kann að meta að hann hylur almennilega."

"Maskari er ómissandi og mikið af honum. Án maskara er eins og það vanti á mann andlitið. Í dag er ég að nota Bionic Maskara frá Smashbox. Hann er mjög góður."

"Kvölds og morgna nota ég venjulegt Karbamíð rakakrem frá Gamla Apótekinu sem gerir sitt gagn. Stundum nota ég HUILE ABSOLUE - Face & Body Serum frá Patyka sem er 100% náttúrulegt serum. Húðin verður frískari og mjúk sem silki."

"Hins vegar eru vatn, baugafelari, maskari og kinnalitur ómissandi daglega. Ég hef aldrei verið dugleg að nota meik en er nýbyrjuð að nota Face and Body Foundation frá MAC sem er eins konar fljótandi þunnt dagkrem sem að þó hylur vel."


"Kinnalit nota ég daglega og á þá margs konar litum í takt við árstíðirnar en sá sem ég nota helst núna er Dainty frá MAC."