Leikkonan Jennifer Lawrence er tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Silver Linings Playbook. Hún gæti komið á óvart í fatavali á stóra kvöldinu.
"Ég ætla að vera í íþróttabuxum," grínaðist Jennifer við blaðamenn á hádegisverðarsamkomu á vegum Óskarsins.
Hæfileikarík á uppleið."Ég er búin að vera að hugsa þetta. Ég er ekki búin að ákveða neitt. Ég ætla allavega að vera í tísku í þetta sinn," segir Jennifer. Hún ætlar að reyna að plata foreldra sína, Gary og Karen, með á rauða dregilinn.