Tekur þátt í tískuvikunni í Kaupmannahöfn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 3. febrúar 2013 09:30 Tanja Huld Leví Guðmundsdóttir var ein þriggja útskriftarnema frá Listaháskólanum sem tók þátt í Designers Nest sem fór fram á tískuvikunni í Kaupmannahöfn um helgina. Designers Nest er skandinavísk fatahönnunarkeppni fyrir nýútskrifaða og efnilega fatahönnuði og er hugsað sem stökkpallur út í bransann. Margir fjölmiðlar og áhrifafólk í tískuheiminum sækja sýninguna ár hvert.Hluti af línu Tönju sem sýnd var á Designers Nest á föstudaginn.Hönnuðirnir voru 10 talsins í ár, en fagstjóri fatahönnunardeildarinnar í Listaháskóla Íslands velur þrjá nemendur frá Íslandi til að taka þátt.Hvernig gekk svo? „Þessi dagur einkenndist af mjög mikilli spennu og stressi. Það gekk ágætlega að tala við dómarana, þó svo að tíminn hafi verið mjög stuttur, en hver og einn fékk bara 5 mínútur til að kynna línuna sína. Þeir virtust vera mjög áhugasamir og hrósuðu mér sérstaklega fyrir handbragðið á útsaumnum á lokalínunni minni. Það var mjög gaman og góð tilfinning að sjá sína eigin hönnun á þessari tískusýningu, meðal annara mjög hæfileikaríkra hönnuða og fá að koma sér á framfæri fyrir utan landsteinanna".Eru einhver sérstök tækifæri sem geta skapast út frá þessu? „Ég held að það fari allt eftir því hverjir mæta á sýninguna hverju sinni. Það hefur alls konar bransafólk mætt á tískusýningarnar sem eru með ákveðin verkefni í huga fyrir rétta aðila sem henta þeim. Nýútskrifaðir hönnuðir sem hafa tekið þátt hafa fengið umfjöllun og störf eftir sýninguna".Tanja Huld Leví Gunnarsdóttir.Hvert verður svo framhaldið? „Ég útskrifaðist úr Listaháskólanum síðasta vor og er núna í diplómanámi í Myndlistaskóla Reykjavíkur í textíl. Ég ákvað að sérhæfa mig í textíl og langaði að undirbúa mig til þess að sækja um í M.A erlendis í fatahönnun með áherslu á textíl. Ég hef ekki ákveðið nákvæmlega hvert en er með nokkra skóla í huga. Þess á milli hef ég verið í samstarfi við vinkonu mína sem útskrifaðist nýverið úr Parsons, næst á döfinni hjá okkur er að gera tilraunir með digital prent og gera vonandi "mini collection" út frá því".Tanja ásamt Mai og Björgu sem einnig voru valdar til að taka þátt.Designers Nest á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fleiri fréttir Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Tanja Huld Leví Guðmundsdóttir var ein þriggja útskriftarnema frá Listaháskólanum sem tók þátt í Designers Nest sem fór fram á tískuvikunni í Kaupmannahöfn um helgina. Designers Nest er skandinavísk fatahönnunarkeppni fyrir nýútskrifaða og efnilega fatahönnuði og er hugsað sem stökkpallur út í bransann. Margir fjölmiðlar og áhrifafólk í tískuheiminum sækja sýninguna ár hvert.Hluti af línu Tönju sem sýnd var á Designers Nest á föstudaginn.Hönnuðirnir voru 10 talsins í ár, en fagstjóri fatahönnunardeildarinnar í Listaháskóla Íslands velur þrjá nemendur frá Íslandi til að taka þátt.Hvernig gekk svo? „Þessi dagur einkenndist af mjög mikilli spennu og stressi. Það gekk ágætlega að tala við dómarana, þó svo að tíminn hafi verið mjög stuttur, en hver og einn fékk bara 5 mínútur til að kynna línuna sína. Þeir virtust vera mjög áhugasamir og hrósuðu mér sérstaklega fyrir handbragðið á útsaumnum á lokalínunni minni. Það var mjög gaman og góð tilfinning að sjá sína eigin hönnun á þessari tískusýningu, meðal annara mjög hæfileikaríkra hönnuða og fá að koma sér á framfæri fyrir utan landsteinanna".Eru einhver sérstök tækifæri sem geta skapast út frá þessu? „Ég held að það fari allt eftir því hverjir mæta á sýninguna hverju sinni. Það hefur alls konar bransafólk mætt á tískusýningarnar sem eru með ákveðin verkefni í huga fyrir rétta aðila sem henta þeim. Nýútskrifaðir hönnuðir sem hafa tekið þátt hafa fengið umfjöllun og störf eftir sýninguna".Tanja Huld Leví Gunnarsdóttir.Hvert verður svo framhaldið? „Ég útskrifaðist úr Listaháskólanum síðasta vor og er núna í diplómanámi í Myndlistaskóla Reykjavíkur í textíl. Ég ákvað að sérhæfa mig í textíl og langaði að undirbúa mig til þess að sækja um í M.A erlendis í fatahönnun með áherslu á textíl. Ég hef ekki ákveðið nákvæmlega hvert en er með nokkra skóla í huga. Þess á milli hef ég verið í samstarfi við vinkonu mína sem útskrifaðist nýverið úr Parsons, næst á döfinni hjá okkur er að gera tilraunir með digital prent og gera vonandi "mini collection" út frá því".Tanja ásamt Mai og Björgu sem einnig voru valdar til að taka þátt.Designers Nest á tískuvikunni í Kaupmannahöfn.
Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fleiri fréttir Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira