Íslenskur ljósmyndari hannar stuttermaboli Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 19. febrúar 2013 09:30 Óskar Hallgrímsson er ljósmyndari og nemi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Skari, eins og hann er kallaður, hefur alltaf haft mikinn áhuga á tísku en hingað til verið hinum meginn við linsuna í tískuheiminum. Hann hefur unnið fyrir ýmsa hönnuði og meðal annars myndað auglýsingaherferð fyrir Andersen & Lauth. Í desember fékk Óskar þá flugu í höfuðuð að prenta stuttermaboli undir nafninu ANGUR með mynd af hauskúpu sem hann hannaði sjálfur. Það verkefni gekk vonum framar og Óskar hefur sig allan við að framleiða boli þessa dagana til að mæta eftirspurn.,,Hugmyndin af bolunum kom út frá þessari hauskúpumynd sem ég teiknaði í tíma í skólanum þar sem verkefnið var að búa til plaggat fyrir leikritið Hamlet. Í desember var svo jólamarkaður í Listaháskólanum og ég ákvað bara að slá til og framleiddi nokkra boli með hauskúpunni áprentaðri og prófaði að selja þá þar. Þeir seldust upp á örfáum klukkutímum, fólk tók virkilega vel í þetta. Ég gerði fleiri boli og þeir seldust allir upp líka, svo ég hélt bara áfram að framleiða þá og er allur í þessu núna", segir Skari.Skari hefur prófað sig áfram og prentað á bæði peysur og skyrtur. Hann stefnir á að gera meira af því á næstunni.Framleiðir þú bolina á Íslandi? ,,Heldur betur, ég er með vinnustofu á Laugavegi 25, 3 hæð, þar sem ég prenta og sel fötin. Ég geri þetta allt í höndunum, en myndin er prentuð á bolinn með silkiprenti og er svo pressuð með hita".Eru fleiri járn í eldinum hjá ANGUR? ,,Viðbrögðin hafa verið frábær, það góð að ég ætla að fara með þetta eitthvað mun lengra og er á fullu að vinna að nýjum hönnunum. Mig langar að vera með fjölbreyttara úrval og ætla að vera kominn með derhúfur og peysur innan skamms. Ég stefni að fara í samstarf við fatahönnuð, þar sem mín hönnun er aðalega grafísk. Ég held að það gæti verið algjör snilld". Hægt er að panta boli og fylgjast með Angur á Facebook.Óskari Hallgrímssyni er margt til lista lagt.Ein týpa af bolum Óskars. Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Óskar Hallgrímsson er ljósmyndari og nemi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Skari, eins og hann er kallaður, hefur alltaf haft mikinn áhuga á tísku en hingað til verið hinum meginn við linsuna í tískuheiminum. Hann hefur unnið fyrir ýmsa hönnuði og meðal annars myndað auglýsingaherferð fyrir Andersen & Lauth. Í desember fékk Óskar þá flugu í höfuðuð að prenta stuttermaboli undir nafninu ANGUR með mynd af hauskúpu sem hann hannaði sjálfur. Það verkefni gekk vonum framar og Óskar hefur sig allan við að framleiða boli þessa dagana til að mæta eftirspurn.,,Hugmyndin af bolunum kom út frá þessari hauskúpumynd sem ég teiknaði í tíma í skólanum þar sem verkefnið var að búa til plaggat fyrir leikritið Hamlet. Í desember var svo jólamarkaður í Listaháskólanum og ég ákvað bara að slá til og framleiddi nokkra boli með hauskúpunni áprentaðri og prófaði að selja þá þar. Þeir seldust upp á örfáum klukkutímum, fólk tók virkilega vel í þetta. Ég gerði fleiri boli og þeir seldust allir upp líka, svo ég hélt bara áfram að framleiða þá og er allur í þessu núna", segir Skari.Skari hefur prófað sig áfram og prentað á bæði peysur og skyrtur. Hann stefnir á að gera meira af því á næstunni.Framleiðir þú bolina á Íslandi? ,,Heldur betur, ég er með vinnustofu á Laugavegi 25, 3 hæð, þar sem ég prenta og sel fötin. Ég geri þetta allt í höndunum, en myndin er prentuð á bolinn með silkiprenti og er svo pressuð með hita".Eru fleiri járn í eldinum hjá ANGUR? ,,Viðbrögðin hafa verið frábær, það góð að ég ætla að fara með þetta eitthvað mun lengra og er á fullu að vinna að nýjum hönnunum. Mig langar að vera með fjölbreyttara úrval og ætla að vera kominn með derhúfur og peysur innan skamms. Ég stefni að fara í samstarf við fatahönnuð, þar sem mín hönnun er aðalega grafísk. Ég held að það gæti verið algjör snilld". Hægt er að panta boli og fylgjast með Angur á Facebook.Óskari Hallgrímssyni er margt til lista lagt.Ein týpa af bolum Óskars.
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira