Haustlínan féll í skugga hneykslis Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 14. febrúar 2013 12:30 Oscar de la Renta hefur verið mikið á milli tannanna á fólki eftir að sá orðrómur kom upp að hann hefði boðið John Galliano að vinna fyrir sig í haust. Galliano var eins og margir vita rekinn úr starfi sínu hjá Christian Dior eftir að myndband náðist af honum þar sem hann lofsöng nasisma og lét út úr sér ýmis andgyðingsleg níð. Tískuheimurinn hefur átt erfitt með að fyrirgefa þetta atvik og því kom það mörgum í opna skjöldu þegar fréttist af ráðningunni, en hún fékkst staðfest á sýningu haust- og vetrarlínu tískuhússins á þriðjudaginn. Línan var engu að síður undurfögur eins og við var að búast frá de la Renta, en áhrif Gallianos sáust greinilega. Fatnaðurinn sjálfur féll því í skuggann af spennuþrungnum sal sem beið þess að Galliano myndi stíga fram á sviðið að sýningu lokinni. Oscar de la Renta steig að vísu einn fram á meðan Galliano taldi öruggara að halda sig baksviðs. Hér sjáum við myndir frá sýningunni.Oscar de la Renta og John Galliano. Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Oscar de la Renta hefur verið mikið á milli tannanna á fólki eftir að sá orðrómur kom upp að hann hefði boðið John Galliano að vinna fyrir sig í haust. Galliano var eins og margir vita rekinn úr starfi sínu hjá Christian Dior eftir að myndband náðist af honum þar sem hann lofsöng nasisma og lét út úr sér ýmis andgyðingsleg níð. Tískuheimurinn hefur átt erfitt með að fyrirgefa þetta atvik og því kom það mörgum í opna skjöldu þegar fréttist af ráðningunni, en hún fékkst staðfest á sýningu haust- og vetrarlínu tískuhússins á þriðjudaginn. Línan var engu að síður undurfögur eins og við var að búast frá de la Renta, en áhrif Gallianos sáust greinilega. Fatnaðurinn sjálfur féll því í skuggann af spennuþrungnum sal sem beið þess að Galliano myndi stíga fram á sviðið að sýningu lokinni. Oscar de la Renta steig að vísu einn fram á meðan Galliano taldi öruggara að halda sig baksviðs. Hér sjáum við myndir frá sýningunni.Oscar de la Renta og John Galliano.
Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira