McCallum tryggði KR sjötta sigurinn í röð - úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2013 21:06 Shannon McCallum Mynd/Stefán KR-konur héldu sigurgöngu sinni á fram í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðið vann eins stigs sigur á Val, 62-61, í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda. Haukar unnu á sama tíma endurkomusigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni og nú munar aðeins tveimur stigum á Val og Haukum í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Shannon McCallum tryggði KR 62-61 sigur á Val með því að skora sigurkörfuna rétt fyrir leikslok en hún á mikinn þátt í því að KR er búið að vinna sex leiki í röð. McCallum skoraði alls 38 stig í kvöld. Þórunn Bjarnadóttir kom Val í 61-60 með þriggja stiga körfu 5 sekúndum fyrir leikslok en það var nægur tími fyrir McCallum að skora sigurkörfuna í leiknum. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á leikinn í Vodafone-höllinni og tók myndirnar hér fyrir ofan. Haukakonur fögnuðu sínum þriðja sigri í röð þegar þær unnu Njarðvík 68-63 í Ljónagryfjunni. Á sama tíma og Valur er búið að tapa þremur deildarleikjum í röð hefur Haukaliðið unnið þrjá leiki í röð og því munar aðeins tveimur stigum á liðunum í 4. og 5. sæti deildarinnar. Njarðvík var átta stigum yfir í hálfleik, 34-26, en Haukar unnu þriðja leikhlutann 19-11 og tryggðu sér svo sigur með því að vinna lokaleikhlutann 23-18. Keflavík er áfram með fjögurra stiga forskot á Snæfell í baráttunni um deildarmeistaratitilinn í Dominos-deild kvenna í körfubolta en bæði lið unnu góða heimasigra í leikjum sínum í kvöld. Keflavík vann 28 stiga sigur á Grindavík, 86-58, en Keflavíkurliðið hafði í leiknum á undan tapað sínum fyrsta leik eftir sigur liðsins í bikarúrslitunum. Snæfell vann sextán stiga sigur á Fjölni, 92-76, en Snæfellsliðið var búið að tapa þremur heimaleikjum í röð í deild og bikar.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Keflavík-Grindavík 86-58 (18-18, 19-17, 30-11, 19-12)Keflavík: Jessica Ann Jenkins 26/5 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 14/8 stoðsendingar/5 stolnir, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 12/11 fráköst/4 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 10/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 10/8 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 8, Aníta Eva Viðarsdóttir 3, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 3.Grindavík: Crystal Smith 18/4 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 8/4 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 8, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 6, Helga Rut Hallgrímsdóttir 6/8 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3, Eyrún Ösp Ottósdóttir 3, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2/8 fráköst, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 2, Julia Lane Figueroa Sicat 2.Njarðvík-Haukar 63-68 (12-13, 22-13, 11-19, 18-23)Njarðvík: Lele Hardy 25/21 fráköst/9 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 16, Svava Ósk Stefánsdóttir 10, Salbjörg Sævarsdóttir 6/4 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 6.Haukar: Siarre Evans 20/17 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 14/5 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 10/5 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 9/5 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 5/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 4/5 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 4, Sólrún Inga Gísladóttir 2.Snæfell-Fjölnir 92-76 (20-18, 21-17, 24-21, 27-20)Snæfell: Kieraah Marlow 26/15 fráköst/5 stoðsendingar, Hildur Sigurðardóttir 25/7 fráköst/10 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 10/4 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 9/11 fráköst/6 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3/4 fráköst, Rósa Indriðadóttir 2.Fjölnir: Britney Jones 36/5 stoðsendingar, Fanney Lind Guðmundsdóttir 14/6 fráköst, Bergdís Ragnarsdóttir 12/8 fráköst, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 6, Hrund Jóhannsdóttir 6/7 fráköst, Eyrún Líf Sigurðardóttir 2.Valur-KR 61-62 (12-16, 19-16, 11-11, 19-19)Valur: Jaleesa Butler 22/18 fráköst/5 varin skot, Kristrún Sigurjónsdóttir 19/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 10/5 stolnir, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 5/4 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 5/6 fráköst/5 stoðsendingar.KR: Shannon McCallum 38/13 fráköst/8 stolnir, Ína María Einarsdóttir 5, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 4/7 fráköst, Rannveig Ólafsdóttir 4, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 4/6 fráköst, Helga Einarsdóttir 4/6 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 3. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
KR-konur héldu sigurgöngu sinni á fram í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðið vann eins stigs sigur á Val, 62-61, í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda. Haukar unnu á sama tíma endurkomusigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni og nú munar aðeins tveimur stigum á Val og Haukum í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Shannon McCallum tryggði KR 62-61 sigur á Val með því að skora sigurkörfuna rétt fyrir leikslok en hún á mikinn þátt í því að KR er búið að vinna sex leiki í röð. McCallum skoraði alls 38 stig í kvöld. Þórunn Bjarnadóttir kom Val í 61-60 með þriggja stiga körfu 5 sekúndum fyrir leikslok en það var nægur tími fyrir McCallum að skora sigurkörfuna í leiknum. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á leikinn í Vodafone-höllinni og tók myndirnar hér fyrir ofan. Haukakonur fögnuðu sínum þriðja sigri í röð þegar þær unnu Njarðvík 68-63 í Ljónagryfjunni. Á sama tíma og Valur er búið að tapa þremur deildarleikjum í röð hefur Haukaliðið unnið þrjá leiki í röð og því munar aðeins tveimur stigum á liðunum í 4. og 5. sæti deildarinnar. Njarðvík var átta stigum yfir í hálfleik, 34-26, en Haukar unnu þriðja leikhlutann 19-11 og tryggðu sér svo sigur með því að vinna lokaleikhlutann 23-18. Keflavík er áfram með fjögurra stiga forskot á Snæfell í baráttunni um deildarmeistaratitilinn í Dominos-deild kvenna í körfubolta en bæði lið unnu góða heimasigra í leikjum sínum í kvöld. Keflavík vann 28 stiga sigur á Grindavík, 86-58, en Keflavíkurliðið hafði í leiknum á undan tapað sínum fyrsta leik eftir sigur liðsins í bikarúrslitunum. Snæfell vann sextán stiga sigur á Fjölni, 92-76, en Snæfellsliðið var búið að tapa þremur heimaleikjum í röð í deild og bikar.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Keflavík-Grindavík 86-58 (18-18, 19-17, 30-11, 19-12)Keflavík: Jessica Ann Jenkins 26/5 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 14/8 stoðsendingar/5 stolnir, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 12/11 fráköst/4 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 10/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 10/8 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 8, Aníta Eva Viðarsdóttir 3, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 3.Grindavík: Crystal Smith 18/4 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 8/4 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 8, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 6, Helga Rut Hallgrímsdóttir 6/8 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3, Eyrún Ösp Ottósdóttir 3, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2/8 fráköst, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 2, Julia Lane Figueroa Sicat 2.Njarðvík-Haukar 63-68 (12-13, 22-13, 11-19, 18-23)Njarðvík: Lele Hardy 25/21 fráköst/9 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 16, Svava Ósk Stefánsdóttir 10, Salbjörg Sævarsdóttir 6/4 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 6.Haukar: Siarre Evans 20/17 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 14/5 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 10/5 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 9/5 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 5/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 4/5 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 4, Sólrún Inga Gísladóttir 2.Snæfell-Fjölnir 92-76 (20-18, 21-17, 24-21, 27-20)Snæfell: Kieraah Marlow 26/15 fráköst/5 stoðsendingar, Hildur Sigurðardóttir 25/7 fráköst/10 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 10/4 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 9/11 fráköst/6 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3/4 fráköst, Rósa Indriðadóttir 2.Fjölnir: Britney Jones 36/5 stoðsendingar, Fanney Lind Guðmundsdóttir 14/6 fráköst, Bergdís Ragnarsdóttir 12/8 fráköst, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 6, Hrund Jóhannsdóttir 6/7 fráköst, Eyrún Líf Sigurðardóttir 2.Valur-KR 61-62 (12-16, 19-16, 11-11, 19-19)Valur: Jaleesa Butler 22/18 fráköst/5 varin skot, Kristrún Sigurjónsdóttir 19/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 10/5 stolnir, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 5/4 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 5/6 fráköst/5 stoðsendingar.KR: Shannon McCallum 38/13 fráköst/8 stolnir, Ína María Einarsdóttir 5, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 4/7 fráköst, Rannveig Ólafsdóttir 4, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 4/6 fráköst, Helga Einarsdóttir 4/6 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 3.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira