Brotajárni rigndi yfir stóran hóp áhorfenda þegar að bíll Kyle Larson tókst á loft eftir árekstur og hlutaðist í sundur.
Atvikið átti sér stað í gær en í dag fór Daytona 500-kappaksturinn fram eins og áætlað var. Jimmie Johnson stóð uppi sem sigurvegari.
Danica Patrick varð fyrsta konan í sögunni til að byrja á ráspól í þessum sögufræga kappakstri en hún endaði í áttunda sæti.
Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun fréttastofu ABC-fréttastofunnar um áreksturinn í gær.