Sport

Sau­tján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gout Gout fagnar með áhorfendum.
Gout Gout fagnar með áhorfendum. getty/Cameron Spencer

Hlauparinn ungi og stórefnilegi, Gout Gout, hljóp tvö hundruð metra á undir tuttugu sekúndum á ástralska meistaramótinu í Perth.

Gout, sem er aðeins sautján ára, hefur vakið mikla athygli fyrir vaska framgöngu á hlaupabrautinni og þykir vera meðal efnilegustu spretthlaupara heims.

Hann hljóp tvö hundruð metrana á 19,84 sekúndum sem er 0,2 sekúndum betra en landsmetið hans í greininni.

Tími Gouts fæst hins vegar ekki skráður þar sem meðvindur var of mikill, eða +2,2 metrar á sekúndu.

Gout á næst besta tíma keppenda yngri en tuttugu ára í tvö hundruð metra hlaupi. Bandaríkjamaðurinn Erriyon Knighton hljóp tvö hundruð metrana á 19,49 sekúndum fyrir þremur árum.

Gout hefur verið líkt við sjálfan Usain Bolt en hann á einmitt heimsmetið í tvö hundruð metra hlaupi; 19,19 sekúndur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×