Thelma Rut Hermannsdóttir úr Gerplu gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í fjölþraut fimmta árið í röð á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum í dag. Ólafur Garðar Gunnarsson, einnig úr Gerplu, fagnaði Íslandsmeistaratitlinum hjá körlum í fyrsta sinn í dag.
Ólafur Garðar fékk 77.800 stig í efsta sæti. Róbert Kristmannsson úr Gerplu sem hafði titil að verja hafnaði í öðru sæti og Jón Sigurður Gunnarsson úr Ármanni lenti í þriðja sæti.
Thelma Rut hlaut 49.100 stig í efsta sætið en Dominiqua Alma Belany úr Gróttu hafnaði í öðru sæti og Agnes Suto úr Gerplu í því þriðja.
Einnig var keppt í unglingaflokki og þar urðu Valgarð Reinhardsson úr Gerplu og Kristjana Ýr Kristinsdóttir úr Björk hlutskörpust.
Thelma Rut vann fimmta árið í röð | Ólafur Garðar Íslandsmeistari hjá körlunum
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið




„Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“
Íslenski boltinn


„Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“
Íslenski boltinn



Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1

Fleiri fréttir
