Rut Sigurðardóttir ljósmyndari sem býr og starfar í Berlín í Þýskalandi gerði íslenskan myndaþátt fyrir þýska tímaritið Kaltblut Magazine.
Myndaþátt Rutar sem ber heitið Saga úr sjó má skoða hér.
"Ég vann þáttinn í samvinnu við Nicolas Simoneau sem er art director Kaltblut. Við fengum til liðs við okkur Ernu Hreinsdóttur stílista sem notaði einungis íslenska hönnun frá hönnuðum á borð við Hildi Yeoman, EYGLÓ, Zisku og fleirum," segir Rut spurð út í verkefnið.
Innlástur úr goðsagnaheimi íslenskra sjávarvera
"Við sóttum inspiration í goðsagnaheim íslenskra sjávarvera en þema blaðsins að þessu sinni var "the north"þar sem margt var sótt til Íslands og hinna norðurlandanna," segir Rut sem heldur úti heimasíðunni Rutsigurdardottir.com.