Pistill: Rauða spjaldið ódýr afsökun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2013 07:30 United menn eftir að Ronaldo kom Real í 2-1. Nordicphotos/Getty Nú þegar mesta reiðin ætti að vera runnin af grjóthörðum stuðningsmönnum Manchester United eftir tapið gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku er ekki úr vegi að átta sig á því hvers vegna liðið féll úr keppni. Ósanngjarnt rautt spjald á Nani sem breytti gangi leiksins og batt enda á Evrópudraum United segja einhverjir. Ég get ekki verið sammála því. Vissulega hafði United spilað frábæra knattspyrnu í rúmar fimmtíu mínútur þegar rauða spjaldið fór á loft. Umdeildur dómur en knattspyrnuáhugamenn ættu að vera orðnir vanir umdeildum dómum. Þegar Gonzalo Higuain kom boltanum í netið eftir hálftímaleik flautaði dómarinn. Sóknarbrot á Ramos. Umdeildur dómur. Aftur var Higuain á ferðinni þremur mínútum eftir að rauða spjaldið fór á loft en hönd Rafael kom í veg fyrir að boltinn færi í netið. Ekkert dæmt. Umdeildur dómur. United var á góðri siglingu þegar Nani fékk reisupassann og auðvitað var það áfall. En liðið hafði forystu. 1-0 í leiknum og 2-1 samanlagt. Hálftími til stefnu á nautsterkum heimavelli fyrir framan stuðningsmenn sem höfðu fengið skýr skilaboð að láta í sér heyra. Tólfti maðurinn stóð fyrir sínu. Einhver lið hefðu þjappað sér enn betur saman við að finnast á sér brotið en það gerðu tíu leikmenn United ekki. Á fimm mínútum tapaðist leikurinn og þrátt fyrir fín færi virtust hvorki leikmenn né stuðningsmenn hafa trú á endurkomu þeirra rauðklæddu í þeirra eigin leikhúsi kenndu við drauma. Þar til meistaradeildarbikarinn fer á loft á Wembley þann 25. maí er bikarinn mesta prýði verðlaunaskápsins á Stamford Bridge. Chelsea fór nefnilega alla leið í fyrra þrátt fyrir að um tíma virtust öll sund lokuð. Tveimur mörkum undir, manni færri og fyrirliðalausir á útivelli gegn Barcelona skoruðu leikmenn Lundúnarliðsins tvívegis og fóru áfram í úrslitaleikinn í München sem segja má að farið hafi fram á útivelli. Liðið lék án fyrirliðans, fékk dæmda á sig vítaspyrnu, lenti undir örfáum mínútum fyrir leikslok og klúðraði fyrsta vítinu í keppninni. Mótlæti af ýmsum gerðum en liðið lyfti titlinum í leikslok. Hvort sem liðið var það besta eða ekki í Evrópu það árið átti það titilinn skilið. Í apríl 1999 lék Manchester United til undanúrslita í enska bikarnum gegn Arsenal. Leika þurfti tvívegis þar sem fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. Reyndar skoraði United fullkomlega löglegt mark í þeim leik sem var dæmt af vegna meintrar rangstöðu. Rangur dómur en mannleg mistök dómara sem, ótrúlegt en satt, eiga sér stað í hverjum einasta leik þótt þau veki mismikla athygli. Þreyttir United menn, sem voru í eldlínunni í þremur stærstu keppnunum, misstu fyrirliða sinn af velli með rautt spjald í síðari hálfleik rétt eftir að hafa fengið á sig mark. Ellefu leikmenn Arsenal lágu í sókn en ekki einu sinni vítaspyrna Dennis Bergkamp gat komið boltanum framhjá Schmeichel í markinu. Leikmenn United voru bornir af velli á herðum stuðningsmanna sinna eftir magnaðan sigur þar sem Ryan Giggs skoraði sitt fallegasta mark í fallega rauða búningnum. Þetta var sigurlið. United liðið sem missti Nani af velli var það ekki. Örvænting greip um sig og virtist enginn leikmaður hafa trú á því að einvígið gæti unnist manni færri. Real gekk á lagið. Það er auðvelt að hóta tyrkneskum dómara lífláti á samskiptamiðlum þegar illa fer hjá uppáhaldsliðinu. Það var hins vegar United sem stóðst ekki prófið á Old Trafford. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Pistill: Gylfi og Chicharito "Gylfi hefði ekki átt að velja peninga fram yfir spilatíma,“ er fullyrðing sem ég hef heyrt frá knattspyrnuáhugamönnum undanfarnar vikur og mánuði. 5. febrúar 2013 10:34 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Nú þegar mesta reiðin ætti að vera runnin af grjóthörðum stuðningsmönnum Manchester United eftir tapið gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku er ekki úr vegi að átta sig á því hvers vegna liðið féll úr keppni. Ósanngjarnt rautt spjald á Nani sem breytti gangi leiksins og batt enda á Evrópudraum United segja einhverjir. Ég get ekki verið sammála því. Vissulega hafði United spilað frábæra knattspyrnu í rúmar fimmtíu mínútur þegar rauða spjaldið fór á loft. Umdeildur dómur en knattspyrnuáhugamenn ættu að vera orðnir vanir umdeildum dómum. Þegar Gonzalo Higuain kom boltanum í netið eftir hálftímaleik flautaði dómarinn. Sóknarbrot á Ramos. Umdeildur dómur. Aftur var Higuain á ferðinni þremur mínútum eftir að rauða spjaldið fór á loft en hönd Rafael kom í veg fyrir að boltinn færi í netið. Ekkert dæmt. Umdeildur dómur. United var á góðri siglingu þegar Nani fékk reisupassann og auðvitað var það áfall. En liðið hafði forystu. 1-0 í leiknum og 2-1 samanlagt. Hálftími til stefnu á nautsterkum heimavelli fyrir framan stuðningsmenn sem höfðu fengið skýr skilaboð að láta í sér heyra. Tólfti maðurinn stóð fyrir sínu. Einhver lið hefðu þjappað sér enn betur saman við að finnast á sér brotið en það gerðu tíu leikmenn United ekki. Á fimm mínútum tapaðist leikurinn og þrátt fyrir fín færi virtust hvorki leikmenn né stuðningsmenn hafa trú á endurkomu þeirra rauðklæddu í þeirra eigin leikhúsi kenndu við drauma. Þar til meistaradeildarbikarinn fer á loft á Wembley þann 25. maí er bikarinn mesta prýði verðlaunaskápsins á Stamford Bridge. Chelsea fór nefnilega alla leið í fyrra þrátt fyrir að um tíma virtust öll sund lokuð. Tveimur mörkum undir, manni færri og fyrirliðalausir á útivelli gegn Barcelona skoruðu leikmenn Lundúnarliðsins tvívegis og fóru áfram í úrslitaleikinn í München sem segja má að farið hafi fram á útivelli. Liðið lék án fyrirliðans, fékk dæmda á sig vítaspyrnu, lenti undir örfáum mínútum fyrir leikslok og klúðraði fyrsta vítinu í keppninni. Mótlæti af ýmsum gerðum en liðið lyfti titlinum í leikslok. Hvort sem liðið var það besta eða ekki í Evrópu það árið átti það titilinn skilið. Í apríl 1999 lék Manchester United til undanúrslita í enska bikarnum gegn Arsenal. Leika þurfti tvívegis þar sem fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. Reyndar skoraði United fullkomlega löglegt mark í þeim leik sem var dæmt af vegna meintrar rangstöðu. Rangur dómur en mannleg mistök dómara sem, ótrúlegt en satt, eiga sér stað í hverjum einasta leik þótt þau veki mismikla athygli. Þreyttir United menn, sem voru í eldlínunni í þremur stærstu keppnunum, misstu fyrirliða sinn af velli með rautt spjald í síðari hálfleik rétt eftir að hafa fengið á sig mark. Ellefu leikmenn Arsenal lágu í sókn en ekki einu sinni vítaspyrna Dennis Bergkamp gat komið boltanum framhjá Schmeichel í markinu. Leikmenn United voru bornir af velli á herðum stuðningsmanna sinna eftir magnaðan sigur þar sem Ryan Giggs skoraði sitt fallegasta mark í fallega rauða búningnum. Þetta var sigurlið. United liðið sem missti Nani af velli var það ekki. Örvænting greip um sig og virtist enginn leikmaður hafa trú á því að einvígið gæti unnist manni færri. Real gekk á lagið. Það er auðvelt að hóta tyrkneskum dómara lífláti á samskiptamiðlum þegar illa fer hjá uppáhaldsliðinu. Það var hins vegar United sem stóðst ekki prófið á Old Trafford.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Pistill: Gylfi og Chicharito "Gylfi hefði ekki átt að velja peninga fram yfir spilatíma,“ er fullyrðing sem ég hef heyrt frá knattspyrnuáhugamönnum undanfarnar vikur og mánuði. 5. febrúar 2013 10:34 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Pistill: Gylfi og Chicharito "Gylfi hefði ekki átt að velja peninga fram yfir spilatíma,“ er fullyrðing sem ég hef heyrt frá knattspyrnuáhugamönnum undanfarnar vikur og mánuði. 5. febrúar 2013 10:34