Meðfylgjandi myndir voru teknar á fundi forystu Sjálfstæðisflokksins sem fram fór á Hilton Nordica síðustu helgi þar sem kosningabaráttu flokksins var ýtt úr vör. Þar kynntu Bjarni Benediktsson formaður flokksins og Hanna Birna varaformaður áherslur Sjálfstæðisflokksins fyrir hvorki meira né minna en fimm hundruð félagsmönnum.