Thompson sló upphafshöggi sínu á 17. braut í vatn. Boltinn var að hluta til yfir vatnsyfirborðinu og því ákvað Thompson að klæða sig úr skóm og sokkum, æða út í vatn og slá boltanum.
Það voru fáir, ef einhverjir sem höfðu trú á því að Thompson gæti bjargað pari á holunni. Hann sló hins vegar ótrúlegu höggi sem fór ansi nálægt holunni. Honum tókst meðal annars að framkalla spuna á boltann sem sýnir hversu gott höggið var hjá Thompson. Hann trítlaði svo berfættur inn á flöt og púttaði fyrir pari sem fór í miðja holu við mikinn fögnuð áhorfenda.