„Menn eru almennt farnir að viðurkenna að þetta svigrúm sé þarna“ 8. apríl 2013 19:47 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ræddi við Reykjavík síðdegis um hugmyndir flokksins um skuldaleiðréttingar. Svaraði hann meðal annars gagnrýni Vefþjóðviljans á kosningaloforð Framsóknar, en þau eru sögð „orðin svo tryllingsleg, að fólk spyr sig ekki sömu spurninga og það gerir þegar það heyrir jarðbundnari málflutning". Enn fremur segir á Andríki, síðu Vefþjóðviljans, að Framsóknarflokkurinn ætli „að dæla mörg hundruð milljörðum króna úr ríkissjóði til að lækka skuldir sem einhverjir hafa stofnað til, jafnvel menn sem hafa grætt stórfé á verðhækkun fasteigna síðusta hálfan annan áratuginn". Sigmundur segir skrýtið að heyra gagnrýni úr þessari átt. „Þeir sem helst hafa gagnrýnt okkur fyrir þessar tillögur eru þeir sömu og börðust hvað harðast fyrir samþykki Icesave-skuldanna, en þetta er þá nýr hópur í þeirri baráttu og hefur þá kannski eitthvað með hugsanlegt val á þingmönnum að gera." Sigmundur segir rökstuðninginn ekki ganga upp. „Mér finnst hann að minnsta kosti ósanngjarn. Efnahagshrunið leiddi til mjög sérstakra aðstæðna, forsendubrests sem varð til vegna framferðis lánveitandans ekki síst, og vegna þess hvernig fjármálakerfið var rekið. Hvernig það bjó til þessa bólu sem sprakk. Þannig að það var lánveitandinn sem í rauninni bjó til þennan forsendubrest og jók þannig skuldir heimilanna. Þegar að því kemur að gera þetta upp hljótum við að líta svo á að það sé forgangskrafa í þessi þrotabú að koma til móts við heimilin." Sigmundur segir tímabært að koma til móts við skuldsett fólk og að hugmyndir um skuldaleiðréttingar séu ekki umdeildar lengur. „Það er það góða við það hvernig umræðan hefur þróast, að nú eru menn almennt farnir að viðurkenna að þetta svigrúm sé þarna. Deilurnar eru farnar að snúast um það hvernig eigi að nýta það, þannig að við erum þó komin eitthvað áleiðis. Það er nefnt þarna að það eigi að borga skuldir ríkisins með þessu og þá þurfum við líka að hafa það í huga að heimilin munu á endanum þurfa að borga skuldir ríkisins. Ég hélt nú reyndar að hægrimenn gerðu sér grein fyrir að ríkið er bara þegnarnir. Það eru heimilin sem mynda ríkið, og ef þessar skuldir liggja á þeim eins og farg þannig að þau geta ekki tekið eðlilegan þátt í efnahagslífinu, þá náum við okkur ekki af stað. Þá lendum í þessu japanska ástandi sem leiðir til stöðnunar jafnvel áratugum saman, og hagvöxturinn verður enginn. Við þurfum að fara að framleiða meiri verðmæti og koma hagvextinum af stað.“ Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér að ofan. Kosningar 2013 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Enn skelfur jörð við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ræddi við Reykjavík síðdegis um hugmyndir flokksins um skuldaleiðréttingar. Svaraði hann meðal annars gagnrýni Vefþjóðviljans á kosningaloforð Framsóknar, en þau eru sögð „orðin svo tryllingsleg, að fólk spyr sig ekki sömu spurninga og það gerir þegar það heyrir jarðbundnari málflutning". Enn fremur segir á Andríki, síðu Vefþjóðviljans, að Framsóknarflokkurinn ætli „að dæla mörg hundruð milljörðum króna úr ríkissjóði til að lækka skuldir sem einhverjir hafa stofnað til, jafnvel menn sem hafa grætt stórfé á verðhækkun fasteigna síðusta hálfan annan áratuginn". Sigmundur segir skrýtið að heyra gagnrýni úr þessari átt. „Þeir sem helst hafa gagnrýnt okkur fyrir þessar tillögur eru þeir sömu og börðust hvað harðast fyrir samþykki Icesave-skuldanna, en þetta er þá nýr hópur í þeirri baráttu og hefur þá kannski eitthvað með hugsanlegt val á þingmönnum að gera." Sigmundur segir rökstuðninginn ekki ganga upp. „Mér finnst hann að minnsta kosti ósanngjarn. Efnahagshrunið leiddi til mjög sérstakra aðstæðna, forsendubrests sem varð til vegna framferðis lánveitandans ekki síst, og vegna þess hvernig fjármálakerfið var rekið. Hvernig það bjó til þessa bólu sem sprakk. Þannig að það var lánveitandinn sem í rauninni bjó til þennan forsendubrest og jók þannig skuldir heimilanna. Þegar að því kemur að gera þetta upp hljótum við að líta svo á að það sé forgangskrafa í þessi þrotabú að koma til móts við heimilin." Sigmundur segir tímabært að koma til móts við skuldsett fólk og að hugmyndir um skuldaleiðréttingar séu ekki umdeildar lengur. „Það er það góða við það hvernig umræðan hefur þróast, að nú eru menn almennt farnir að viðurkenna að þetta svigrúm sé þarna. Deilurnar eru farnar að snúast um það hvernig eigi að nýta það, þannig að við erum þó komin eitthvað áleiðis. Það er nefnt þarna að það eigi að borga skuldir ríkisins með þessu og þá þurfum við líka að hafa það í huga að heimilin munu á endanum þurfa að borga skuldir ríkisins. Ég hélt nú reyndar að hægrimenn gerðu sér grein fyrir að ríkið er bara þegnarnir. Það eru heimilin sem mynda ríkið, og ef þessar skuldir liggja á þeim eins og farg þannig að þau geta ekki tekið eðlilegan þátt í efnahagslífinu, þá náum við okkur ekki af stað. Þá lendum í þessu japanska ástandi sem leiðir til stöðnunar jafnvel áratugum saman, og hagvöxturinn verður enginn. Við þurfum að fara að framleiða meiri verðmæti og koma hagvextinum af stað.“ Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér að ofan.
Kosningar 2013 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Enn skelfur jörð við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira