Þorbjörg Ágústsdóttir vann sigur á skylmingamótinu Cole Cup sem fram fór í Newcastle um helgina.
Í riðlakeppninni vann Þorbjörg fjóra bardaga af fimm. Hún var í 2 sæti eftir riðlakeppnina. Í áttamanna úrslitum keppti Þorbjörg við Plesant frá Bretlandi og hafði sigur 15-4.
Í undanúrslitum keppti hún við Baza Centurion frá Brasilíu og vann þá viðureign 15-12. Í úrslitum keppti hún við Perez Maurice frá Argentínu og vann sigur 15-14 í spennandi bardaga. Perez Maurice er í 21. sæti heimslistans.
Með sigrinum færist Þorbjörg upp um þrjátíu sæti á heimslistanum. Mótið er mikilvægur liður í undirbúningi hennar fyrir EM sem fram fer í Zagreb í Króatíu um miðjan júní.
Þorbjörg fékk gull í Newcastle

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn