Ofþjálfun barna í íþróttum áhyggjuefni Helga Arnardóttir skrifar 6. maí 2013 10:02 Faðir og knattspyrnuþjálfari hefur áhyggjur af því að ungmenni í íþróttum æfi of mikið í viku hverri sem geti valdið ofþreytu, langvarandi meiðslum, og áhugaleysi. Hann segir lítinn mun vera á vikulegum fjölda æfingatíma íslenskra unglinga, sem stundi tvær íþróttagreinar, og atvinnumanns í handbolta erlendis. Ásgeir Ólafsson starfar sem knattspyrnuþjálfari ungmenna á aldrinum 12-17 ára og er einnig faðir barna í íþróttum. Hann ritaði grein í Morgunblaðið undir yfirskriftinni eru börnin okkar að æfa of mikið? Ásgeir segir börn og unglinga oft undir of miklu líkamlegu álagi í íþróttum og fái ekki næga hvíld. Sérstaklega þau ungmenni sem stundi fleiri en eina íþrótt í viku. „Sem dæmi þá er góður vinur minn atvinnumaður í handknattleik erlendis. Hann æfir allt að sextán til sautján klukkutíma í viku og sonur minn er að æfa tólf klukkutíma í viku þrettán ára gamall." Þrátt fyrir að rannsóknir sýni að ungmenni hreyfi sig minna nú en áður þá segir Ásgeir ofþjálfun hafa alvarlegar afleiðingar. Íþróttaiðkun sé klárlega af hinu góða en við of mikið álag gætu börn fundið til langvarandi meiðsla, ofþreytu og áhugaleysis. Hann segir að íþróttafélögin megi líta sér nær varðandi tímasetningar æfinga og leikja um helgar. En ábyrgðin sé fyrst og fremst foreldranna. „Ég beini þessu fyrst og fremst til okkar foreldra. Við þekkjum börnin okkar alltaf best og við eigum auðvitað að leyfa börnunum að taka frí ef þau eru þreytt."Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Íþróttir Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira
Faðir og knattspyrnuþjálfari hefur áhyggjur af því að ungmenni í íþróttum æfi of mikið í viku hverri sem geti valdið ofþreytu, langvarandi meiðslum, og áhugaleysi. Hann segir lítinn mun vera á vikulegum fjölda æfingatíma íslenskra unglinga, sem stundi tvær íþróttagreinar, og atvinnumanns í handbolta erlendis. Ásgeir Ólafsson starfar sem knattspyrnuþjálfari ungmenna á aldrinum 12-17 ára og er einnig faðir barna í íþróttum. Hann ritaði grein í Morgunblaðið undir yfirskriftinni eru börnin okkar að æfa of mikið? Ásgeir segir börn og unglinga oft undir of miklu líkamlegu álagi í íþróttum og fái ekki næga hvíld. Sérstaklega þau ungmenni sem stundi fleiri en eina íþrótt í viku. „Sem dæmi þá er góður vinur minn atvinnumaður í handknattleik erlendis. Hann æfir allt að sextán til sautján klukkutíma í viku og sonur minn er að æfa tólf klukkutíma í viku þrettán ára gamall." Þrátt fyrir að rannsóknir sýni að ungmenni hreyfi sig minna nú en áður þá segir Ásgeir ofþjálfun hafa alvarlegar afleiðingar. Íþróttaiðkun sé klárlega af hinu góða en við of mikið álag gætu börn fundið til langvarandi meiðsla, ofþreytu og áhugaleysis. Hann segir að íþróttafélögin megi líta sér nær varðandi tímasetningar æfinga og leikja um helgar. En ábyrgðin sé fyrst og fremst foreldranna. „Ég beini þessu fyrst og fremst til okkar foreldra. Við þekkjum börnin okkar alltaf best og við eigum auðvitað að leyfa börnunum að taka frí ef þau eru þreytt."Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Íþróttir Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira