Samfylkingin lagðist gegn eignanámssátt um hluta Vatnsenda Helga Arnardóttir skrifar 5. maí 2013 13:02 Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi Samfylkingin í Kópavogsbæ lagðist gegn því að gerð yrði eignarnámssátt um hluta Vatnsendajarðarinnar 2007. Þetta segir oddviti flokksins sem telur bæinn ekki hafa þurft að standa í málaferlum við ábúanda Vatnsenda hefði hefðbundin eignarnámsleið verið farin. Kópavogsbær tók um 840 hektara af Vatnsendajörðinni eignarnámi árið 2007 og gerð var svokölluð eignarnámssátt við Þorstein Hjaltested ábúanda jarðarinnar. „Við stóðum á móti þessari svokölluðu eignarnámssátt sem var gerð við ábúanda Vatnsenda á sínum tíma. Við töldum það alveg eðlilegt að Kópavogsbær myndi taka jörðina eignarnámi en þá vildum við bara fara þessa hefðbundnu eignarnámsleið og taka alla jörðina eignarnámi en ekki fara þessa svokölluðu samningaleið sem var svo farin á sínum tíma því þar var verið að binda skipulagslegar forsendur inn í þetta samkomulag og fleiri þættir sem hafa flækt stöðuna," segir Guðríður Arnardóttir oddviti Samfylkingar í Kópavogi. Rökin fyrir því sem meirihlutinn færði fyrir því 2007 að gera eignarnámssátt frekar en að fara í hefðbundið eignarnám voru að það yrði miklu ódýrara fyrir bæinn. Kópavogsbær greiddi tæpa 2,3 milljarða fyrir jörðina til Þorsteins Hjaltested ábúanda á Vatnsenda og hefur hann verið skattakóngur árin 2010 og 2011. Þá var gerður samningur um önnur atriði. Þorsteinn átti að fá 11% af öllum þeim lóðum sem var úthlutað í Vatnsendahlíðinnni, bæði atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði og byggingarétt á 300 sérbýlishúsalóðum syðst við Vatnið. Þá var samkomulag um að hann ætti ekki að borga gatnagerðargjöld og yfirtökugjöld. Ágreiningur hefur verið um efndir á þessum atriðum og hefur Þorsteinn staðið í málaferlum við Kópavogsbæ frá 2010. „Það hefði verið ódýrara fyrir Kópavogsbæ að fara hefðbundna eignarnámsleið og taka því hvaða bætur yrðu úrskurðaðar til ábúanda. Svo þótti okkur ekki verjandi að hafa þennan samning svona óljósan. Það voru svo mörg atriði í samkomulaginu sem maður gat séð fyrir að gætu valdið vandræðum til lengri tíma eins og reyndar hefur sýnt sig. Við stæðum ekki í þessum sporum í dag hefðum við bara gert þetta samkvæmt eðlilegri og hefðbundinni leið þá í rauninni væri þetta mál úr sögunni gagnvart Kópavogsbæ." Guðríður segir allar forsendur fyrir þeim málaferlum brostnar í ljósi nýlegs Hæstaréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að jörðin Vatnsendi væri eign dánarbús Sigurðar Hjaltested heitins en ekki Þorsteins. Minnihlutinn hafi einnig varað við eignarnámssáttinni á sínum tíma einmitt vegna þess hversu óskýrt eignarhaldið á Vatnsenda væri og málaferli afkomenda Sigurðar Hjaltested afa Þorsteins væru í uppsiglingu. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Samfylkingin í Kópavogsbæ lagðist gegn því að gerð yrði eignarnámssátt um hluta Vatnsendajarðarinnar 2007. Þetta segir oddviti flokksins sem telur bæinn ekki hafa þurft að standa í málaferlum við ábúanda Vatnsenda hefði hefðbundin eignarnámsleið verið farin. Kópavogsbær tók um 840 hektara af Vatnsendajörðinni eignarnámi árið 2007 og gerð var svokölluð eignarnámssátt við Þorstein Hjaltested ábúanda jarðarinnar. „Við stóðum á móti þessari svokölluðu eignarnámssátt sem var gerð við ábúanda Vatnsenda á sínum tíma. Við töldum það alveg eðlilegt að Kópavogsbær myndi taka jörðina eignarnámi en þá vildum við bara fara þessa hefðbundnu eignarnámsleið og taka alla jörðina eignarnámi en ekki fara þessa svokölluðu samningaleið sem var svo farin á sínum tíma því þar var verið að binda skipulagslegar forsendur inn í þetta samkomulag og fleiri þættir sem hafa flækt stöðuna," segir Guðríður Arnardóttir oddviti Samfylkingar í Kópavogi. Rökin fyrir því sem meirihlutinn færði fyrir því 2007 að gera eignarnámssátt frekar en að fara í hefðbundið eignarnám voru að það yrði miklu ódýrara fyrir bæinn. Kópavogsbær greiddi tæpa 2,3 milljarða fyrir jörðina til Þorsteins Hjaltested ábúanda á Vatnsenda og hefur hann verið skattakóngur árin 2010 og 2011. Þá var gerður samningur um önnur atriði. Þorsteinn átti að fá 11% af öllum þeim lóðum sem var úthlutað í Vatnsendahlíðinnni, bæði atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði og byggingarétt á 300 sérbýlishúsalóðum syðst við Vatnið. Þá var samkomulag um að hann ætti ekki að borga gatnagerðargjöld og yfirtökugjöld. Ágreiningur hefur verið um efndir á þessum atriðum og hefur Þorsteinn staðið í málaferlum við Kópavogsbæ frá 2010. „Það hefði verið ódýrara fyrir Kópavogsbæ að fara hefðbundna eignarnámsleið og taka því hvaða bætur yrðu úrskurðaðar til ábúanda. Svo þótti okkur ekki verjandi að hafa þennan samning svona óljósan. Það voru svo mörg atriði í samkomulaginu sem maður gat séð fyrir að gætu valdið vandræðum til lengri tíma eins og reyndar hefur sýnt sig. Við stæðum ekki í þessum sporum í dag hefðum við bara gert þetta samkvæmt eðlilegri og hefðbundinni leið þá í rauninni væri þetta mál úr sögunni gagnvart Kópavogsbæ." Guðríður segir allar forsendur fyrir þeim málaferlum brostnar í ljósi nýlegs Hæstaréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að jörðin Vatnsendi væri eign dánarbús Sigurðar Hjaltested heitins en ekki Þorsteins. Minnihlutinn hafi einnig varað við eignarnámssáttinni á sínum tíma einmitt vegna þess hversu óskýrt eignarhaldið á Vatnsenda væri og málaferli afkomenda Sigurðar Hjaltested afa Þorsteins væru í uppsiglingu.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira