Ekki annað í boði en að leika yngra fólk Freyr Bjarnason skrifar 14. maí 2013 13:00 Spaugstofumennirnir Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason. Kynslóðaskipti eru að verða í íslenskum stjórnmálum og yngra fólk að koma inn fyrir það eldra. Meðlimir Spaugstofunnar hafa ekki farið varhluta af þessu. "Við erum í stjórnarmyndunarviðræðum. Við vitum ekki hvaða ráðuneyti við fáum, þannig að við bíðum bara spenntir," segir Örn Árnason, spurður út í Spaugstofuna og yfirvofandi stjórnarskipti. Örn hefur að undanförnu leikið Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, og Pálmi Gestsson leikur Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Mikil óvissa ríkir um önnur hlutverk, enda eru hinar raunverulegu stjórnarmyndunarviðræður enn í gangi á milli þeirra Sigmundar Davíðs og Bjarna. "Karl Ágúst er í mjög erfiðri stöðu því hann er búinn að missa Jóhönnu [Sigurðardóttur]. Það er ljóst að kynjahlutfall Spaugstofunnar á eftir að breytast verulega," segir Örn. Spaugstofan hóf göngu sína árið 1989. Þá léku þeir félagar stjórnmálamenn sem voru tuttugu til þrjátíu árum eldri en þeir og til dæmis túlkaði Pálmi, sem þá var 32 ára, þáverandi forsætisráðherra, Steingrím Hermannsson, eftirminnilega en hann var þá 61 árs gamall. Síðan þá hefur aldarfjórðungur liðið og Spaugstofumenn eru komnir vel á sextugsaldurinn en ráðherrarnir sem þeir leika eru teknir að yngjast allsvakalega. Spurður hvernig tilfinning það sé að leika núna fólk sem er ef til vill tuttugu árum yngra segir Örn: "Það er ekki annað í boði. Úr þessu er allt niður á við," segir hann og hlær dátt. "Við byrjuðum á því að leika upp fyrir okkur og nú erum við að leika niður fyrir okkur. Það segir okkur hvað Spaugstofan er búin að vera lengi starfandi." Örn segir allt benda til þess að Spaugstofan haldi áfram á Stöð 2 næsta haust, enda eru stjórnarmyndunarviðræður þeirra félaga þegar hafnar. "Við ætlum að hittast í fellihýsinu hans Sigga Sigurjóns í fyrramálið [í dag]. Við förum svo þaðan í fellihýsinu og hittumst í tjaldi hjá Karli Ágústi." Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Kynslóðaskipti eru að verða í íslenskum stjórnmálum og yngra fólk að koma inn fyrir það eldra. Meðlimir Spaugstofunnar hafa ekki farið varhluta af þessu. "Við erum í stjórnarmyndunarviðræðum. Við vitum ekki hvaða ráðuneyti við fáum, þannig að við bíðum bara spenntir," segir Örn Árnason, spurður út í Spaugstofuna og yfirvofandi stjórnarskipti. Örn hefur að undanförnu leikið Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, og Pálmi Gestsson leikur Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Mikil óvissa ríkir um önnur hlutverk, enda eru hinar raunverulegu stjórnarmyndunarviðræður enn í gangi á milli þeirra Sigmundar Davíðs og Bjarna. "Karl Ágúst er í mjög erfiðri stöðu því hann er búinn að missa Jóhönnu [Sigurðardóttur]. Það er ljóst að kynjahlutfall Spaugstofunnar á eftir að breytast verulega," segir Örn. Spaugstofan hóf göngu sína árið 1989. Þá léku þeir félagar stjórnmálamenn sem voru tuttugu til þrjátíu árum eldri en þeir og til dæmis túlkaði Pálmi, sem þá var 32 ára, þáverandi forsætisráðherra, Steingrím Hermannsson, eftirminnilega en hann var þá 61 árs gamall. Síðan þá hefur aldarfjórðungur liðið og Spaugstofumenn eru komnir vel á sextugsaldurinn en ráðherrarnir sem þeir leika eru teknir að yngjast allsvakalega. Spurður hvernig tilfinning það sé að leika núna fólk sem er ef til vill tuttugu árum yngra segir Örn: "Það er ekki annað í boði. Úr þessu er allt niður á við," segir hann og hlær dátt. "Við byrjuðum á því að leika upp fyrir okkur og nú erum við að leika niður fyrir okkur. Það segir okkur hvað Spaugstofan er búin að vera lengi starfandi." Örn segir allt benda til þess að Spaugstofan haldi áfram á Stöð 2 næsta haust, enda eru stjórnarmyndunarviðræður þeirra félaga þegar hafnar. "Við ætlum að hittast í fellihýsinu hans Sigga Sigurjóns í fyrramálið [í dag]. Við förum svo þaðan í fellihýsinu og hittumst í tjaldi hjá Karli Ágústi."
Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira