Ívar Kristinn Jasonarson náði þeim frábæra árangri að vinna til gullverðlauna í 200 m hlaupi á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í dag.
Ívar Kristinn hljóp á 21,88 sekúndum og kom aðeins einum hundraðshluta úr sekúndu á undan Christos Chatziangelidis frá Kýpur í mark. Trausti Stefánsson keppti einnig í hlaupinu en fékk krampa og þurfti að hætta.
Hafdís Sigurðarsdóttir kom í mark í 200 m hlaupi kvenna á 23,82 sekúndum og varð önnur. Anna Ramona Papaioannou frá Kýpur vann á 23,40 sekúndum. Hrafnhild Hermóðsdóttir varð fimmta í hlaupinu á 24,04 sekúndum.
Ívar og Hafdís bættu bæði í dag sinn besta árangur í greinunum.
Ívar fékk gull og Hafdís silfur
