„Hef aldrei upplifað neinn viðbjóð í kringum hanaat" Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 15. júní 2013 20:15 „Ég hef aldrei upplifað neinn viðbjóð í kringum hanaat." Þetta segir Jón Ingi Gíslason sem ræktað hefur bardagahana í Dómíníska lýðveldinu. Hann segist ekki vilja dæma menningu annarra landa og vísar ásökunum um dýraníð á bug. Jón Ingi Gíslason er söguhetja nýrrar heimildarmyndar Þorfinns Guðnasonar kvikmyndagerðarmanns. Hér eru ferðalög Jóns Inga rakin, allt frá heimahögum hans í Biskupstungum til Dómíníska lýðveldisins. Jón Ingi, sem er fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, heillaðist af menningu og íbúum Dómíníska lýðveldisins á sínum tíma og hefur dvalið þar oft og lengi. Hanaat er stór hluti af daglegu lífi í Dómíníska lýðveldinu og margir rækta þar bardagahana. Jón Ingi hefur tekið þátt í ræktunarstarfi með vinum sínum og sætt nokkurri gagnrýni fyrir. Hann vísar ásökunum um dýraníð á bug.Hanaat er stór hluti af daglegu lífi í Dómíníska lýðveldinu og margir rækta þar bardagahana.MYND/GETTY„Líf þessa hana sem kemur úr egginu, það má segja að hann lifi eins og kóngur, allt til dauðadags. Víða um heim er þetta þjóðaríþrótt og búið að vera það árþúsundum saman. Svo tel ég mig ekki hafa neitt yfirþjóðlegt vald til að dæma menningu annarra þjóða, ég bara er ekki þannig gerður," segir Jón Ingi. Hann segist ekki hafa haft neinar tekjur af ræktuninni. Þetta sé hluti af hjálparstarfi hans á svæðinu. Hann hefur þetta að segja þegar dýraverndunarsjónarmið eru borin undir hann. „Ég hef aldrei upplifað neinn viðbjóð í kringum hanaat í þessu landi," segir Jón Ingi. „Ef maður ber saman líf hænunnar og elst upp til að verða djúpsteiktur kjúklingur, þá er líf þessarar hænu helvíti eitt, hver einustu mínútur í lífi hennar og hún deyr líka á sama hátt." „Þessi verksmiðjudýr éta nánast skítin frá hvort öðru og sjá ekki sólina allt sitt líf, ég get ekki tekið ofan fyrir þessari meðfeð á dýrum. En bæði dýrin deyja, bæði hænan sem fer á KFC og haninn sem lætur lífið annað hvort af náttúrulegum ástæðum eða í bardaga." Þá telur Jón Ingi að fréttaflutningur af málinu síðustu daga hafa verið hlaðinn rangfærslum og var hann harðorður í garð DV. Hann kallar þetta ófrægingarherferð. „Vonandi er þetta fólk stolt af dagsverkinu og starfmenn miðilsins af fagmennskunni," segir Jón Ingi. Dóminíska lýðveldið Dýr Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Sjá meira
„Ég hef aldrei upplifað neinn viðbjóð í kringum hanaat." Þetta segir Jón Ingi Gíslason sem ræktað hefur bardagahana í Dómíníska lýðveldinu. Hann segist ekki vilja dæma menningu annarra landa og vísar ásökunum um dýraníð á bug. Jón Ingi Gíslason er söguhetja nýrrar heimildarmyndar Þorfinns Guðnasonar kvikmyndagerðarmanns. Hér eru ferðalög Jóns Inga rakin, allt frá heimahögum hans í Biskupstungum til Dómíníska lýðveldisins. Jón Ingi, sem er fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, heillaðist af menningu og íbúum Dómíníska lýðveldisins á sínum tíma og hefur dvalið þar oft og lengi. Hanaat er stór hluti af daglegu lífi í Dómíníska lýðveldinu og margir rækta þar bardagahana. Jón Ingi hefur tekið þátt í ræktunarstarfi með vinum sínum og sætt nokkurri gagnrýni fyrir. Hann vísar ásökunum um dýraníð á bug.Hanaat er stór hluti af daglegu lífi í Dómíníska lýðveldinu og margir rækta þar bardagahana.MYND/GETTY„Líf þessa hana sem kemur úr egginu, það má segja að hann lifi eins og kóngur, allt til dauðadags. Víða um heim er þetta þjóðaríþrótt og búið að vera það árþúsundum saman. Svo tel ég mig ekki hafa neitt yfirþjóðlegt vald til að dæma menningu annarra þjóða, ég bara er ekki þannig gerður," segir Jón Ingi. Hann segist ekki hafa haft neinar tekjur af ræktuninni. Þetta sé hluti af hjálparstarfi hans á svæðinu. Hann hefur þetta að segja þegar dýraverndunarsjónarmið eru borin undir hann. „Ég hef aldrei upplifað neinn viðbjóð í kringum hanaat í þessu landi," segir Jón Ingi. „Ef maður ber saman líf hænunnar og elst upp til að verða djúpsteiktur kjúklingur, þá er líf þessarar hænu helvíti eitt, hver einustu mínútur í lífi hennar og hún deyr líka á sama hátt." „Þessi verksmiðjudýr éta nánast skítin frá hvort öðru og sjá ekki sólina allt sitt líf, ég get ekki tekið ofan fyrir þessari meðfeð á dýrum. En bæði dýrin deyja, bæði hænan sem fer á KFC og haninn sem lætur lífið annað hvort af náttúrulegum ástæðum eða í bardaga." Þá telur Jón Ingi að fréttaflutningur af málinu síðustu daga hafa verið hlaðinn rangfærslum og var hann harðorður í garð DV. Hann kallar þetta ófrægingarherferð. „Vonandi er þetta fólk stolt af dagsverkinu og starfmenn miðilsins af fagmennskunni," segir Jón Ingi.
Dóminíska lýðveldið Dýr Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Sjá meira