Elfar Árni: Brattur þrátt fyrir svolitla ógleði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2013 12:51 Elfar Árni fagnar marki gegn KR í sumar. Blikinn Elfar Árni Aðalsteinsson var merkilega brattur er Vísir heyrði í honum í dag. Hann rotaðist í leiknum gegn KR í gær og var fluttur með hraði upp á spítala en óttast var um ástand hans um tíma. "Ég hef það bara þokkalegt. Heilsan er nokkuð góð. Svolítil ógleði en annars er ég brattur," sagði Húsvíkingurinn Elfar Árni við Vísi í dag. Elfar Árni eyddi nóttinni upp á spítala en fékk að fara heim í morgun. Hann var þó enn að glíma við ógleði í morgun enda fékk hann mjög slæmt höfuðhögg. Hann man ekki mikið eftir því sem gerðist. "Ég man að fyrstu mínúturnar í leiknum voru opnar. Svo man ég að Gulli tók útspark. Eftir það var ég bara farinn og man ekkert næstu klukkutímana. "Ég man svo eftir að hafa vaknað upp á bráðadeild með gott fólk í kringum mig. Ég fékk slæman heilahristing og við það kom þessi krampi. Það er það sem gerðist," sagði Elfar Árni. Hann mun þurfa að hvíla í óákveðinn tíma vegna höfuðmeiðslanna en svo gæti farið að sumarið væri búið hjá honum. Það væri mikil blóðtaka fyrir Blikana enda hefur Elfar sprungið út í sumar og leikið virkilega vel. Elfar telur ekki að hann muni hugsa sig tvisvar um að skalla bolta aftur, hann geri alltaf allt sem hann getur fyrir liðið sitt. Hann sagðist vonast til þess að verða ekki skyldugur til þess að nota hettu líka því sem fótboltamaðurinn Petr Cech spilar með eftir að hann hlaut höfuðmeiðsl. En ef að það verði til þess að hann megi spila, þá muni hann að sjálfsögðu nota slíka hettu. En hún yrði þá græn á lit eins og búningur Breiðabliks og Völsungs sem er hans uppeldisfélag. Nánar er rætt við Elfar í Fréttablaðinu á morgun. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Elfar Árni sendir góðar kveðjur til allra Borghildur Sigurðardóttir, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, greindi frá því á netinu í kvöld að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður félagsins, væri á góðum batavegi. 18. ágúst 2013 23:46 Elfar Árni kominn heim til sín Elfar Árni Aðalsteinsson var í morgun útskrifaður af Landspítalanum þar sem hann lá í nótt eftir að hafa verið hætt kominn í knattspyrnuleik í gær. 19. ágúst 2013 11:05 Leikur Breiðabliks og KR flautaður af Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að einn leikmaður Breiðabliks varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar. 18. ágúst 2013 18:30 Ólafur Kristjáns: Enginn í standi til þess að fara spila um einhver stig Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var gestur Pepsi-markanna í kvöld en þar fór hann yfir atburðarrásina á Kópavogsvellinum þar sem leikur Breiðabliks og KR var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, fékk slæmt höfuðhögg í upphafi leiks. 19. ágúst 2013 01:28 Elfar Árni fékk slæmt höfuðhögg Stöðva þurfti leik Breiðabliks og KR í Pepsí deild karla á Kópavogsvelli í kvöld þegar einungis fjórar mínútur voru liðnar af leiknum eftir að framherji Breiðabliks, Elfar Árni Aðalsteinsson, fékk þungt högg á höfuðið og missti meðvitund. Þetta leit mjög illa út og var það augljóst af látbragði leikmanna að eitthvað alvarlegt hafði gerst. Sjúkraþjálfarar liðanna geystust inn á völlinn og vallarþulurinn kallaði eftir læknum úr stúkunni til aðstoðar. 18. ágúst 2013 20:12 Góðar fréttir af Elfari Árna - heilaskönnun lokið Elfar Árni Aðalsteinsson virðist hafa sloppið vel frá höfuðhögginu sem hann fékk í upphafi leiks Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var flautaður af í kjölfarið en leikmenn og forráðamenn félaganna voru í mikli áfalli enda leit þetta mjög illa út. 18. ágúst 2013 20:40 Frítt inn þegar leikur Blikar og KR verður spilaður að nýju Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson,leikmaður Breiðabliks, varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar. 18. ágúst 2013 20:07 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
Blikinn Elfar Árni Aðalsteinsson var merkilega brattur er Vísir heyrði í honum í dag. Hann rotaðist í leiknum gegn KR í gær og var fluttur með hraði upp á spítala en óttast var um ástand hans um tíma. "Ég hef það bara þokkalegt. Heilsan er nokkuð góð. Svolítil ógleði en annars er ég brattur," sagði Húsvíkingurinn Elfar Árni við Vísi í dag. Elfar Árni eyddi nóttinni upp á spítala en fékk að fara heim í morgun. Hann var þó enn að glíma við ógleði í morgun enda fékk hann mjög slæmt höfuðhögg. Hann man ekki mikið eftir því sem gerðist. "Ég man að fyrstu mínúturnar í leiknum voru opnar. Svo man ég að Gulli tók útspark. Eftir það var ég bara farinn og man ekkert næstu klukkutímana. "Ég man svo eftir að hafa vaknað upp á bráðadeild með gott fólk í kringum mig. Ég fékk slæman heilahristing og við það kom þessi krampi. Það er það sem gerðist," sagði Elfar Árni. Hann mun þurfa að hvíla í óákveðinn tíma vegna höfuðmeiðslanna en svo gæti farið að sumarið væri búið hjá honum. Það væri mikil blóðtaka fyrir Blikana enda hefur Elfar sprungið út í sumar og leikið virkilega vel. Elfar telur ekki að hann muni hugsa sig tvisvar um að skalla bolta aftur, hann geri alltaf allt sem hann getur fyrir liðið sitt. Hann sagðist vonast til þess að verða ekki skyldugur til þess að nota hettu líka því sem fótboltamaðurinn Petr Cech spilar með eftir að hann hlaut höfuðmeiðsl. En ef að það verði til þess að hann megi spila, þá muni hann að sjálfsögðu nota slíka hettu. En hún yrði þá græn á lit eins og búningur Breiðabliks og Völsungs sem er hans uppeldisfélag. Nánar er rætt við Elfar í Fréttablaðinu á morgun.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Elfar Árni sendir góðar kveðjur til allra Borghildur Sigurðardóttir, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, greindi frá því á netinu í kvöld að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður félagsins, væri á góðum batavegi. 18. ágúst 2013 23:46 Elfar Árni kominn heim til sín Elfar Árni Aðalsteinsson var í morgun útskrifaður af Landspítalanum þar sem hann lá í nótt eftir að hafa verið hætt kominn í knattspyrnuleik í gær. 19. ágúst 2013 11:05 Leikur Breiðabliks og KR flautaður af Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að einn leikmaður Breiðabliks varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar. 18. ágúst 2013 18:30 Ólafur Kristjáns: Enginn í standi til þess að fara spila um einhver stig Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var gestur Pepsi-markanna í kvöld en þar fór hann yfir atburðarrásina á Kópavogsvellinum þar sem leikur Breiðabliks og KR var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, fékk slæmt höfuðhögg í upphafi leiks. 19. ágúst 2013 01:28 Elfar Árni fékk slæmt höfuðhögg Stöðva þurfti leik Breiðabliks og KR í Pepsí deild karla á Kópavogsvelli í kvöld þegar einungis fjórar mínútur voru liðnar af leiknum eftir að framherji Breiðabliks, Elfar Árni Aðalsteinsson, fékk þungt högg á höfuðið og missti meðvitund. Þetta leit mjög illa út og var það augljóst af látbragði leikmanna að eitthvað alvarlegt hafði gerst. Sjúkraþjálfarar liðanna geystust inn á völlinn og vallarþulurinn kallaði eftir læknum úr stúkunni til aðstoðar. 18. ágúst 2013 20:12 Góðar fréttir af Elfari Árna - heilaskönnun lokið Elfar Árni Aðalsteinsson virðist hafa sloppið vel frá höfuðhögginu sem hann fékk í upphafi leiks Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var flautaður af í kjölfarið en leikmenn og forráðamenn félaganna voru í mikli áfalli enda leit þetta mjög illa út. 18. ágúst 2013 20:40 Frítt inn þegar leikur Blikar og KR verður spilaður að nýju Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson,leikmaður Breiðabliks, varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar. 18. ágúst 2013 20:07 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
Elfar Árni sendir góðar kveðjur til allra Borghildur Sigurðardóttir, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, greindi frá því á netinu í kvöld að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður félagsins, væri á góðum batavegi. 18. ágúst 2013 23:46
Elfar Árni kominn heim til sín Elfar Árni Aðalsteinsson var í morgun útskrifaður af Landspítalanum þar sem hann lá í nótt eftir að hafa verið hætt kominn í knattspyrnuleik í gær. 19. ágúst 2013 11:05
Leikur Breiðabliks og KR flautaður af Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að einn leikmaður Breiðabliks varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar. 18. ágúst 2013 18:30
Ólafur Kristjáns: Enginn í standi til þess að fara spila um einhver stig Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var gestur Pepsi-markanna í kvöld en þar fór hann yfir atburðarrásina á Kópavogsvellinum þar sem leikur Breiðabliks og KR var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, fékk slæmt höfuðhögg í upphafi leiks. 19. ágúst 2013 01:28
Elfar Árni fékk slæmt höfuðhögg Stöðva þurfti leik Breiðabliks og KR í Pepsí deild karla á Kópavogsvelli í kvöld þegar einungis fjórar mínútur voru liðnar af leiknum eftir að framherji Breiðabliks, Elfar Árni Aðalsteinsson, fékk þungt högg á höfuðið og missti meðvitund. Þetta leit mjög illa út og var það augljóst af látbragði leikmanna að eitthvað alvarlegt hafði gerst. Sjúkraþjálfarar liðanna geystust inn á völlinn og vallarþulurinn kallaði eftir læknum úr stúkunni til aðstoðar. 18. ágúst 2013 20:12
Góðar fréttir af Elfari Árna - heilaskönnun lokið Elfar Árni Aðalsteinsson virðist hafa sloppið vel frá höfuðhögginu sem hann fékk í upphafi leiks Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var flautaður af í kjölfarið en leikmenn og forráðamenn félaganna voru í mikli áfalli enda leit þetta mjög illa út. 18. ágúst 2013 20:40
Frítt inn þegar leikur Blikar og KR verður spilaður að nýju Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson,leikmaður Breiðabliks, varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar. 18. ágúst 2013 20:07