Fimmtánda umferð Pepsi-deildar karla fór fram í gær og umferðin var gerð upp í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi. Í lok þáttar var umferðin gerð upp á nokkrum mínútum.
KR-ingar komust á toppinn með sigri á ÍBV en á sama tíma töpuðu FH, Breiðablik og Stjarnan stigum í sínum leikjum.
Fylkismenn héldu áfram sigurgöngu sinni með öruggum sigri á Keflavík og Framarar fara brosandi inn í bikarvikuna eftir sigur á botnliði ÍA.
Það er hægt að sjá uppgjör Pepsi-markanna með því að smella hér fyrir ofan.

